Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 3Í. ágúst 1983 — 33. tbl. TIMANS Ásta Margrét Guðlaugsdóttír Fæddl2.júlíl916 Dáin 22. ágúst 1983 Ásta Margrét Guðlaugsdóttir fæddist í Reykja- vík 12. júlí 1916. foreldrar hennar voru frú Þuríður Guðrún Eyleifsdóttir, saumakona, frá Árbæ við Elliðaár og Guðlaugur Guðlaugsson, bifreiðastjóri, frá Þverá á Síðu. Hún var elst fimm systkina, en hin eru Elín, Leifur, Erlendur og Guðrún. Framættir hennar, kunnar og traustar, sunnlenskar og skaftfellskar, eru raktar f ættartölu- bókum Guðna Jónssonar og Björns Magnússonar um Bergsætt og Vestur-Skaftfellinga. Ásta ólst upp í Árbæ og á Frakkastíg 26 í Reykjavík og stundaði nám í Kvennaskólanum þar, en lærði einnig kjólasaum hjá Rebekku Hjörtþórsdóttur og varð meistari í þeirri iðngrein. 14. september 1935 giftist hún Björgvin Kristni Grímssyni, og bjuggu þau fyrst í hluta risíbúðar í áðurnefndu húsi á Frakkastígnum. Bæði unnu þau um skeið í smjörlíkisgerðinni Smára, en stofnsettu síðan Kjólabúðina sem staðsett var á Bergþórugötu 2 og var um hríð helsta tískuverslun í Reykjavík. Þeím búnaðist vel og komust í góð efni.En heimsstyrjaldarárin og hin næstu á eftir voru umrótatími, og margt sem virtist standa föstum fótum kollsteyptist, - og svo fór um Kjólabúðina. íbúð sína misstu þau og leita varð fanga á nýjum miðum. Ásta og Björgvin fluttu í leiguíbúð að Miklubraut 42, og Björgvin gerðist starfsmaður hjá heildversluninni H.A. Tulinius í Austurstræti. Hagur batnaði smám saman, og svo fór í áranna rás að þau eignuðust-bæði vinnustað- inn og íbúðina. Ásta helgaði sig heimilisstörfun- um, en þegar þörf krafði vann hún í fjölskyldu- fyrirtækinu þau störf sem að kölluðu hverju sinni. Bæði fóru þau í allar innkaupaferðir til Evrópu- landa og völdu saman varninginn sem þau seldu meðan heilsa hennar leyfði. Síðustu árin reyndust Ástu erfið. Margoft var hún dregin að landamærum lífs og dauða, en sterk lífsþrá vann svo oft sigur á sjúkleikanum að allir bjuggust við endurkomu hennar á Miklubrautina er hún var í þessum mánuði flutt í Landakots- spítala íþrettándaskiptiáþremurárum.en íþetta sinn vann dauðinn sigur. Ásta og Björgvin eignuðust fjögur börn. Elstur er Jóhann Sigurður, fæddur 1936. Hann hefur mestalla starfsævi sína unnið við hlið foreldra sinna að innflutningi. sölumennsku og afgreiðslu. Hann er kvæntur Klöru Sjöfn Kristjánsdóttur: Guðlaugur hét sonur er fæddist 1941 og dó sama ár. Dóttirin. Guðrún Erla, fæddist 1943. Hún er fóstra að mennt, kennari að atvinnu og gift þeim er þessar línur ritar. Yngstur er Guðlaugur,, fæddur 1946, viðskiptafræðingur og forstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Hann er kvænt- ur Þórunni Hafstein. Barnabörn Ástu eru 12 talsins og barnabarnabörn fimm. Ekki mun æviferill Áslu þykja viðburðan'kur, en handan við atburðina sjálfa leynist flest sem máli skiptir. Sögu hennar má skipta í tvo hluta, og getur sá síðari kallast Miklubrautarþátturinn, í íbúðinni þar leið Ástu svo vel að hún gat með engu móti hugsað sér að flytja þaðan brott. Útsýnið yfir Klambratún til Esjunnar var henni dýrmætt, og geðfelld umferðin þunga utan við eldhúsgluggann. Við áföll kemur fram hver innri styrkur býr með hverjum