Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 7
Helgi Kristjánsson, bóndi i Leirhöfn Fæddur 28. dcs. 1894. Dáinn 17. sept. 1982. Kveðja frá Búnaðarsambandi Norður-Þingey- inga. Á nýliðnum haustdögum lést á sjúkrahúsinu á Húsavík merkismaðurinn Helgi Kristjánsson eftir fárra daga Iegu, næstum 88 ára að aldri. Hann varyngsturbarna Kristjáns Þorgrímsson- ar, sem lengi bjó í Leirhöfn á Melrakkasléttu. Síðari kona Kristjáns var Helga Sæmundsdóttir, er átti með honum sex sonu, sem alla með tölu mátti kalla hina merku Leirhafnarbræður. Væri saga þeirra rakin af kunnugum, kæmi þar margt merkilegt fram. Með fyrri konti'sinni átti Kristján í Leirhöfn mörg börn, sem mikið fór fyrir hér í Norður-Þing- eyjarsýslu. Það mun hafa verið fimmtíu ára aldursmunur á Helga og Guðna á Hóli, hálfbróður hans. Þess hefir þegar verið getið í minningargrein um Helga, að hann var snemma með eindæmum fróðleiksfús og fjölhæfur til orðs og æðis. Þar sem hugur hans hneigðist mjög til búskapar, réðist hann um tvítugsaldur í að sigla til Noregs og afla sér reynslu og þekkingar í landbúnaði. Vafalaust hefir þessi dvöl í Noregi orðið Helga á margan hátt mikilsvert veganesti í lífinu. Þá ekki síst við búskapinn í Leirhöfn, þar sem hann bar sæmdarheitið „bóndi*' um áratugi. Jóhann bóndi nú í Leirhöfn, sonur Helga, mikill vinur minn, sagði ekki æfinlega „pabbi", þeg'ar hann talaði um föður sinn. heldur „Helgi bóndi". Árið 1923 giftist Helgi eftirlifandi konu sinni, Andreu Jónsdóttur á Ásmundarstöðum á Sléttu Hún var ein af Ásmundarstaðasystrum. sem voru nafntogaðar fyrir fegurð og myndarskap. Það heyrði ég sagt, að á þeim árum, sem þessar systur sóttu vetrarvist til höfuðborgarinnar, hefði verið og barnanna okkar. Þau voru ekki há í loftinu, þegar þeim var stungið inn í eldhúsið til góðu frænku. sem ævinlega tók þeim jafn vel og taldi okkur meira að segja trú um. að þau tefðu alls ekkert fyrir henni. Þær urðu margar stundirnar, sem þau fengu að njóta hennar þar og þó að samfundir yrðu strjálli með árunum var til- hlökkunin alltaf mikil og einlæg. þegar von var á góðu frænku í heimsókn. Hún gerði heldur ekki upp á milli þeirra. eftir að þau urðu fleiri. þó að kynnin vrðu ekki eins náin. Fvrir þetta allt erum við innilega þakklát. Eg vil að síðustu færa frændfólki hennar í Reykjavík bestu þakkir fyrir alla hjálpsemi við hana. Systkinum hennar sendum við samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Elínborg Gunnarsdóttir Syðra-Hvarfi. þar spurt að hausti, hvort sólirnar norðan af Sléttunni færu nú ekki að koma? Eitt er víst, að þessi unga og glæsilega stúlka frá heimskautsbaug átti mikið og veglegt erindi vestur yfir Leirhafnarfjöll. Hálfu öðru ári eftir giftingu þeirra Helga og Andreu fór ég í fyrsta sinn inn yfir Axarfjarðar- heiði, þá á samkomu á Brunnárbökkum í Axar- firði. Þangað komu vitanlega allir á hestum. Þessi ferð er mér auðvitað mjög minnisstæð. Meðal annars minnist ég þess vel, þegar ungu hjónin í Leirhöfn riðu inn á samkomusvæðið. En hvað kom til að athygli mín, fimmtán ára stráks úr fjarlægri sveit tók svo mjög við sér? Þar kom tvennt til. Glæsileiki konunnar og það að sjá Helga í Léirhöfn og hans dásamlegu augu, sem sögðu svó margt gott um manninn. Helgi í Leirhöfn var s.s. þá