Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Blaðsíða 2
itsuttisriPffG Jenný Sigf úsdóttir Barkarstöðum, Miðfirði Fædd 27. júní 1895 Dáin 18. ágnst 1983 Það vill oft verða svo á skilnaðarstundu, þegar skiljast leiðir náinna vandamanna, að orð verðalítils megnug og jafnvel þögnin sjálf verður yfirsterkari og áhrifaríkari, því fyrir innri sjón raðast minning- ar og tala hver sínu máli. Myndin, sem mótaðist í samvist og samferð, verður auðlegð í sjóði hjartans. Þegar kvödd er hinstu kveðju tengdamóðir mín Jenný Sigfúsdóttir, er það svo margt sem þrengir sér fram í hugann, en þó gnæfir hæst myndin af hinni kærleiksríku móður og tryggu eiginkonu, sem best verður lýst með orðum Orðskviðanna, að væn kona er kóróna mannsins. Hún var fædd 27. júní 1895 á Rófu í Miðfirði, nú Uppsölum. Hún var eitt sjö barna þeirra merku hjóna, er þar bjuggu rausnarbúi um langt árabil, Sigfúsar Bergmanns Guðjtiundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, en þau voru af þekktum húnverskum ættum og af þeim hjórmm er nú fram ur Björnsson leikari drifið upp starfsemi þar. Frá Akureyri fluttu þau hjónin til Hafnarfjarðar þar sem þau keyptu lítið hús. Það voru krepputimar og enga vinnu að fá svo Jakob varð fljótt að fara til Siglufjarðar í atvinnuleit. Ekki dugði það þó til því húsið var selt ofan af þeim og fór Þórunn þá á eftir manni sínum til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu lengi. Á Siglufirði lék Þórunn mikið, m.a. í Rauðkuraunum, sem hinn kunni kennari og rithöfundur Sigurður Björgúlfsson samdi. Síðar lék hún niðursetninginn og Staðar-Gunnu í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen, tvö vandasöm verk í sömu sýningu, og.fékk prýðisdóma. Þórunn var með í sýningu á Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjóns- sonar undir stjórn Soffíu Guðlaugsdóttur leik- konu úr Reykjavík. Þegar síldin brást á Siglufirði lá leiðin til Keflavíkur þar sem Þórunn lék mikið, t.d. í Penelope eftir Maugham og Gimbli, undir stjórn Helga Skúlasonar, auk fjölda annarra hlutverka sem of langt yrði upp að telja hér. í Keflavík byggðu þau hjónin Þórunn og Jakob glæsilegt einbýlishús í félagi við annan. Þar bjuggu þau í mörg ár og þar hófust löng og farsæí kynni mín af þeim - kynni, sem ég mun ávallt búa að og varðveita í huga mínum og hjarta. Ég lék gestaleik í leikriti þar sem Þórunn fór með aðalhlutverkið, leikstjóri var Eyvindur Er- lendsson. Hjá leikfélaginu Stakki í Keflavík, lékum við Þórunn í mörgum smáþáttum og síðar lék Þórunn hjá mér í Bör Börsyni, sem sýndur var víða í nágrannabyggðum Reykjavíkur og tvisvar sinnum fyrir troðfullu húsi í Iðnó. Frá Keflavík fluttu Þórunn og Jakob til Reykja- víkur. Þar höfðu þau keypt glæsilega, fjögurra herbergja íbúð í Hátúni 8. Þórunn starfaði lengi hjá Leikféíagi Reykjavík- ur og var haft eftir erlendum leikstjóra, sem þá stjórnaði uppfærslu á Rómeó og Júlíu, að starfs- kraftur eins og Þórunn væri hverju leikhúsi ómissandi. { stuttri minningargrein er ekki hægt að gera á viðhlítandi hátt grein fyrir þeim fjölbreyttu hæfi- leikurh sem þessi hjartahlýja, síunga og lífsglaða vinkona mín hafði. Mér var hún allt í senn, sem móðir, systir og kær vinur. Þó get ég ekki skilið svó við þessa fátæklegu upprifjun, að ég minnist ekki nokkurra kvikmynda sem hún var með í eftir að hún var orðin meðlimur í Eélagi íslenskra leikara. Má þar nefna Brekkukotsannál - og Paradísarheimt eftir Laxness, kvikmynd um Hall- grím Pétursson, sem Jökull Jakobssbn sá um, framhaldsþætti sjónvarpsins, Undir sama þaki undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar, Sóley, sem listakonan Róska gerði auk margra eftirminni- legra sjónvarpsauglýsinga. Ég og fjölskylda mín munum ávallt geyma með okkur minninguna um þau sæmdarhjónin, Þór- unni og Jakob, vinina okkar tryggu úr Hátúni 8. Góður guð vaki yfir þeim báðum og blessi ástvini þeirra. Vér horfum allir upp til þín, í eilíft Ijósið Guði hjá, þar sem að dásóm dýrð þín skín, vor Drottinn Jesú, himnum á. (Páfl Jónsson) Kristján Jónsson leikstjóri komin stór og sterk grein á hinum húnverska ættarmeiði. 23. ára giftist hún Benedikt Björnssyni, er þá tók við búi feðra sinna á Barkarstóðum. Bjuggu þau þar við rausn þar til hann lést 1967, eða í 49 ár. Eignuðust þau 5 börn: Baldur, sem kvæntist Sveinlaugu Sigmundsdóttur, en hann lést 1973, Birnu, hennar maður er Kristinn Jónsson. Ragnar, bónda á Barkarstöðum, kvæntan Arndísi Pálsdóttur. Börk, bónda í Núþdalstungu, kvæntan Sólrúnu Þorvarðardóttur. Og Bergþóru, sem gift er undirrituðum. Auk þess ólu þau upp Richard Guðmundsson, en hann var kvæntur Elsu Bjarna- dóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum. Jenný og Benedikt voru samhent hjón svo af bar. Eitt mál var þeirra stóra hugðarefni. Það var landræktun og þá sérstaklega skógrækt. Heima við bæ sinn komu þau snemma á búskaparárum sínum upp blóma- og trjágarði. En seinna gróður- settu þau með börnum sínum stóran trjálund og gáfu til þess hluta af jörð sinni neðarlega við, Austurárgilið suður af bænum á Barkarstöðum. Fyrir þetta framtak var Benedikt heiðraður af Skógræktarsjóði Friðriks konungs áttunda. Min'ning góðrar konu lifir í hugum samferðar- fólksins. Minning þeirra hjóna á Barkarstöðum, Jennýjar og Benedikts, mun einnig lifa í verkum þeirra, því með skógrækt þeirra mun^ ásýnd Miðfjarðardala breytast í framtíðinni. Megi hún njóta náðar og blessunar Guðs á því tilverustigi er hún hefur nú hoffið til. Ásmundur J. Jóhannsson. Þeir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í Tsleridinga- þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum (slendingaÞaett'r

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.