Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 8
Jón Vilhjálmur Sigurðsson, Vitabraut 13, Hólmavík Fæddur 6. júlí 1915 Dáinn 4. maí 1983 í'ú komst ungur svofrjáls ífasi áfögru vori. Snar tim klungur þótt stafkarl hrasi þar, stjarfur i spori. Oft á randi vid ær á Nesi. Til ýmsra þarfa á sjó og landi. Að svoddan vési þú sást oft starfa. Þegar ég frétti látiö hans Villa kom ofangreint í hugann er ég minntist veru hans sem unglings hjá Matthíasi á Kaldranancsi. Skemmtilegur. röskur drengur, scm deyfö og drungi náði aldrei tökum á. Sást oft á þeytingi til að sinna búsþörfum húsbændanna. Síðar sótti hann gæfu sína í svcitina okkar með hryssingslega nafninu, þegar hann kvæntist frænku minni, Jakobínu Áskelsdóttur frá Bassa- stöðuni, en við erum systkinabörn. Vilhjálmur var fæddur á ísafirði. Sigurð Árna- son fööur sinn missti hann d ára gamall. en móðir hans. Guðmundína Jónsdóttir lést fyrir rúmu ári. Hún var um tíma á Kaldrananesi og rétti þá okkur hjónunum hjálparhönd í veikinda tilfelli. Það var ekki ónýtt að eiga hana Mundu að. Hún var ákaflega dugleg kona, stórfróð og víðlesin. Vin- átta hcnnar var engin uppgerð. Hennar minnist ég meö scrstakri virðingu. Þau Villi og Bína hófu búskap á Kaldrananesi. 1939 og voru hér í hreppi fram á haustið 1944 að þau fluttust til Hólmavíkur. Þar stundaði hann sjómcnnsku. vélgæslu og akstur vörubifrciða. Fastráðinn vörubílstjóri varð hann hjá Kaupfé- lagi Steingrímsfjarðar Hólmavík áriö 1969 og hélt Guðmundur Gíslason, frá Grund, Stykkishólmi Fæddur 2. ágúst 1896 Dáinn 28. maí 1983 Minning um niætan mann. Guðmundur Gíslason frá Grund. Stykkishólmi var fæddur 2. ágúst 1896 í Elliðaey. sonur Gísla Bjarnasonar og Ólínu sem þar bjuggu. en fluttu síðan í Stykkishólm. Guðmundur giftist 1923. Jóhönnu Sveinsdóttur frá Gaul, sunnanfjalls. Hann stundaði alla þá vinnu scm til féll sér og sínum til viðurværis eins og þá var. hjá þeim sem vildu standa á eigin fótum. Fyrst á skútum. árabátum og mótorbátum, þegar þeir komu, síðan almenna verkamannavinnu í Stykkishólmi þar til að þau hjónín fluttu til Reykjavíkur 1953. 8 Eftir að suður kom vann Guömundur hjá borginni til ársins 1971 að hann hætti vinnu. Jóhönnu konusína missti Guðmundur I970ogvar þaö honum mikill missir. Mér er minnisstætt er ég hitti þau hjónin á göngu við höfnina þar sem þau voru að njóta samverunnar og umhverfisins eins og nýtrúloíað kærustupar, það strcvmdi frá þeim hlýjan og elskulcghcitin. Síöustu æviárin var Guðmundur á Hrafnistu í Rcykjavík og líkaði þar afar vel. Guðmundur hafði þann hæfileika að aðlaga sig þeim aðstæðum scm hann bjóvið íhvertsinn.hvaroghvernigsem þær voru. Hann gat alltaf með sinni einstöku hógværð. prúðmennsku og græskulausu glettni því starfi með sóma fram á s.l. ár að heilsubilun kom í veg fyrir áframhald á slíku. Á liðnu sumri hóf K.S.H. starfrækslu söluskála með ferðamannavörur og olíur í nýju íbúðarhverfi á Hólmavík. Þar vann Villi ásamt öðrum og var það hans lokastarf hjá kaupfélaginu, sem hafði notið vinnusemi hans um langan tíma. Villi Sig. eins og hann var venjulega kallaður. kom sér alls staðar vel vegna trúmennsku í störfum. Ekki dró heldur úr vinsældum hans hin létta lund er hann var svo ríkulega gæddur. Spaugsemi var honum eðlislæg og kom öllum í gott skap er með honum voru að hverju sinni. Eflaust hefur það skaplyndi komið að góðum notum við fjölmargar erfiðar ökuferðir um veg- leysur og í vetrarbyljum. Þau Vilhjálmur og Jakobína áttu 6 mannvænleg börn og eru þrjú þeirra búsett á Hólmavík: Sigurður. Kvæntur Aðalheiði Ragnarsdóttur. Svanhildur. Maður hennar er Jón E. Alfreðsson kaupfélagsstjóri. Jón. Kvæntur Dagnýju JúHusdóuur. Sóley. Maður hennar er Amór Grímsson vcrslun- arstj. Króksfjarðarnesi. Ásthildur. Einnig búsett í Króksfjarðarnesi. Áskcll. Kvæntur Magneu Símonardóttur. Þau eru í Reykjavík. Útför Vilhjálms fórfram 14. maífrá Hólmavík- urkirkju. en þar hafði hann lcngi vcrið meðhjálp- ari. Þar var óvenju fjölmennt. Villi. Ég veit að margir minnast ánægjulegra kynna við þig og telja sig hafa haft drjúgan ábata af. Við Inga erum þar engin undantekning. Við heimsóttum ykkur hjónin daginn áður en þú fórst að heiman í síðasta sinn. Þótt sjúkleiki þinn væri auðsær varstu sama æðrulausa kempan og jafnan áður. Rifjaðir m.a. upp skemmtilegar stundir frá æskudögunum. Við þökkum þér öll skemmtilcgu samskiptin og erum þcss fullviss að við ströndina hinum megin verða þér allir vegir greiðir. Jafnframt sendum við öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð við fráfall þessa ágæta fjölskylduföðurs. Ingimundur á Svanshóli. gert gott úröllu. Mér er hann einmitt minnisstæð- astur fyrir þessa eiginleika. Hann var aldrei svo stór að hann gæti ekki talað við strákpjakk. Hann undi alla tíð glaður við sitt. sóttist ekki eftir veraldar gæðum. átti alltaf hlýju og alúð til aðgefa umhverfinu. hjá honum voru allir jafnir. Frá honum kom alltaf sama hlyjan og góðlátlega glettnin. Érlingur Viggósson. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.