Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 6
Guðmundur Kristján Svavarsson, Vogabraut 6, Höfn, Hornafirði Fæddur 9. júní 1933. Dáinn 22. maí 1983. Að morgni hvítasunnudags þann 22. maí var hringt til mín og mér tilkynnt að Guðmundur bróðir minn væri dáinn. Hann lést í Borgarspítal- anum í Reykjavík eftir tiltölulega stutta legu. Mig setti að vonum hljóðan, þó ég væri búinn að gera mér það Ijóst að hverju stefndi. Alltaf er sárt að sjá að baki ástvina og að sjá að baki vinar á besta aldri, finnst manni þungur dómur skaparans, en ritað stendur, „þeir sem Guðirnir elska. deyja ungir". Það er vissulega mikil huggun harmi gegn fyrir hans ástvini. Guðmundur var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Þórunnar Guðmundsdóttur frá Neðri- Dal Biskupstungum í Árnessýslu og Svavars Jóhannssonar sjómanns úr Reykjavík. Hann var einn af átta börnum þeirra hjóna. Guðmundur var giftur Konný Sigurlínu Hall- grímsdóttur frá Sauðárkróki. Þau eignuðust tíu börn sem öll eru á lífi. Unnur Ingibjörg f. 2.5. 1956, Rósa f. 23.9 1957, Kristín f. 5.11. 1958. Konný f. 3.1. 1960, Kristján f. 11.11. 1960. Hallgfimur f. 6.12. 1962, Jóhanna f. 6.4. 1964. Laufey f. 16.3. 1966, Karl Jóhann f. 6.4. 1971 og Rut f. 28.8. 1973. Öll eru börnin komin vel til manns, flest búin að stofna sín heimili, nema tvö þau yngstu og barnabörnin orðin 14 talsins. Það getur engum dulist. að einhverntímann hefur þurft að taka til hendinni á svoaóru heimili. sem heimili þeirra var. GuðmundurV|ir velgiftur. Konný eins og hún er alltaf kölluð er lág vexti og ákaflega nett. Svo stóru heimili skila'r engfn kona. nema sú sem er hagsýn og vinnusöm, það bera börnin og heimilið með sér. Hún er örugglega eftirtektarverður fulltrúi sinnar stéttar. Um langt árabil bjuggu þau á Stafafelli í Lóni. Guðmundur hafði alltaf gaman af búskap. Hann var mjög verklaginn og gerði nánast allt það sem hann ætlaði sér, hvort sem það var við hin almennu störf eða fagvinnu. Próf í múraraiðn fékk hann fyrir nokkrum árum. Hans létta skap hefur ekki síst átt stóran þátt í lífi og velgengni þeirra hjóna. Hverskonar spaug var honum í blóð borið, að hann sá ætíð eitthvað kátlegt við alla hluti. Um nokkurra ára skeið starfaði Guðmundur sem löggæslumaður í Aust- ur-Skaftafellssýslu, cn síðustu árin vann hann við Fiskimjölsverksmiðjur Hornafjarðar. Það er ekki ætlun mín að Ijúka hér upp einhverju lofi á bróður minn. Það er hlutur sem hann mundi síst vilja. Ég vil Ijúka þessum fátæklegu orðum með því að þakka þér þær samverustundir sem við höfum átt. Þær hefðu mátt vera fleiri. Þar réði mestu um, hve langt var á milli heimila okkar. En ég veit, að nú líður þér vel í nýjum heimkynnum. Vertu blessaður um stund, við eigum eftir að hittast aftur. Eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum óska ég guðsblessunar og veit að hann styrkir þau í þeirra sorg. Kveikl er Ijós við Ijós. Burt er sorlans svið. Angar rós við rós. Opnast himins hlið. Niður sljörnum siráð. Engill framhjá fer. Drollins nœgð og náð. Boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal) Svavar Svavarsson, Grindavík. Guðlaug Friðrika Sigurj ónsdóttir frá Ytri-Hlíð Fædd 6. inaí 1903 Dáin 25. apríl 1983 Jarðsett að Hofi í Vopnafirði 4. maí 1983. Guðlaug var yngst barna Valgerðar Helgadótt- ur og Sigurjóns Haligrímssonar. sem bjuggu í Ytri-Hlíð. Systkini hennar. Friðrik bóndi og hreppstjóri í Ytri-Hlíð og Jóhanna tengdamóðir mín. áður húsfreyja á Ljótsstöðum. eru enn á lífi. en Guðrún systir þeirra. sem bjó í Fremri-Hlíð. andaðist 1962. Guðlaug unni sveit sinni af alhug og var sannur Vopnfirðingur alla tíð. þó að hún dveldi síðustu árin í Reykjavík og frá því 1. júlí 1976 á Elliheimilinu Grund. Henni var það mikils virði að geta heimsótt frændfóik og vini á sumrin og dvalið þar sér til ánægju og hressingar. Guðlaug góða frænka hefur kvatt. Hugur okkar fylgir henni fullur þakklætis. sérstaklega fyrir samveruna á Torfastöðum í Vopnafirði. en þar var hún lengi ráðskona við mötuneyti heimavistar- skólans. Við störfuðum þar saman í fimm vetur og mér er óhætt að segja, að samviskusemi hennar og alúð á öllum sviðum var einstök. Hún var ein þeirra, sem leggur sig alla fram í annarra þágu. en vill aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Mörgum var Guðlaug búin að hjálpa, þegar illa stóð á vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Hún hlífði sér hvergi. þó að hún væri oft lasin. en hún var heilsutæp mikinn hluta ævi sinnar. Skólabörnin nutu umhvggju hennar á margan hátt og það kom oft fyrir að þau sátu niðri í eldhúsi og stautuðu með hjálp Guðlaugar. Þetta veit ég að margir muna og þakka nú að leiðarlokum. Við hjónin minnumst fyrst og fremst vináttu hennar íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.