Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Side 4
Björn Kr. Guðmundsson frá Hvammstanga Fæddur 20. mars 1906 Dáinn 2. september 1983 Andlát Björns tengdaföður míns bar ekki brátt að. Hann hafði átt við mikil veikindi að stríða undanfarin ár, þó sérstaklega nú síðustu mánuð- ina. Björn var fæddur 20. marz 1906 að Liltu-Tungu í Miðfirði. Móðir hans var Sigríður Ingveldur ævintýrið um hjónaband þeirra Þorbjargar og Jónasar. Þeir sem kunna að beita penna munu eflaust rekja æviatriði Jónasar Tryggvasonar. Ég sleppi þeim og ætti líklega ekki að skrifa orð meira. Margt er þó minnisstætt. Ætli mér hafi ckki þótt heilinn hans Jónasar merkilegastur. - Þetta litla líffæri sem virtist gefa tekið á móti hverju sem var og geymt það óskemmt til notkunar hvenær sem var og hvar sem var. Stundum hef ég verið að leika mér að því að skipta þessum heila í hólf. - Hólfið með tölunum hlýtur að hafa verið mjög merkilegt. Þar voru geymdar milljónir og aftur milljónir af furðuleg- ustu tölum. Hugareikningur var honum jafn eðlilegur og öruggur eins og alsjáandi manni sem reiknar með reiknivél að vopni. Hólfið með tónlistinni: Þar voru geymdir hæfi- leikarnir til þess að skapa, nema og njóta og til þess að aðrir gætu notið. Hólfið óskiljanlega: Hann gat verið leiðsögu- máður sjáandi fólks um Húnavatnssýslu og lýst svo vel bæjaröð og kennileitum að aðrir gátu ekki betur. Þetta reyndi ég sjálfur. Hólf lands og þjóðar.: Hann var sáðmaður þess fræs sem við vonum öll að muni bera þann ávöxt að ísland verði betra og betra land og að íslendingar verði betri og betri þjóð. Hólfið sem mér var kærast. Það var það hólf sem stýrði hjartalagi hans til mín og minnar fjölskyldu. Hann var tryggari en tröll. Kæri Jónas. Þú veist að ég veit ótrúlega lítið um lífið hér á jörðinni og að ég veit ennþá minna um annað líf, en mikið þætti mér vænt um það, ef þið hjónin sem lögðúð upp í ykkar lífsgöngu úr hlaðvörpun- um í Fljótstungu og Finnstungu, - hittust á vegamótum, og genguð saman á braut hamingj- unnar, gætuð á ný gengið saman óendanlegan veg alsælunnar, og eins og ávallt áður - hlið við hlið. Ég þakka einstaka viðkynningu. Með kærri kveðju frá konunni minni, börnun- uwi, tengdabörnunum og barnabörnunum. Þinn vinur og mágur Jón Bergþórsson 4 Bjarnadóttir ættuð úr Hrútafirði. Faðir hans var Guðmundur Pétursson læknir. Honum kynntist Björn ekki, Hann ólst upp hjá móður sinni að Söndum og Útibleiksstöðum í Miðfirði. Björn var næstelstur 3ja sona Sigríðar. Hinir voru, Guðm- undur f. 1901 d. 1973 og Jón Björgvin f. 1914, búsettur á Akureyri. Af því. sem cg hef heyrt um Sigríði móður Björns má ráða að þar hefur gengið væn og góð kona. Það er talið vera þrekvirki nú til dags fyrir einstæða móður. að koma þremur börnum til manns, hvað þá heldur á fyrstu árum þessarar aldar. Um 1920 flytja þau til Hvamms- tanga og alla tíð síðan var heimili Björns þar utan seinustu áranna sem hann dvaldi á Hrafnistu. Sem unglingur dvaldi Björn að Bálkastöðum ytri við Hrútafjörð hjá Jóhanni Bergsveinssyni. Það voru góð ár í lífi Björns, sem hann minntist oft á". Eins og gefur að skilja þurfti Björn að byrja snemma að taka til hendinni, um annað var ekki að ræða á þessum tíma. Hann stundaði sjóróðra á vertíðum í Bolungar- vík, Vestmannaeyjum og í Keflavík, en var ætíð heima að sumrinu og vann þá við það sem til