Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 3
Eiríkur Vigfússon frá Tungu í Valþjófsdal Fæddur 8. maí 1892 Dáinn 7. janúar 1983 Fyrir og eftir aldamótin síöustu bjuggu, í meira en 40 ár, að Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði hjónin Guðrún Sveinbjarnardóttir og Vigfús Ei- ríksson skipasmiður. Þessi hjón eignuðust 10 börn, 5 dætur og5 syni, einn son misstu þau smábarn að aldri, en 9 börn komust til aldurs og urðu flest háöldruð. Tunga í Valþjófsdal er ekki mikil flutningsjörð eins og það var kallað hér áður fyrr, þó komu þessi hjón upp öllum barnahópnum ágætlega til manns hjálparlaust. Með þessum orðum mínum langar mig til að minnast eins þessara bræðra, þ.e. Eiríks, hann var fæddur 8.5.1892 en dáinn 7.1.1983. Auðvitað fóru þessi börn öll að vinna og hjálpa til við hverskyns störf eins fljótt og aldur og þroski leyfði. Bræðurnir fóru ungir að stunda sjó en lögðu þau störf þó ekki fyrir sig til lengdar. Kjartan fór snemma að hjálpa föður sínum við skipasmíðar og æfðist þá í að handleika sög og öxi. Öllum þessum bræðrum var útþráin í blóð borin. Allir sigldu þeir til útlanda, einn til að læra en þrír til að vinna. Kjartan og Kristján fóru ungir í siglingar og flæktust þá víða um heimshöfin. Þeir komu heim úr þessum ferðum haustið 1913 og voru þá heima um veturinn. Vorið 1914 héldu Kristjánicngin bönd. Hann réðist suður til Afríku- stranda að hvalveiðistöð sem þá var rekin þar. Honum fannst að þetta yrði hann að fara og það mætti ekki dragast úr hömlu. Svo réðist þessi draumur hans að áður en árið var liðið drukknaði hann af hvalveiðibáti suður í höfum. Mörgum þótti sem feigð hefði kallað hann til þessarar ferðar. Ungur að árum þótti Eiríkur með snjöllustu námsmönnum, og því var hann mjög hvattur til að fara í langskólanám og í menntaskóla var hann í þeirri trú Iifði hann og sigraði í Drottni okkar. Fáir hafa þurft að ganga eins erfiða braut og hann. Oftar en einu sinni stóð hann uppi allslaus. Það er ekki pláss hér að rekja það allt. en í gegnum sínar raunir fékk hann styrk til að standa. Um það segir hann í „Æviminning" sinni: „Margt hefur á dagana drifið. Drottinn minn ég þakka þér. Oft hefur mig úr hœttu hrifið höndin sterka Drottins hér. Oft var ég á vegamótum vissi ei hvert leiðin lá kunni lítið forráð fótum fékk ég hjálp frá Drotlni þá. “ Drottinn blessi minningu afa míns og gefi okkur náð til að taka öllu eins og hann gerði. Guðmundur Guömundsson einn vetur, en sökum féleysis hætti hann námi. Ég harma enn að okkar þjóð skildi tapa þessum hæfileikum til annars lands, því engumhefði hann brugðist í því sem honum var trúað til. Líklega var það vorið 1915, sem Kjartan unir ekki lengur á íslandi og hyggur hann á Ameríku- ferð og nú fær hann Eirík bróður sinn með sér. Þar og þá hefst dvöl Eiríks í því stóra og auðuga landi, en sú ferð stóð í nærfellt sjötíu ár. Þetta vor 1915 komu þessir bræður tll Vesturheims, mállitlir og félausir. Þeirra eini farareyrir var líkamleg og andleg hreysti, drenglyndi og næstum einstakir námshæfileikar. Það má segja að þessi heimanfylgja bræðranna frá Tungu, svo ágæt sem hún var, hafi einkennt heimanbúnað allra þessara systkina. Ég kynntist öllum þessum systkinum, nema Kristjáni heitnum, mjög vel og veit vel hvað ég segi hér um. Fyrst eftir að þeir Kjartan og Eiríkur komu vestur, leituðu þeir sér atvinnu víða um Bandarík- in og gekk þá á ýmsu fyrir þeim. í þessari atvinnuleit komu þeir til Chigagó borgar og fengu þar báðir atvinnu. Kjartan fékk starf sem trésmiður, og naut hann þess nú að hafa unnið að skipasmíðum, með föður sínum heima á fslandi. Eiríkur réðist að rafmagns fyrirtæki, sem hét Western Electrik, og undu nú þessir íslensku piltar vel hag sínum. Á þessum misserum bar svo til að þeir bræður hittu vestra ungan einhleypan íslending, sem hét Ari Eyjólfsson. Hann var síðar í þjónustu S.