Íslendingaþættir Tímans - 04.08.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 04.08.1983, Blaðsíða 6
Gunnlaugur Fálsson arkitekt Kæddur 25. mars 1918 Dáinn 14. júlí 1983 Fyrir mörgum árum var ég á gangi framhjá eyðibýli einu á Vestfjöröum, þar sem bærinn stóð enn uppi, allt sveitarfélagið mannlaust, allir fluttir burt. Þá birtist allt í einu aldurhniginn maður og heilsaði mér mjög hlýlega. Hann sagði að á þessum litla bæ hefði hann alist upp ásamt fjórtán systkinum og í þá tíð hefði það verið venja að láta engan fara framhjá bænum án þess að bjóða honum inn og þiggja góðgerðir. Nú stæði svo á að hann og hans fólk væri statt þarna í nokkra daga og vildi hann bjóða ntér inn. Ég þáði boðið með þökkum. Þetta var vestfirsk gestrisni og höfðingsskapur. Mér dettur þetta litla atvik í hug þegar ég minnist vinar míns og samferðamanns Gunnlaugs Pálssonar. Gunnlaugur var fæddur 25. mars 1918 á ísafirði. Foreldrar hans voru Málfríður Sumar- liðadóttirog Páll Kristjánsson. byggingarmeistari, sem lifir son sinn í hárri elli. Gunnlaugur varð ungur byggingarmeistari, en með dugnaði og bjartsýni dreif hann sig til lengra náms og varð arkitekt frá Det kgl. Akademi for de skönne Kunster. í Kaupntannahöfn árið 1944. Einnig stundaði hann framhaldsnám í Kungl. Tekniska Högskolen-í Stokkhólmi. Á æskuárum Gunnlaugs ríkti engin lognmolla á Isafirði. Mikil átök áttu sér stað í stjórnmálum og almennur áhugi var þar um þjóðmálabarátt- una. Gunnlaugur rnun mjög hafa mótast af þeim tímum. Hann var ákveðinn í skoðunum, trúði á landið og framtíð þess og örvaði unga menn til dáða og framkvæmda, komandi kynslóðum til góðs. Skömmu eftir að Gunnlaugur hafði lokið námi kvæntist hann Áslaugu Zoéga. mikilli mannkosta konu. Eignuðust þau fjögur börn, sem eru öll mjög vel af guði gerð. Mikil gestrisni hefur ávallt ríkt á heimili þeirra Áslaugar og Gunnlaugs, og hefur öll fjölskyldan verið sérstaklega samhent um að láta öllum líða vel sem á heimilið hafa komið. Þaðan hafa örugglega fáirfarið án þess að hafa þegið góðgerðir. Síðustu mánuði hefur verið háð hetjuleg barátta af Gunnlaugi við óvin sem reyndist ósigrandi, en við hlið hans stóðu Áslaug og börnin eins og klettar sem veita skjól. Mótlætið var þín miskunn bezta, meðlœtið einskœr náðin mesta; hvorstveggja þörf í heimi er, hvorttveggja og þú veittir mér. Varðveit þú faðir, mig og mína, á miskunn fel ég oss alla þína; gef oss lastvart að lifa hér, og loks í dýrð hjá sjálfum þér. (B.Th.) Ég og konan mín eruni innilega þakklát fyrir liðnar samverustundir og vottum Áslaugu, börn- ununi, Páli föður Gunnlaugs og öðrum aðstand- endum samúðar. Björn Guðbrandsson Kjartan Bjarnason Fæddur 8. septembcr 1918 Dáinn 1. júní 1983 Fyrir tæpum 12 árum renndi yfirhlesst fjalla- bifreið í hlað á Þuríðarstöðum í Fljótsdal. Úti stóð maður um fimmtugt, grannvaxinn, frekar í lægra lagi, kankvís í svip og knálegur í hreyfingum. Með hlýju handabandi og hressilegum orðum heilsaði hann komumönnum. Kjartan bóndi var þarna að taka á móti „skæruliðum" Orkustofnunar, en hann var fylgdarmaður þeirra og fleiri starfshópa stofnunarinnar í nokkur sumur um túndrur Fljóts- dalshéiðar. Þetta var sumarið 1917. Þá hófust kynni mín af heimilisfólkinu að Þuríðarstöðum, Kjartani bónda, Ágústu húsfreyju, börnum þeirra hjóna Jónasi og Guðnýju, sumarpiltinum Bjarna, hundinum Lappa, tveim rauðum merum og klárn- um Jallasi. Rannsóknasvæði okkar náði frá Hólmsvatni og inn undir Eyjabakka, legið var við í tjöldum eða gangnamannakofum, en Þuríðarstaðir voru aðal- miðstöðin milli úthalda. Upp á heiðina og eftir henni þurfti að flytja viðlegubúnað og vísindatæki 6 á trússhestum og öll meiriháttar ferðalög og flutningar eftir heiðinni fóru fram á hestum. Kjartan var leiðsögumaður okkar og sá um hirðingu hesta og reiðings auk aðdrátta neðan úr Fljótsdal og reyndist hinn traustasti í hvívetna. Á heiðinni þekkti Kjartar. hverja hundaþúfu og ratvísi hans í þoku var undraverð. Nærgætni við gróðurlíf heiðarinnar og í meðferð hestanna var honum eðlislæg og a.mk. tveir leiðangursmenn fengu þarna sína fyrstu tilsögn í hestamennsku. Glaðværð og röskleiki fylgdi Kjartani og á baki rauðu merinni átti hann kórónulaus „ríki og álfur“. Raddbönd voru ekki spöruð þetta sumar, við áttum heiminn. Að kvöldi dags í tjaldi eða kofa flutti Kjartan kímnisögur með tilheyrandi látbragði eða sagði frá atburðum tengdum heið- inni. Léttleiki hans og stráksskapur gerði annars erfiða vist að ógleymanlegu ævintýri. Með þessum fátæklegu orðum í minningu Kjartans Bjarnason- ar fylgir þakklæti fyrir sumarið 1971 og vináttu síðan. Ágústu, Jónasi og Guðnýju sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Benjamínsson íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.