Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 24. ágúst 1983 — 32. tbl. TÍfVIANS 100 ára minning Valdemar V. Snævarr skólastjóri 22. ágúst 1983 eru 100 ár liðin frá fæðingu Valdemars V. Snævars skólastjóra og sálma- skálds. Af því tilefni er viðeigandi að minnast hans og verka hans nokkrum orðum, því að hann var um margt sérstæður.maður og fparfur sinni samtíð. Eftir hann liggja allmargir sálmar og andleg ljóð. Hafa sálmar hans ýmsir verið í sálmabók þjóðkirkjunnar nú um áratugi. Fyrir framlag sitt til sálmabókarinnar er hann vafalaust kunnastur meðal þjóðarinnar.og líklega mun það halda nafni hans lengst á lofti. Fer vel á því og sannast þar hið fornkveðna, að listin er löng þótt lífið sé stutt, Því miður hef ég ekki tök á að fjalla sérstaklega um sálmakveðskap Valdemars, enda varla á mínu færi að gera slíku efni skil. En vel finnst mér sem leikmanni sálmar hans sóma sér bæði að orðfæri og efni meðal verka annarra sálmaskálda, sem finna má í sálmabókinni. Vona ég að tíska eða trúfræði verði ekki til þess að turna þeim smekk sem því réði að sálma Valdemars er að finna í sálmabók þjóðkirkjunnar. Þar eiga þeir heima, enda ætlaðir til söngs. Og sálmar eru ekki annað en trúarlegir söngtextar. 1 því er gildi þeirra fólgið. Samtíð sinni var Valdemar Snævarr þó ekki sálmaskáld einvörðungu. Við, sem munum hann í starfi og fullu lífsfjöri, minnumst hans fyrst og fremst sem skólastjóra og æskulýðsleiðtoga. Þegar að loknu gagnfræðaprófi tók hann að segja til börnum í heimasveit sinni, Svalbarðsströnd, en fasta skólakennslu hóf hann tvítugur að aldri á Húsavík, sem þá var lítið þorp (rétt eftir aldamót- in), og var þar skólastjórj í 11 ár til vors 1914. Þá gerðist hann skólastjóri barnaskólans á Nesi í Norðfirði, þar sem nú heitir Neskaupstaður. Þar starfaði hann nærri 30 ár, en lét af störfum 60 ára gamall árið 1943. Aðalævistarf sitt vann hann því á Norðfirði. Hann sá staðinn vaxa og tók þátt í að móta þennan vöxt að sínu leyti og þann mikla viðgang sem varð á þessum áratugum, sem hann átti þar heima. Hann var forystumaður í skóla-, uppeldis- og æskulýðsmálum og fór það svo vel'úr hendi, að ég hef aldrei heyrt annað en hrós um skólastjórn hans og menningaráhrif. Sjálfurvar ég nemandi og skólaþegn Valdemars Snævars alla mína barnaskólatíð 1934-1940. Móðir mín var einnig nemandi Valdemars, enda var hann kenn- ari a.m.k. tveggja kynslóða Norðfirðinga. Þeir • elstu, sem á lífi eru, gerast nú gamlir, en miðaldra Norðfirðingar minnast hans einnig og er skylt að halda minningu hans á loft. Valdemar átti marga góða samstarfsmenn við skólann, sem vissulega mótuðu með honum skóla- og æskulýðsstarfið á Norðfirði á fyrstu áratugum þessarar aldar. Mér er þar efst í huga Sigdór V. Brekkan, bæði af því að hann starfaði lengst að kennslu flestra manna og lagði sig mjög fram um æskulýðsstörf, líkt og Valdemar, bæði í skólanum og í barnastúkunni Vorperlu nr. 64. Án þessara fórnfúsu manna-og fleiri - hefði félags- og menningarlíf á Norðfirði verið ærið miklu fábreyttara og fátæklegra. Valdemar Valvesson Snævarr var þingeyskur og eyfirskur að ætterni, fæddur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd 22. ágúst 1883. Móðir hans hét Rósa Guðrún Sigurðardóttir frá Mógili (f. 1857, d. 1909), en faðir hans, maður Rósu, var Valves Finnbogason, (f. 1848) bóndi á Þórisstöðum, alkunnur hákarlaskipstjóri og dugnaðarmaður í miklu áliti. Hann fórst í hákarlalegu með skipi sínu Nýja-Úlfi og allri áhöfn vorið 1884, þegar Valdemar var á fyrsta ári. Hann hafði því aldrei af föður sínum að segja, en ólst upp á ýmsum stöðum á Svalbarðsströnd með móður sinni sem mun hafa selt jörð og bú, þegar maður hennar drukknaði. 