féll. Ekki kann ég að segja frá öllu því sem Björn tók sér fyrir hendur. eða var falið að gera fyrir sitt sveitarfélag, það er reyndar svo margt og mikið að með ólíkindum er og ekki er víst að ég fari rétt með ár því mörg ár eru síðan við ræddum þetta. en Björn var í hreppsnefnd í um 30 ár, fyrst í 5 ár í hreppsnefnd Kirkjuhvammshrcpps en 1938 þeg- ar Hvammstangahreppur er stofnaður þá er hann kjörinn í fyrstu hreppsnefndina óg er þar síðar óslitið í 25 ár. Hann var hafnarvörður í áratugi og verkstjóri við hafnargerðina í mörg ár. í stjórn Kaupfélags Vestur-Húnvetninga í áratugi og lfka starfsmaður þess, fjölmörg seinustu árin á skrif- stofunni, en áður við verkstjórn í sláturhúsi á haustin, við ullarmóttöku og mat o.m.fl. Gjald- keri Sjúkrasamlag.Hvammstanga í yfir tuttugu ár svo og Sjúkrahússins líka. Björn var einn að stofnendum Verkalýðsfélagsins og var formaður þess í mörg ár. Sat hann fjölmörg þing A.S.Í á þeim árum. Hann var, ásamt fleirum. bókavörður við Bókasafn verkamanna, en með sameiningu þess við Bókasafn Vestur-Húnavatnssýslu er það varð að Héraðsbókasafni þá var Björn skipaður bókavörður þess og var það til ársins 1978. Hann var umboðsmaður fyrir D. A.SJrá stofnun þess til sama tíma. Árið 1947 var Björn fcnginn til þess af heimamönnum að afla sér réttinda sem fiskmatsmaður og sótti námskeið þar að lútandi. Var þá sett á stofn hraðfrystihús á Hvammstanga og var það starfandi í nokkur, ár. Samhliða öllum þessum störfum hafði hann smábúskap, hafði bæði kýr og kindur eins og títt var, enda flest ef ekki öll félagsmálastörf ólaunuð og var þá búskapurinn hafður með til að hafa í sig og á. Björn lét stjórnmál til sín taka um tíma og starfaði innan raða Alþýðuflokksins. Það var gaman að ferðast með Birni, Hann var með afbrigðum minnugur, hafðir lesið ógrynni bóka um land og þjóð, þekkti nöfn á öllu sem eitthvert nafn hafði, fjöll, ár, bæir og jafnvel nöfn ábúendanna. Hann var mjög víðlesinn um sögu annarra þjóða. hafði sérstakt yndi af landafræði, jarðfræði og dýrafræði. Langskólanám var fárra útvaldra á hans upp- vaxtarárum en hann bætti sér það upp með sjálfsnámi og var raunar að því allt fram á seinustu ár. Björn kvæntist árið 1931 Þorbjörgu Ólafsdótt- ur frá Dúki í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Hún lézt á Hrafnistu 1981. Þau eignuðust þrjá syni, Sigurð Trausta, verzlunarstjóra á Keflavíkurflugvelli kvæntan Áslaugu Hilmarsdóttur, Ólaf Steinar, kaupmann kvæntan undirritaðri. og Jóhann Sæmund, húsasmið kvæntan Svanhildi Þorkels- dóttur. Björn var mjög barngóður, og nutu barnabörnin þess í ríkum mæli. Af því sem upp er talið af störfum Björns fyrir sitt heimahérað má vera ljóst að saga Hvammstanga verður ekki rituð nema hans sé getið. Það varð Birni nokkurt áfall þegar hann þurfti ásamt Þorbjörgu að flytjast frá Hvammstanga í árslok 1977, Bæði voru farin að heilsu en dvalar- heimili aldraðra ekki tekið til starfa á Hvamms- tanga eins og nú er. Alltaf var þó hugurinn fyrir norðan. Árlega átti hann þess kost að dvelja á sjúkrahúsinu á Hvammstanga í nokkrar vikur. Þessi tími var honum afar kær og ber að þakka fyrir það nú. Nú, þegar leiðir skiljast um sinn, þá er mér efst í huga sú vinsemd sem tengdafaðir minn sýndi mér. Blessuð sé minning hans. Mjöll Þórðardóttir íslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.