Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Síða 5
Ásgrímur Þorgrímsson Borg Miklaholtshreppi Fimmtudaginn 25. ágúst s.l. lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi bændahöfðinginn Ásgrímur Þorgríms- son á Borg í Miklaholtshreppi nær 88 ára að aldri. Ásgrímur fæddist á Ytri-Kóngsbakka í Helgafells- sveit 16. sept. 1895. Ungur missti hann báða foreldra sína með stuttu millibili. Faðir hans drukknaði en móðir hans dó úr lungnabólgu, sem á þeim tíma var mannskæður sjúkdómur. Eftir lát foreldranna fór Ásgrímur í fóstur að Staðarbakka til hjónanna Ásgríms Jóhannssonar og Guðrúnar Eyleifsdóttir og dvaldi hjá þeim og síðar Gesti Guðmundssyni bónda á Staðarbakka uns hann réðst vetrarmaður til Stefáns Guð- mundssonar hreppsstjóra á Borg, haustið 1915, þá rétt tvítugur að aldri. Dvöl Ásgríms á Borg varð lengri en ráðgert var í upphafi. Vorið 1916, þann 17. júní, kvæntist hann Önnu, dóttur Stefáns hreppsstjóra og hófu þau búskap á Borg í sambýli við tengdaföðurinn og Ólaf Guðmundsson, sem kvæntur var Kristínu systur Önnu. Borg varð þar með ævivettvangur Ásgríms. Eins og gefur að skilja voru efni ungu hjónanna afar lítil. En bæði voru óvenjuduglegogósérhlífin til vinnu og tókust þau á við frumbýlingsverkefnin af mikilli bjartsýni, kjarki og vinnusemi og voru sérstaklega samhent. Ásgrímur var einstaklega mikið karlmenni að burðum og feikna fjörmaður og mikill afkastamaður við vinnu. Pví var li'kast að hann þyrfti næstum aldrei á hvíld að halda og gæti nánast unnið dag og nótt, ef svo bar undir. Fyrstu búskaparárin var bústofn hans ekki mikill. En þá fór hann á veturna í vinnu suður með sjó eða til Reykjavíkur til að drýgja tekjur sínar. Hann þótti svoeftirsóttur í vinnu að hann gat valið úr, þar sem mestar tekjur var að fá hverju sinni. Hann hlífði sér heldur aldrei. Oft var hann í hafnarvinnu við skipaafgreiðslu á næturna, þó hann væri í annarri vinnu að deginum, þannig tókst honum að afla verulegra tekna á tiltölulega skömmum tíma. Þetta gerði Ásgrími fært að stækka bú sitt á fáum árum. Það leið því ekki á löngu þar til Ásgrímur var kominn í röð stærri og efnaðri bænda í hreppnum. Stefán tengdafaðir Ásgríms féll frá 1926 og Ólafur mágur hans flutti frá Borg 1919 og varð hann því einn bóndi á jörðinni frá 1926 og til þess að Páll tengdasonur hans kom að Borg 1949. Bjuggu þeir saman eftir það til æviloka Ásgríms. Auk þess byggði Halldór sonur Ásgríms nýbýli 1958, sem hann kallaði Minni Borg. Varsambýlið alla tíð mjög gott. Samvinna var um öll helstu bústörfog samheldni mikil. Á þessum íima varð mikil umbreyting á jörðinni. Ásgrímur ræktaði mikið og byggði nýjar '’yggingar yfir fólk og fénað.' Árið 1930 byggði hann t.d. nýtt íbúðarhús. Þó Ásgrímur hefði ærinn starfa við bú sitt lct hann ekki þar við sitja. Hann var t.d. grenjaskytta um mörg ár og eyddi miklurn og dýrmætum tíma 'slendingaþættir á vorin í grenjaleit og vinnslu grenja. Hann var mjög fengsæll í því starfi og hefur fáum tekist betur í því efni. Þá gerði hann mikið að því að stunda rjúpnaveiði fyrri hluta vetrar og var í því efni cinnig oft fengsæll og hélt hann þeirri iðju áfram svo lengi sem sjón hans og orka, aldurs vegna. leyfði. Kreppuárin komu illa við íslenska bændur og knésetti marga þeirra. En Ásgrímur stóð þá erfiðleika af sér betur en flestir aðrir og leitaði engrar kreppuaðstoðar, sem margir bændur þurftu þó að gera. Mæðiveikin herjaði á fjárstofn hans eins og margra annarra bænda, en honum tókst einnig með útsjónarsemi og dugnaði að komast úr þeim erfiðleikum. Vorið 1938 var Ásgrímur fenginn til að stjórna uppsetningu girðingar sem lögð var á vegum sauðfjárvarnanna þvert yfir Snæfellsnes úr Skógarnesi að sunnan í Álftafjörð að norðan. Honum var sakir dugnaðar og hagsýni trúað betur en öðrum fyrir að stjórna því verki. Hann