Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Side 1
ISLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur Í4. sept. 1983 — 34. tbl. TIMANS Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, leikkona Fædd 22. september 1901 Dáin 10. ágúst 1983 Hún lifði lífinu - lifandi Þessi orð hljómuðu oftar en einu sinni, þegar stór hópur vina og ástvina kvaddi Þórunni Sveins- dóttur leikkonu, sem var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 18. ágúst s.l. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir var fædd 22. september 1901 á Þingeyri við Dýrafjörð. Árið 1922 giftist hún Jakobi Einarssyni frá Finna- stöðum í Axarfirði. Á því sama ári bjargaðist hann af þilskipinu Talisman eftir miklar mann- raunir. Jakob og félagar hans þrír þóttu sýna fádæma hreysti, er þeir brutust til byggða í aftakaveðri gegn stórhríðarstormi. Heilt ár eftir þennan hörmulega atburð var Jakob rúmliggjandi og þungt haldinn af liðagigt. Með ástrúð og ósérhlífni konu sinnar og þess æðruleysis, sem ávállt prýddi hann, náði hann heilsu á ný þótt aldrei yrði hann jafngóður. Síðustu æviárin var Jakob mjög heilsuveill. Þá sýndi Þórunn enn hve miklum mannkostum hún var búin. Þrátt fyrir að hún væri hátt á áttræðis- aldri.annaðist hún mann sinn heima hjá sér. Aldrei heyrðust frá henni æðruorð, slík var nærgætni hennar, alúð og þolinmæði. Undir það síðasta varð þó ekki hjá því komist að Jakob yrði fluttur á sjúkrahús, þar sem hann andaðist eftir stutta legu árið 1979. Þau hjónin áttu þrjú börn og eina fósturdóttur. Þau eru Hólmfríður Sigurrós, sem er gift Þorsteini Jónssyni framkvæmdastóra, þau eru búsett í Reykjavík. Yngvi Brynjar rannsóknarlögreglu- maður á Keflavíkurflugvelli er kvæntur Ragnheiði Elínu Jónsdóttur, þau eru búsett í Keflavík. Sveinn Hermann húsasmíðameistari er kvæntur Grétu Jónsdóttur,þau eru búsett í Ytri-Njarðvík. Fósturdóttirin Þórdís Baldvinsdóttir er gift Einari Kjartanssyni fyrrverandi skipstjóra. þau eru bú- sett á Akranesi. Þórunn ólst upp í foreldrahúsum. Pálshúsi á Þingeyri, ásamt tíu systkinum. f þá daga var bilið breitt milli ríkra og snauðra og engar barnabætur eða almannatryggingar, þrátt fyrir sístækkandi barnahóp. í þá daga var algengt að heimili flosnuðu upp. eða börn væru send í fóstur. til þess að létta á örbirgðinni. Börnin voru ekki á framfæri foreluranna. eins og tíðkast í dag. þar til þau höfðu lokið háskólaprófi. Nei, á þessum tímum, fátæktar og örbirgða varð að senda börnin úr tööurhúsum, jafnvel áður en þau iiofðu aldur til að Ijúka barnaskólanámi - senda þau í vist. oft til vandalausra, svo þau gætu létt undir með heimilinu. Þégar Þórunn var barn þótti mjólk víða munað- arvara og að borða hrossakjöt gekk Guðlasti næst. Getum við, sem búum í velferðarþjóðfélaginu í dag, sett okkur í spor lítillar svangrar telpu, sem þarf að horfa á eftir örlitlum mjólkursopa ofan í yngsta barnið? Freistingin hlýtur að hafa verið mikil, að bragða ögn á þessum torfengna, en Ijúffenga lífsvökva. Getum við séð fyrir okkur byrgða glugga »áhyggjufulla móður og starandi barnsaugu fylgjast með því sem sýður í kraumandi potti á kolaeldavélinni? Sauðaþjófnaður, dettur kannski einhverjum í hug? Nei, góðhjörtuð 'manneskja hafði gefið húsmóðurinni bita af hrossakjöti og til þess að hlífa börnunum