Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Síða 3
Jónas Tryggvason, frá Finnstungn Fæddur 9. febrúar 1916 Dáin 17. ágúsl 1983. Jónas Tryggvason er látinn. Við, sem þekktum hann vel munum seint gleyma honum, svo aðdáunarverður og eftir- minnilegur maður var hann. Það var haustið 1928 að ég kom að Finnstungu í Blöndudal sem farkennari og þar beið mín dálítill hópur barna, sem ég átti að ber mig að uppfræða. Ég hafði enga reynslu í starfi og kom það sér því vel, að sum þeirra voru sérlega námfús og skemmtileg. t>ó þótti mér mest til Jónasar Tryggvasonar koma hann var svo fjölgáfaður, hógvær, háttvís og laus við alla framhleypni og áreitni. Minni hans var að ég held frábært, skilningur í besta lagi og allt virtist liggja Ijóst fyrir honum fyrirhafnarlítið. En það er nú svo að „Yfir flúðir auðnu og meins elfur lífsins streymir". Um fermingu tók hann að kenna sjóndepru, sem ágerðist stöðugt án þess að hægt væri rönd við að reisa. Ungur fór hann til Reykjavíkur í því skyni að læra orgel-leik og tónmennt hjá Páli ísólfssyni en varð að hætta því námi sökum sjónleysis. Jónas lét ekki hugfallast, hann hafði frábært tónminni og sögeyra. Hann náði því að verða góður orgelleikari og stjórnaði oft kórum. Einnig samdi hann sönglög ogþá líka við Ijóð eftir sjálfan sig, því hann var skáld gott. Árið 1957 kom kvæðabók hans út: ..Harpan mín í hylnum". Pó var þetta aðeins tómstundaiðja hans. því hann var hörku-duglegur starfsmaður. Þcir bræður Jón og Jónas byggðu upp á eignarjörð sinni Ártúnum og bjuggu þar í tvíbýli um árabil. en aðallega vann Jónas við burstagerð. Sennilega hefir honum þótt það heidur fábreytt starf. því hann var hagur vel. Eftir að hann hafði komið sér upp tóru og myndarlegu húsi á Blönduósi, með íbúðáefri hæð 1959. en vinnustofu. verslun og geymslu á neðri hæð. vann hann mest við húsagagnabólstrun og rak einnig verslun. Ég held að þetta fyrirtæki hans hafi gengið ágætlega. og að nokkru leyti vegna þess. að hann hélt vörum sínum í hóflegu verði og ávalit lægra en þekktist í öðrum verslunum á staðnum. Jónas var sérlega vinsæll og félagslyndur og voru honum falin margháttuð trúnaðarstörf. sem of langt mál væri upp að telja. Hann var óvenju vel máli farinn. orðhagur, hógvær. háttvís og gagnorður. Hann hafði vakandi áhuga fyrir þjóðmálum og fylgdist vel með öllu slíku. og þá ekki síður fyrir því sem gerðist í bókmenntaheiminum. Þar var kona hans Þorbjörg Bergþórsdóttir. frá Fljótstungu. ómetanleg aðstoð. því hún las mikið fyrir hann. og vissulega mátti segja, að hún oftsinnis lánaði honum augun sín. Einu sinni heyrði ég hana lesa honum kafla úr nýrri bók. Hún íslendingaþættir las skýrt og mjög hratt. Það var ljóst að hún vissi hversu góða heyrn hann hafði og hvað hann var fljótur að grípa. Heimili þeirra var til fyrirmyndar, þar ríkti góðvild, glaðværð og gestrisni. Jónas hafði ein- staklega notalegt skopskyn og þau áttu bæði það sem kalla mætti menningu hjartans. Hefði Jónas Tryggvason ekki tapað sjón strax á æskuskeiði, hefði hann án efa notið stn betur og náð lengra í list sinni, en Hfið er svo margslungið og dularfullt, og leiðin til að verða sannúr maður og öðlast mannlega reisn liggur kannski oftast um þyrnum stráða braut. Einhverju sinni las ég bók sem heitir: „Skip