Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 7
Soffía Sigríður Jónsdóttir Sigurjón Halldórsson Framhald af bls. 8 að skapa hlýlegt andrúmsloft, enda bar þar oft gesti að garði. Við vonuðum því öll, sem næst þeim stóðu.að þau ættu eftir að eiga mörg ár saman, en þá bar að skugga. Fyrir tæplega 2 mánuðum gekkst Soffía undir hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í London, hún kom heim nokkuð vel hress og allt lofaði góðu, en skyndilega kom kallið. Ég sagði við 3 ára dóttur- son okkar, sem oft kom til Soffíu og gat gengið þar að leikföngum, „Soffía er dáin“ og hann spurði samstundis „Af hverju?" Við spyrjum öll, jafnt bömin sem hinir fullorðnu. Hver ræður skapadægri? í kristaltæru ljóði Guðmundar Böðvarssonar er erindið, sem er upphaf þessara fáu kveðjuorða minna. Par spyr skáldið, hið hrifnæma náttúru- barn, um dulmögn þau og kraft, sem verja hinn veikasta gróður. Og skáldið og við öll fáum svar, þegar jurtin, sem var helfrosin í vetrargaddi, skýtur frjóöngum móti hækkandi sól að vordegi. Blómin sem lifðu af helkuldann, minna á lífið eftir dauðann. Kristin trú gefur okkur fyrirheit um hið sama. Soffía kom sem sólargeisli inn í líf bróður míns og fjölskyldu okkar, hennar er sárt saknað, en hún skilur eftir fagrar minningar. Við Selma, og öll okkar fjölskylda, vottum Karli bróður, systkinum Soffíu og öðrum vanda- mönnum innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Jón Gunnlaugsson. t Soffía Jónsdóttir gamall sveitungi minn og vinkona, fæddist á Bessastöðum í Fljótsdal 8. nóvember 1917 ein í 19 barna systkinahópi en af þeim stóra hópi lifa nú aðeins sex. Foreldrar hennar voru þau Anna Jóhannsdóttir Frímanns og Jón Jónasson bóndi þar. Á milli heimilanna Valþjófsstaðar og Bessastaða var góð vinátta frá fornu fari, og var Soffía Sigríður eins og hún hét fullu nafni, nefnd eftir prestshjónunum frú Soffíu og séra Sigurði Gunnarssyni, er voru á Valþjófs- stað næst á undan foreldrum mínum. Ég þekkti Soffíu síðan hún var barn eins og önnur systkini hennar, þau er upp komust. Hélst þessi kunningsskapur eftir að við vorum báðar fluttar til Reykjavíkur og reyndist hún mér alltaf sama góða stúlkan sem ekki mátti vamm sitt vita > neinu er henni viðkom. Soffía vann ýmis störf hér í Reykjavík. hvarvetna af hinni sömu prýði sem henni var lagið. en hún var óvenju prúð í allri framgöngu. Síðast við kaffigæslu Breíðholtsskóla Hin síðari ár bjó hún við nokkra vanheilsu, sem hún, þegar kallið kom, virtist hafa unnið bug á eftir velheppnaðan uppskurð fBretlandi. Soffía var gift Karli Gunnlaugssyni klæðskera sem reyndist henni hinn tryggasti vinur unz yfir lauk. Blessun Guðs fylgi þér. Soffía mín, og hafðu þökk fyrir viðkynninguna. Þórhalla Þórarinsdóttir íslendingaþættir Tungu Mér voru sögð þau tíðindi að Sigurjón Halldórs- son bóndi í Tungu í Skutulsfirði hefði orðið bráðkvaddur að kvöldi 2. júlí, er hann var nýkominn heim af kjörmannafundi búnaðarfélaga í N orður-ísafj arðarsýslu. Mig langar til að minnast hans með fáeinum orðum. Hann var fæddur í Tungu 24. febrúar 1912. Foreldrar hans voru hjónin sem þar bjuggu lengi síðan, Halldór Jónsson og Kristín Hagalínsdóttir. Halldór var alinn upp í Tungu, en Kristín var Önfirðingur, en í Tungu bjó Vilhjálmur Pálsson, móðurbróðir hennar frá Hóli í Önundarfirði, og . var hann raunar mágur Halldórs. Tveir voru synir þeirra hjóna, Halldórs og Kristínar, Sigurjón og Bjarni, einu ári yngri. Þeir ólust upp í Tungu, unnu við bú foreldra sinna og tóku við af þeim. Halldór bjó af forsjálni og myndarskap og þeir bræður héldu starfi hans áfram. Þeir voru í fremstu röð sem bændur. Sauðfé þeirra var afurðagott og kúabú þeirra ekki síður, enda var stundum ekki vitað um afurðameiri mjólkurkú á íslandi annars staðar, en í þeirra fjósi. Þeir voru dýravinir og höfðu yndi af skepnum. Fannst mér jafnan friðsæll unaður móta daglega umgengni þeirra við búfé sitt. Þess varð ég var að sumum þótti með ólíkindum hve rólega slíkir hirðumenn tóku því að kindur frá þeim gengju í túninu en þeir gátu vel unnt fé sínu að njóta góðra grasa. Það þótti annálsvert um þá bræður, Sigurjón og Bjarna, hve lengi fram eftir aldri þeir tóku þátt í kappgöngum skíðamanna. Þegar Mjólkursamlag Isfirðinga var stofnað, var Sigurjón kosinn í stjórn þess og var þar varaformaður alla tíð meðan ég fylgdist með málum þess., Persónulega stendur mér næst að minnast starfa hans þar. Hann var hinn ákjósan- legasti samstarfsmaður á því sviði; félagslyndur, hófsamur, glöggur og ákveðinn í skoðunum. Okkur fannst stundum heldur þungt undir fæti með fjáröflun til að byggja upp mjólkurstöð, sem samboðin væri metnaði framleiðenda og nauðsyn neytenda. Kunnum við ekki önnur ráð en ganga fyrir allar peningastofnanir héraðsins og leita lánsfjár. Aldrei stóð á Sigurjóni í Tungu að taka á sig ábyrgð á þeim víxlum okkar. Og mikill styrkur var að hafa svo tillögugóðan mann, raunsæjan og öruggan, þegar ákvarðanir þurfti að taka. Sigurjón gerði það af þegnskap fremur en metnaði að taka sæti í félagsstjórnum. Hins vegar var hann það tillögugóður og velviljaður, að menn sóttust eftir honum til slíkra trúnaðarstarfa. Hann hafði öll einkenni hins trausta félagsmanns, sem gerir samvinnu og félagsstörf að unaði. Því minnast félagarnir hans með þakklæti og trega. Það veit ég, að á nú við um þá, sem unnið hafa að félagsmálum bænda í Norður-ísafjarðarsýslu eða Mjólkursamlagi lsfirðinga. Og sama veit ég er um jafnaldra hans, sem ólust upp í firðinum áður en Eyrarhreppur sameinaðist Isafjarðarkaupstað. Sigurjón var ógiftur alla ævi og barnlaus. Þeir bræður höfðu samið um að afhenda granna sínum einum kýr sínar í haust og hugsuðu sér að sinna léttari og umsvifaminni búskap í ellinni, enda búnir að.skila góðu dagsverki með miklum sóma. Sigurjón kvaddi því félaga sína á mjólkursamlags- fundi í vor. En nú hefur hann verið kallaður frá þessum félagsskap og búsýslu án frekari fyrirvara. Vonirnar um rólega elli á búi sínu fá ekki að rætast. En ferill hans var bjartur og skuggalaus. Þess er gott að minnast. Halldór Kristjánsson. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.