sá um hlutann frá Þórishamri við Skógarnes norður fyrir Ljósufjöll, eða meir en 2/3 hluta leiðarinnar. Það verk gekk mjög vel þó girðingarstæðið væri afar slæmt. Hinsvegar var girðingin of seint á ferðinni og mæðiveikin kom upp vestan girðingarinnar næsta vetur eftir að hún var gerð. Fljótlega þreyttust menn á því að búa við veikan fjárstofn og kom upp umræða um að skera hann niður og kaupa heilbrigðan fjárstofn frá Vestfjörðum í staðinn. Þetta varð að veruleika 1949 og var Ásgrímur mjög áhugasamur um þá framkvæmd og tók virkan þátt í henni, m.a. fór hann til fjárkaupa vestur í Þingeyrarhrepp. Þá var Eiríkur Þorsteinsson kaupfélagsstjóri á Þingeyri. Hann var kappsfullur maður og lét þess getið við Ásgrím, þegar hann kom vestur til fjárkaupanna, að þau þyrftu að ganga fljótt og féð vera tilbúið til flutnings á tilteknum degi og var tími sá sem liann setti til fjárkaupanna mjög naumur. Ásgrím- ur svaraði því til að hann væri ekki vanur því að rekið væri á eftir sér við vinnu. Hann fór því hratt yfir og lauk fjárkaupunum á heldur skemmri tíma en Eiríkur hafði ætlað til verksins og þótti báðum gott og féll þá vel á með þeim. Eftir fjárskiptin tók Ásgrímur að sér eftirlit og gæslu varnargirðingarinnar scm áður er um getið og hafði það starf á hendi svo lengi sem ástæða þótti til að halda uppi reglubundnu eftirliti með henni. Þá var hann oft fljótur í föruni yfir fjallgarðinn. Ásgrímur var um nokkra vetur póstur frá Gröf í Miklaholtshreppi til Stykkishólms þann tíma sem ekki var fært á bílum yfir Kerlingaskarð. Sýndi hann í því starfi eins og öllu öðru mikla karlmennsku. Ásgrímur var afar hjálpsamur við nágranna sína og sveitunga og munaði mikið um handtök hans, þegar hann kom til hjálparsem oft bar til. Ásgrírriur kom allmikið við sögu sveitarmála í Miklaholtshreppi. hann sat lengi í hreppsnefnd og átti sæti í skólanefnd alllcngi. Einnig var hann léngi í stjórn búnaðarfélagsins og í sóknarnefnd Fáskrúðarbakkakirkju um skeið. Hann var mikill áhugamaður um íþrótta og æskulýðsmál. Hvatti hann unga fólkið óspart til dáða og var góður stuðningsmaður þess í þeim málum. Ásgrímur og Anna eignuðust sjö mannvænleg börn, sem öll eru á lífi, nema Stefán, elsti sonurinn sem féll frá fyrir rúmlega tveimur árum. Börnin tóku mjög fljótt virkan þátt í bústörfunum með foreldrum sínum. Það var oft glatt á hjalla á Borg þegar börn þeirra hjóna voru að vaxa úr grasi og voru heima. Ásgrímur var mjög glaður og hress og hrókur alls fagnaðar. Mjög var gestkvæmt á Borg og oft tekið í spil þegar gesti bar að garði. Synir Ásgríms urðu landsþekktir íþróttamenn, bæði fyrir glímu og frjálsar íþróttir og héldu uppi, ásamt fleiri ungum mönnum, heiðri sveitar sinnar um mörg ár í því efni. Anna á Borg varð fyrir því áfalli á besta aldri að missa heilsuna og vera bundin við hjólastólinn fjölda ára, því hún gat ekki gengið vegna mein- semdar í baki, sem ekki fékkst bót á hvað sem gert var. Þetta var henni og fjölskyldunni allri mikil raun. Anna lést árið 1967, rúmlegasjötugaðaldri. Ásgrímur átti við heilsubrest að stríða allra síðustu árin. Með Ásgrími er fallið mikið karlmenni og mikill atgervismaður. Hann lætur eftirsig mikiðaf verkunt, sem staðfesta þetta. Hann hefur skilað þjóð sinni arfleifð, sem er vandmetin og verður skarð það sem hann lætur eftir sig vandfyllt. Jörðin Borg er ein best ræktaða og best byggða jörð á Snæfellsnesi og ber ævistarfi Ásgríms og fjölskyldu hans^gott vitni. Sveitin er svipminni eftir en áður. Ásgrímur verður lagður til hinstu hvíldar í Fáskrúðarbakkakirkjugarði í dag við hlið Önnu konu sinnar, hvíldinni feginn. Sveitungarnir kveðja hann með þökk fyrir langa og góða samfylgd. Ég og kona mín sendum börnum hans og öllum vandamönnum samúðarkveðjur. Gunnar Guðbjartsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.