Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 6
Slíkar innileikakveðjur eru sjaldgæfar nú orðið. Amma strauk mér um kollinn og sagði: „Bless og takk fyrir allt, elsku besta stúlkan mín.“ Þannig var amma, en nú er hún ekki lengur. Ég kveð ömmu mína og þakka fyrir allt. Berglind Einarsdóttir. t Eitt sinn skal hver deyja. Þetta eru bæði forn og ný sannindi. Mér koma í hug þessi orð er kveðja skal aldna heiðurskonu, góða móður, ömmu og langömmu, frú Þorbjörgu Blandon, en hún lést á dvalarheimili aldraðra, Sunnuhlíð, í Kópavogi, aðfaranótt föstudagsins 22. júlí sl. Með Þorbjörgu er gengin mikil kona sem hafði lokið löngu ævistarfi enda var hún á nítugasta og öðru aldursári er hún kvaddi þennan heim. Það var fyrir hartnær 15 árum að ég kom fyrst á heimili hennarogÁrna E. Blandon sem lést fyrir 2 árum síðan. Kom ég þangað ásamt unnustu minni, Valgcrði Selmu, en sú var venja að væntanlegir makar kæmu þangað með barnabörn- unum. Þar hitti ég fyrir þau heiðurshjón og bar fundum okkar saman oft eftir það. Jafnræði var með þeim hjónum og enda þótt þau væru ólík að lunderni voru þau samhent og höfðingjar heim að sækja. Árni heitinn skrafhrcifinn en Þorbjörg einstaklega hlý í viðmóti. Hún hafði fá orð um hlutina en tilsvör hennar voru hnitmiðuð og má segja að henni hafi fundist þögnin betri en þarflaus ræða, með brosi sínu og viðmóti sagði hún svo ótalmargt. Mjög gestkvæmt var hjá þeim Þorbjörgu og Árna og eru mér minnistæð öll jólin er fjölskyldan kom saman á heimili þeirra, þangað til fyrir tveimur árum er heilsa þeirra megnaði ekki meir. Voru þar samankomnar dæturnar fjórar, tengdasynirnir. barnabörnin ásamt mökum og barnabarnabörnin, alls um 40 manns. Ein jól lá Þorbjörg heitin fótbrotin á sjúkrahúsi. en hún mátti ekki heyra minnst á annað en að fjölskyldan kæmi saman að venju á fæðingarhátíð Frelsarans. Það sýnir best hve afi og amma í Kópavogi voru ríkur þáttur í lífi fjölskyldunnar. að enda þótt fjölskyldan stækkaði mikið þá stóð heimili þeirra öllum jafnopið. Mér og fjölskyldunni voru þcssar samverustundir einstakar og einnig heimsóknir til þeirra á öðrum tímum, alltaf var þar sama hjartahlýjan. Þorbjörg amma fylgir nú manni sínum yfir móðuna miklu og ég kveð hana með söknuði en fullvissu um endurfundi þessara mjög svo sam- rýndu heiðurshjóna sem ólu sinn aldur saman á sjöunda tug ára. Blessuð sé minning Þorbjargar Blandon. Guðbjörn Björgólfsson t Mér er nær að halda að amma mín hafi lifað eftir því sem stendur í Biblíunni: „Allt hjá yður sé í kærleika gjört.“ Frá því ég fyrst man eftir og alla tíð síðan, sýndi hún mér kærleika, ástúð og umhyggju. Við, ömmu- og afabörnin, sem komum oft á heimili þeirra vorum aldrei látin finna annað en að við værum sérstakir aufúsugestir. Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkru sinni atyrt mig, þótt ég hafi efalaust einhvern tfma sem barn eða unglingur hegðað mér þannig, að ástæða væri til. Heimili afa og ömmu, fyrst á Háteigsveginum og síðar á Þinghólsbraut í Kópavogi, var mér alltaf sælureitur. Afi og amma voru miklir vinir og andrúmsloftið á heimilinu mótaðist af því. Amma hét fullu nafni Þorbjörg Jóney og var dóttir hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Gríms Benediktssonar á Kirkjubóli í Stranda- sýslu. Hún var fædd 5. desember 1891 á Kirkjubóli og ólst þar upp í fölmennum systkinahópi. Hún giftist afa mínum Árna Blandon árið 1916 og þau hófu þá búskap í Neðri-Lækjardal í Austur-Húna vatnssýslu. Þar bjuggu þau í 30 ár eða til ársins 1946, og í Neðri-Lækjardal fæddust dæturnar fimm: Sigríður. Ingibjörg, Valgerður, Þorgerður mamma mín og Erla. Þær lifa allar foreldra sína nema Sigríður, sem andaðist í Englandi 1968. Þegar þau hættu búskap fluttu þau til Suðurlands. Afi vann á Skattstofunni í Reykjavík lengst af eða til 77 ára aldurs. Hann andaðist í maí 1981, en hafði þá verið rúmfastur í nokkur ár. Þann tíma annaðist amma mín afa af einstökum kærleika. Þeim kærleika mun ég aldrei gleyma. Hún sat við rúmið hans með handavinnuna sína, las fyrir hann af blöðum og bókum og reyndi að gera honum lífið eins gott og hún gat. Eftir að afi dó dvaldist amma til skiptis hjá dætrum sínum, en síðasta árið í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, þar sem henni var hjúkrað og annast einstaklega vel um hana. Ég er þakklát starfsfólkinu þar fyrir hvað það var gott við ömmu. Hún andaðist í Sunnuhlíð 22. júlí sl. Ég þekki ekki margt frændfólk mitt, sem ættað er frá Kirkjubóli, en það sem ég þekki finnst mér líkjast ömmu. Og ég veit að amma mín átti góða og vel gerða foreldra. Hún var í 2 ár í Kvennaskól- anum í Reykjavík og hún átti auðvelt með að leiðbeina ömmubörnunum sínum við nám ef þau þurftu þess með. Hún var vel gefin kona og ég vona að litlu börnin mín erfi góða eðliskosti. sem amma mín átti svo mikið af. Vegna þess hve ung þau cru muna þau ekki þessa langömmu sína. en ég mun segja þeim frá ömmunum og öfunum mínum, sem nú eru öll dáin. Þau voru góð og ég er þakklát fyrir að hafa átt þau öll. „Allt hjá yður sé í kærleika gjört.“ Mér er amma minnisstæð fyrir kærleika hennar, rósemi og góðvild. Fyrir hlýjuorðin, sem hún sagði við mig allt til hins síðasta. Fyrir það hvað hún lét sér annt um mig og mína, eftir að ég eignaðist eiginmann og börn. Fyrir æðruleysi hennar þegar líkamskraftarnir biluðu smátt og smátt. Fyrir hvað trú hennar var staðföst. Hún kvaddi mig oftast á þessa leið: Þakka þér fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir mig og Guð blessi þig. Mig langar að kveðja ömmu á sama hátt: Þakka henni fyrir allt og Guð blessi hana ömmu mína. Arnhciður E. Sigðurðardóttir t Hinsta kveðja til Þorbjargar Blandon frá Neðri Lækjardal. Drotlinn hvíld og frið þér fœri, frá er vegferð þín á jörð. Æðri heimur endurnœri anda þinn í laufsins hjörð. Lengi geymast fyrri fttndir, flest er nú með öðrum brag. Fyrir margar fagrar stundir fœrum við þér þökk í dag. Allt sem lifað er á jörðu er I minni drottins geymt, jafnt við sól og Itretin hörðtt hefur tímans elfur streymt. Minningarnar yl í œðum endurvekja og skýra sig, geymi þig nú guð í hæðum gamlir vinir kveðja þig. Systkinin á Neðri Mýrum Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar / í Islendingaþætti eru vinsamlegast beðnir að skila vélrituðum handritum 6 íslendingaþ*ttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.