Í.S á íslandi. Þessir ungu menn bundust þvílíkum vináttuböndum, þar í Vesturheimi að þau bönd héldust án þess að slakna meðan þeim entist líf. Nú eru þeir allir fluttir yfir móðuna miklu, og eigum við ekki að trúa því að þeir hafi nú þegar rifjað upp forna vináttu. Allir sóttu þessir piltar kvöldskóla, sem ríkið rak. Þar var aðallega kennd ensk tunga, en fleiri voru þó námsgreinarnar. Þetta var fjölsóttur skóli, því margir voru innflytj- endurnir og af ýmsu þjóðerni. Þessir skólar voru nauðsyn, því fæstir útlendingarnir, sem komu til landsins, kunnu stakt orð í ensku, og þetta hjálpaði þeim til að lifa lífinu í þessu víðlenda, auðuga ókunna landi. Þegar til prófa kom í skólanum var Eiríkur alltaf hæstur en Kjartan og Ari næstir. Þetta vakti eftirtekt og var haft á orði að mikil gáfuþjóð hlytu fslendingar að vera, þegar þrem mönnum skyti þarna upp saman, sem væru svo miklir námsmenn. Þegar skólanum lauk var Eiríki boðin föst staða, hjá talsímafélaginu og naut hann þar námshæfni sinnar. Vann hann þar á skrifstofu í mörg ár og var síðast skrifstofustjóri. Árið 1930 fýsti Eirík til íslands. Hann langaði til að finna frændur og vini, auk þess vildi hann sjá hvernig íslendingar héldu þjóðhátíð í tilefni þúsund ára afmæli Alþingis. Kjartan sagði mér síðar að hann hefði ekki þorað í þessa ferð heim, hann óttaðist að hann væri öllum gleymdur. Þetta sumar kynntist ég Eiríki fyrst. Við Þórunn, yngsta systir hans, vorum þá gift, og um vorið höfðum við byrjað að búa á jörðinni hans föður míns. Eiríkur kom því til okkar, þetta sumar, og dvaldi hjá okkur svo vikum skipti. Það var alveg sérstök lífsreynsla, ég vil segja lífsfylling, að kynnast honum. Ef maður sat í sama herbergi og hann, þó hann segði ekkert og gerði ekkert leið manni vel í návist hans. Þetta var alveg sérstök tilfinning, sem ekki er hægt að lýsa, svo góð var hún. Á þessum árum eignuðust þeir bræður íbúðar- hús í Chígagóborg og bjuggu þar saman meðan báðir lifðu. Þessir bræður tóku allmikinn þátt í félagslffi fslendinga í borginni. Þeir höfðu báðir yndi af að spila brids og var bridsdeild stofnuð í félaginu. Þar var líka stofnað skákfélag og efnt til keppni í þeirri grein. Lang oftast vann Eiríkur þar fyrstu verð- laun. Þegar Eiríkur kom vestur úr íslandsferðinni 1930 var heimskreppan mikla skollin yfir. Þá var strax mikill samdráttur í öllum framkvæmdum á atvinnusviði. Þá var þeim bræðrum báðum sagt upp vinnunni. Stóðu þeir þá báðir uppi atvinnu- lausir, hófst nú aftur stríð í atvinnuleit eins og gerðist á fyrstu árum þeirra vestra. Þeir reyndu margt en flest misheppnaðist. Þó var þetta áfall þeim vægara en fyrr af því að nú áttu þeir hús yfir höfuðið og voru auk þess vel mæltir á enska tungu. Atvinnuleysisplágunni létti brátt eftir að hinn nýkjörni fatlaði forseti Bandaríkjanna tók við völdum. Þar kom að þessum bræðrum báðum var boðin sama vinna og þeir höfðu áður. Árið 1939 hófst síðari heimsstyrjöldin og þá tók við tímabil íslendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.