þegar þckktur maður í Norður-Þingeyjarsýslu, þó að félagsmála- störf hans væru þá ekki orðin eins umsvifamikil og síðar varð. Hvað var það þá sem olli því að vegur unga bóndans í Leirhöfn átti svona greiðan gang til bændanna í sýslunni? Þar ber fyrst að nefna, að á þessum árum voru allir hugsandi bændur farnir að sjá það, að umbætur í búskap næðust seint eða aldrei með þeim aðferðum, sem notaðar voru við sléttun og stækkun túnanna. Úr Noregsferð sinni kom Helgi með þekkingu og grasfræ og ræktaði sáðsléttur stærri og gras- meiri en önnur tún. Þetta framtak hafði ótrúlega mikið að segja í búskaparmálum Norður-Þingey- inga, þó hægt færi til um 1930. að búnaðarsam- bandið keypti tvær dráttarvélar til að brjóta land hjá bændum. Það sagði Guðni Ingimarsson á Hvoli, frændi Helga, sem var formaður B.S.N.Þ. í 28 ár, að hann efaöist um það, að sambandið hefði ráðist í þessi vélarkaup, ef ekki hefðu veriö til staðar sáðslétturnar í Leirhöfn. Helgi var einn af stofnendum Búnaðarsam- bands Norður-Þingeyirjga 1927, og sat í stjórn þess frá stofnun og í áratugi. Um langa tíð var hann búnaðarþingsfulltrúi og sýslunefndarmaður. Mörgum fleiri trúnaðarstörf- um sinnti hann um lengri eða skemmri tíma. Heiðursfélaei var hann í Búnaðarsambandinu. Eitt sérstæðasta afrek Helga má vafalaust telja bókasafn hans, sem er talið eitt það mesta og heillegasta í eigu einstaklings. Meiri hluti bókanna er bundinn af honum sjálfum í fagurt band og vandað. Stundaði hann þá iðn, ásamt skinnasaum, fram á elliár. Þetta mikla verk gáfu þau hjónin sýslunni fyrir allmörgum árum, og er það nú sýslubókasafn N-Þingeyjarsýslu. Til marks um það, hve Helgi var snemma áhugasamur bókamaður, má geta þess, að þegar hann var ungur gekkst hann fyrir stofnun lestrar- félags. Það félag keypti eingöngu bækur á erlendum málum. Stofnfélagar voru 50. Þetta er að því leyti merkilegt, að málakunnátta sveitafólksins skyldi vera svona almenn á þessum árum. Helgi sagði mér sjálfur frá þessu og bætti við, að það hefði ekki síst verið eldra fólkið, sem las fullum fetum Norðurlandamálin. Eins og áður getur, giftust þau Andrea og Helgi árið 1923. Þeim hjónum varð sjö barna auðið. 1. Jóhann f. 20. júní 1924, bóndi í Leirhöfn. 2. Birna f. 20. apríl 1927, d. 4. sept. 1928. 3. Jón f. 7. júlí 1929. raffræðingur í Reykjavík. 4. Helga f. 28. des. 1930, húsfreyja í Garði í Núpasveit 5. Hildurf. 28. des. 1930,húsfreyjaíReykjavík. 6. Birna f. 20. apríl 1932, verlsunarmaður í Reykjavík. 7. Anna f. 13. janúar 1943, húsfreyja á Kópa skeri. Öll hafa þessi systkini erft gáfur og manntak sinna foreldra. Mér finnst það ekki mega minna vera en að við bændurnir í Norður-Þingeyjarsýslu, sem enn „stöndum á eyri vaðs", þökkum þér gamli vinur fyrir leiðsögn þína á sviði framfara og menningar í héraðinu. Óska ég þér svo góðrar ferðar, og vona að þú fáir þó af og til að líta norður yfir Leirhafnarskörð, og sjá kvöldsólina gylla tún og byggingar, vatn og vog þegar miðnætursólin er. ekki enn gengin bak við Rauðanúp. Ekkju Helga og ættingjum sendi ég samúðar- kvcðiu' Eggerl Ólafsson Laxárdal. Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþœtti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum Islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.