sem mætast á nóttu". Hún er þýdd úr ensku af Snæbirni Jónssyni. í henni eru leidd rök að því hvern ber fyrst og fremst að virða og meta mikils. Það er sá eða þeir, sem mest hafa reynt og þolað. En hvað er þá um þann. sem hefir frá æsku þolað þunga raun, gengið í myrkri, en aldrei kvartað, um böl sitt Við nokkurn mann og aldrei látið freistast til að verða beiskur, en borið mótlæti sitt með slíku æðruleysi, að samferðafólkinu hefir að jafnaði gleymst. að nokkuð amaði að? Ef þetta er ekki mannleg reisn, þá veit ég ekki hvar hún birtist. Fyrir tveim árum missti Jónas sína mikilhæfu og góðu konu. og vinir hans óttuðust að nú mundi hann láta bugast. en nei. hann kvaddi hana með fögru Ijóði og stundaði síðan áfram'sín hversdags störf. Fáum dögum fyrir andlát Jónasar, leit ég inn á sjúkrastofu hans. Augljóst var að þarna var barist við dauðann í návígi. Mér sýndist hann sofa eða móka, svo að ég nefndi nafn hans mjög lágt. „Er þetta Hulda,“ svaraði hann með veikum en skýrum rómi. Ég spurði hvort hnn væri mjög þjáður. „Þetta ve»st“, svaraði hann meðsínuvanalega æðruleysi. „Stándið fjarri. Allt er orðið hljótt, eilíft, heilagt, fast og kyrrt og rótt.“- Hulda Pálsdóttir. t Menn ganga hlið við hlið. Mjakast hægt og hægt þann veg sem þeim er ætlaður. Komið er að vegamótum, leiðir skilja. Hver gengur sína leið. Hvert hún liggur, -hvort hún er löng eða stutt, grýtt eða greið,- það veit enginn. Það eru ekki margar vikur síðan ég stóð með mági mínum Jónasi Tryggvasyni á þeim vegamótum þar sem auðséð var að leiðir myndu skilja. Ósköp fannst mér ónotalegt, þegar hann kvaddi heimili mitt,- ósköp fannst mér ónotalegt þegar við kvöddumst í síðasta sinn og hann var kominn í það rúm sem vitað var að yrði hans síðasta. Skelfing var ég kjarklaus, en Jónas brast aldrei kjark. Hann sagði við mig með sínu einstæða æðruleysi að hann vonaði að þetta tæki ækki langan tíma. Höfuð hans hneig ofurlítið dýpra í koddann og hann brosti. Honum varð að ósk sinni og nú er ég glaður. Ég vona að við séum báðir glaðir. Það var á árin.u 1962 að leiðir okkar lágu saman. Þá fékk ég bréf frá Þorbjörgu systur minni sem þá var kennari á Blönduósi. Bréfsefnið var engin smáfrétt. Hún sagði mér frá því eins og hún orðaði það, að nú ætlaði hún á gamals aldri að fara að giftasig. Mannsefnið var Jónas Tryggvason,- nokkur orð í viðbót,- svo þessi þriggja orða setning: „Hann er blindur". Það er ég viss um að ef ég hefði ekki þekkt hana jafnvel og ég gerði, þá hefði mér þótt þetta mikið vandamál. Seinna heyrði ég oft setningu eitthvað á þessa leið: „Mikið var hann Jónas heppinn að giftast henni Þorbjörgu, sem hugsar svona fallega um hann“. Ég efast ekkert um það, en hitt langar mig til að sem flestir viti, - því ég veit það vel, að Þorbjörg var ekki síður heppin að giftast Jónasi. Þar kemur margt til. Kannski fyrst og fremst hans miklu mannkostir, gáfurnar, hæverskan og prúðmenskan. Annað er, að það var hennar eðli frá vöggu til grafar, að hugsa fyrst og fremst um þá sem hún hélt að væru hjálpar þurfi óg að hugsa síðast og minnst um sjálfa sig. Á fullorðinsárum finnst mér gaman að lesa falleg ævintýr. Les þau oft á næturnar. Aldrei hef> ■ ég lesið fallegra og skemmtilegra ævintýr en 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.