og heimilinu við miskunnarleysi, fordómafullrar samt/ðar, varð að fara með þessa lífsbjörg sem myrkraverk. Tóta litla, eins og Þórunn var gjarnan nefnd þá, var aðeins 13 ára þegar hún varð að yfirgefa öryggi föðurhúsanna. Övænt hafði boðist vinna fyrir hana sem húshjálp og barnagæsla hjá vanda- lausum í Reykjavfk. Það hefur verið erfið ákvörð- un móðurinnar að sækja um undanþágu. svo telpan mætti Ijúka fullnaðarprófi og fermast árinu fyrr en lög sögðu til um, svo hún gæti tekið þátt í lífsbaráttu heimilisins. Undanþágan fékkst, en var telpan undir það búin að sleppa úr heilu ári í skólanum? Þar var eitt vandamál - óyfirstíganlegt að virtist; það voru ekki til peningar til þess að kaupa atlas - landabréfabók, sem hverju barni í dag er færð, ókeypis á kostnað hins opinbera. Hvernig var hægt að sleppa úr heilu ári og standast erfitt landafræðipróf án þess að hafa aðgang að landabréfum yfir þau lönd, sem hún var að læra um? í þá daga var það aðeins á færi þeirra efnameiri að eiga atlas og slíkan dýrgrip átti einmitt skæðasti keppinautur telpunnar um efsta sætið, en að þeirri bók hafði hún ekki aðgang. Þá kom til skilningur og manngæska kennarans, sem fann til með þessu dugmikla og eðlisgreinda barni. Hann bauð telpunni að hún mætti sitja eftir í landafræðitímum og nota landakort skólans. Að loknu fullnaðarprófi, sem telpan stóðst með prýði, kom fyrirkona úr þorpinu til kennarans og taldi það misskilning að hún Tóta hafi orðið efst í landafræði, þann sess hlyti sonur sinn að hafa eins og ávallt áður. „Nei, frú mín, hér hefur enginn misskilningur átt sér stað,“ átti sá ágæti kennari að hafa sagt, „sonur yðar hefur ekki sýnt sömu eljusemi og einbeitni og hún Tóta litla, því fór sem fór.“ Alla tíð, síðan ég kynntist henni „Tótu litlu“, hafa mér fundist þessir eiginleikar vera hennar aðalsmerki; að sigrast á öllum erfiðleikum með þrotlausri eljusemi, eðlisgreind og óþrjótandi lífsgleði. Það væri efni í heila bók að gera skil, langri og viðburðarríkri æfi minnar kæru vinkonu. í dag- blaðinu Tímanum, hefur birtzt viðtal við Þórunni, einnig í Helgarpóstnum þar sem stiklað var á endurminningarbrotum liðinna áratuga. Þá kom hún fram í sjónvarpinu, á ári aldraðra og vöktu hreinskilin, en yfirveguð svör hennar mikla athygli. Þórunn hafði í blóðinu ósvikið listamannseðli. Hún mótaði úr tuskum, dagblöðum, leir og tré fjölbreytilegustu verk. Nær áttræðu sótti hún leikbrúðunámskeið sem haldið var í Reykholti í Borgarfirði og smíðaði þar leikbrúður, karl og kerlingu, sannkölluð gersemi. Að Norðurbrún 1 í Reykjavík fékkst hún við að móta í leir og fyrir stuttu átti hún marga skemmtilega gripi á sýningu aldraðra, sem haldin var á vegum Reykjavíkur- borgar. Þórunn hafði mikið yndi af söng, hún spilaði á píanó, lék á gítar og var síðustu árin í litlum kór, Söngerlurnar var hann kallaður, en kórnum stjórnaði María Markan óperusöngkona. Þórunn er af mikilli og kunnri ætt, Bergsætt, en af þeirri ætt eru ýmsir kunnir leikarar komnir, enda var leiklistin henni mjög hugleikin. Hún hóf fyrst afskipti af leiklist á Þingeyri 1911. Árið 1923 fluttist hún til Akureyrar ásamt manni sínum og voru þau þar í sextán ár. Mikil gróska var í leikhúsmálum á þessum árum, enda hafði Harald- i

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.