16 ára gamall sest Valdemar í Gagnfræðaskól- ann á Möðruvöllum og tók þar gagnfræðapróf. vorið 1901. Það var hans eina formlega skóla- menntun. Hugur hans stóð þó áreiðanlega til lengra skólanáms, enda voru námshæfileikar hans miklir, eins og sjá má af því að hann lauk gagnfræðaprófinu með sérstöku lofi, hlaut ágætis- einkunn 60 stig, sem fáir léku eftir. Tveimur árum síðar gerðist hann kennari áHúsavík,einsogáður segir, og ævistarfi hans þar með mörkuð sú braut, sem hélst alla tíð, lengst á Norðfirði. Valdemar kvæntist árið 1905 Stefaníu Erlends- dóttur frá Ormsstöðum í Norðfirði. Þau tóku síðar upp ættarnafnið Snævarr og halda niðjar þeirra því nafni. Af börnum þeirra komust 4 til fullorðinsára, Árni Snævarr verkfræðingur, síðar ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, nú látinn Laufey, kona Stefáns bónda Péturssonar í Bót í Hróarstungu, Stefán Snævarr prófastur á Dalvík og Ármann Snævarr, áður prófessor í lögum, nú hæstaréttardómari.. Þá ólu þau upp sem eigin dóttir væri Guðrúnu Ijósmyndara Guðmundsdótt- ur, konu Jóns Jónssonar jarðfræðings í Reykja- vík. Ekki fór milli mála að Valdemar Snævarr átti konu- og barnaláni að fagna, og mun þó hafa misst börn á ungum aldri eins og títt var áður, jafnvel fram eftir þessari öld þótt nú sé það breytt góðu heilli vegna framfara í heilsugæslu.og læknisfræði. Mér er heimili þeirra Stefaníu í „nýja" barna- skólanum á Norðfirði býsna eftirminnilegt. Þá var að vísu farið að fækka í heimilinu, þegar ég man eftir, enda ríkti þar ró og regla, ekki asi á neinum. Viðmót heimilisfólksins var Ijúfmannlegt við þá sem að garði bar, en þó er mér kannske eftirminni- legra hvernig þetta fólk talaði hvert til annars og umgekkst hvað annað. Allt var það á lágum nótum, en heyrðist skýrt og fannst ekki síðúr. „Nýi" barnaskólinn var reistur 1931, veglegt 'skólahús á þeirri tíð. Valdemar skólastjóri lét sér annt um það hús og fann mjög til ábyrgðar af vörslu þess. Hann tók nærri sér að þurfa að gefa húsið eftir til samkomuhalds, einkum dansleikja, sem stundum voru haldnir í leikfimissalnum, enda gátu þessar samkomur orðið sukksamar og reynd- ust það margar. Og auðvitað var allt húsið undirlagt á þessum böllum. Sérstaklega er í minnum hafður dansleikur 1. des. 1934, þegar löggæslumaður úr Reykjavík, sendur af dómsmálastjórninni til þess að kenna Austfirðingum löghlýðni, skaut af skammbyssu á nokkra norðfirska stráka, sem voru með ólæti, reyndar aðfÖr að þessum aðsenda löggæslumanni, sem þeim (strákunum) þótti gera sig óþarflega digran og vera of afskiptasamur af litlu tilefni að þeirra dómi. Löggæslumaðurinn úr Reykjavík þótti vaxa lítið af störfum sínum á Norðfirði þessa minnisstæðu nótt, en norðfirsku piltarnir urðu sér heldur ekki til mikils sóma, enda dæmdir fyrir. framferði sitt. En það sem heita má fáránlegt í þessu máli er að þessar óspekktir og byssuskot skyldu þurfa að gerast undir þaki hjá svo friðsömu

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.