manni. Ásta sýndi í verki hvernig hinir þrekbúnu bregðast við þrengingum. Af alúð og metnaði lagði hún sig fram um að búa börn sín sem best úr garði. Einskis máttu þau fara á mis sem öðrum hlotnaðist. Hún innrætti þeim heiðar- leika, og prúðmannlega framkomu. { heiðri var hafður sá arfur að halda fullri reisn þótt móti blési. Reglusemi, nákvæmni og snyrtimennska ein- kenndu heimilisbrag. Er börnin hurfu að heiman og stofnuðu heimili sjálf beindi Asta umhyggju sinni að barnabörnunum og reyndist þeim frábær- lega. Gestrisni, umhyggja og sáttastarf urðu Ástu eins konar eldsneyti sem glæddi hamingju hennar. Mér hefur verið sagt að á yngri árum hafi Ásta , og Björgvin verið um margt ólík að hugðar- og viðfangsefnum, en með árunum varð samband þeirra svo traust að ég þekki enga hliðstæðu. Á sameiginlegum vinnustöðum unnu þau fyrir brauði sínu, og tómstundum vörðu þau saman - ýmist við að sinna skylduliði eða efla andlegan þroska. Þau voru leitandi fólk, höfðu áhuga á trúarlegri dulspeki og því viðfangsefni hvað við tæki eftir líkamsdauðann. Þau sóttu fundi og samkomur sálarrannsóknarfélaga, guðspekinga. og ýmissa trúarsafnaða án þess að ánetjast og skipa sér undir merki einnar kenningar og for- dæma aðrar, en iðkuðu raunhæfa hjálpsemi við fólk sem áföll hafði hlotið. Ég hef oft undrast hvernig standast má þá þolraun að búa og vinna samanogsækjasaman mannamót-jafntskemmt- anir sem aðrar samkomur. Ásta og Björgvin undu ekki einungis þessu hlutskipti heldur nutu þess. Ásta Margrét Guðlaugsdóttir var fremur smá- vaxin, grönn, dökkhærð og nokkuð hvassbrýnd. Mér fannst hún frönsk í útliti og að svipmóti. Hún var ekki mannblendin, vildi eiga og átti fáa vini en trausta. Fjölmörgum var hún þó málkunnug. Bóklestur var Ástu hugnanlegur: hún las m.a. ævisögur, dulfræðibækur, og fræðirit af ýmsu tagi, - en ekki skáldsögur.Ljóðelsk var hún í ríkum mæli. Eftirlætisljóð sín skrifaði hún í stílabækur. Þær munu geymast sem glöggur vitnisburður um þá vandvirkni og smekkvísi sem einkenndu verk hennar. Ég hygg að ekki sé ofmælt að Ásta hafi verið kjölfesta i' stórfjölskyldu, og sannast mí hið fornkveðna: enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Sárast bitnar það á Björgvin. Síðasta kvöldið sem þau áttu saman á Miklubrautinni ræddu þau saman um Sigurð Kristófer Pétursson og Björgvin las úr tímaritinu Ganglera sálminn- hans: Drottinn vakir. Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. Ég kveð Ástu tengdamóður mína, þakklátur fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og vona að sá ' lífsskilningur sem hún hafði öðlast verði sem flestum veganesti. Jón Böðvarsson. t Fædd: 12-7 1916 Dáin 22-8 1983 Við viljum byrja á því að minnast orða er amma sagði fyrir skömmu að þann dag bæði hún okkur að láta sig vita þegar hún myndi ekki lengur alla sína afkomendur. Þau amma og afi hafa ætíð svo langt sem við munum helgað líf sitt barnabörnum sínum jafnt sem börnum. Aldrei hefur það fyrir komið að afmælisdegi eða öðru tilefni væri gleymt og öllum þá gert jafnt undir höfði en það var ömmu mikils virði. Alltaf höfum við verið velkomnir á Miklu- brautina án þess að gera boð á undan okkur og^

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.