Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Side 6

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Side 6
Eiríkur Kristinsson f lugumf erðastj óri Fxddur 25. maí 1941 DátiHi 5. septcmber 1983. Á köldum vctrardegi í nóvember sl. mættust rúmir þrír tugir manna að Hallormsstað. Hér voru samankomnir lciðbeinendur og nemendur í náms- keiðaröð um þróun og stofnun smáfyrirtækja í iðnaði. Við, nemendurnir, komum hvert og eitt með okkar hugmynd, misjafnlega hugsaða og útfærða. Samstarfi okkar lauk á Þingvöllum 3-5. sept. sl. Var það fjórði starfsfundur okkar. Þá hafði þegar fjórði hluti þátttakenda náð þeim árangri að geta kynnt á blaðamannafundi framleiðslu sína. Og áður en við skildumst mánud. 5. sept. ákváðum við að hittast að ári liðnu og bera saman bækurnar; þiggja ráð hvort af öðru eins og við höfðum ætíð gert í þessum starfssama og samheld- na hópi. Á þeirri stundu flaug mér í hug hvort allir í hópnum yrðu lífs og gætu mætt á þeim tíma. Að þessi sami dagur yrði ekki að kvöldi kominn þegar einn úr hópnum yrði látinn óraði engan fyrir, en svo fór samt. Eiríkur Kristinsson flugumferða- stjóri lést skömmu eftir að til höfuðborgarinnar kom. Eftir á sáum við, sem störfuðum með Eiríki á námskeiðinu, að ekki var allt með felldu með heilsu hans á blaðamannafundinum á Þingvöllum. skömmu fyrir brottför. Hann lýsti sinni vöru. en ekki nteð þeirri hressilegu framkomu og við vorum vön af hans hálfu. Það verður ætíð takmarkað sem menn kynnast á slíkum vinnufundum sem þeim er þessi hópur átti saman. Og misvel er hægt að kynnast hverjum og einum. Eiríkur var einn þeirra sem ég kynntist best. Á okkur dæmdist að hafa nokkra forystu og stýra kvöldvökum(í þrígang. Ég býst við að aðrir þátttakendur á námskeiðunum minnist Eiríks sem ég; ágætur félagi, snyrtilegur og fágaður í fram- komu, skýrði sitt mál skörulega og skýrt. Og Eiríkur var einn af þeim þátttakendum sem náði þeim árangri að hrinda sinni hugmynd í framkvæmd. Framleiðslan var hafin. hafði verið kynnt á Iðnsýningunni. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra nemenda á námskeiðinu er ég þakka Eiríki ánægjuleg kynni og félagsskap og votta eiginkonu hans og börnum dýpstu samúð. Siguröur Grétar Guömundsson. t Við Eiríkur Kristinsson kvöddumst á Þing- völlum, þann 5. september s.l,. Hann hvarf af fundi okkar til að takast á við heillandi verkefni, þá krefjandi þolraun að byggja upp nýtt fyrirtæki. En enginn má sköpum renna, aðeins um stundu síðar var Eiríkur allur. í september í fyrra auglýsti Samstarfsnefnd unt 6 iðnráðgjöf í landshlutunum eftir fólki með hug- myndir um að setja á stofn smáfyrirtæki, eða sem viídi þróa nýjungar í þegarstarfandifyrirtækjum. Fundum okkar Eiríks hcitins bar fyrst saman þegar hann svaraði þessu kalli. Á einu ári hittust þátttakendur og leiðbeinendur á fjórum þriggja Vörðubrún Fæddur 18. jan. 1966 Dáinn 28. ágúst 1983 Vissulega eru banaslys í umferðinni ætíð miklir sorgar atburðir. Alltaf eiga aðstandendur um sárt að binda. hver sem í hlut á. En þó finnst manni stærra skarð höggvið, ef um ungt og efnilegt fólk er að ræða. sem framtíðin blasir við. Öllum hlýtur að bregða er þeint berast slík tíðindi til eyrna. en fljótlega hverfa þau úr huga fólks. nema það þekki hinn látna. Það urðu mér þungbæarar fréttir er ég heyrði um lát ungs vinar míns, Pálmars Dvalinssonar frá Vörðubrún í Jökulsárhlíð. sem fórst í umferðar- slysi aðfaranótt sunnudagsins 28. ágúst. Mjótt er daga vinnufundum, þar sem unnið var að upp- byggingu fyrirtækja. Á fundunum og milli þeirra var krafist mikillar vinnu af þátttakendum. Þeir kynntu hugmyndir sínar hver fyrir öðrum, þær voru brotnar til mergjar, gagnrýndar, þeim breytt með tilliti til nýrra upplýsinga og settar fram áætlanir um hrinda þeim í framkvæmd. Það leiddi af tilhögun verkefnisins að kynni okkar sem að því unnum urðu mjög náin. Það er nú einu sinni svo að eiginleikar manna koma oft best í Ijós þegar á þá reynir. Eiríkur var allan tímann kappsamur og vann allt frá upphafi til loka verkefnisins mjög gott starf. Við lok verkefnisins var haldinn blaðamanna- fundur og komu þar fram þeir sem tilbúnir voru að kynna fyrirtæki sín. Eiríkur var einn þeirra. Kynning hans var mcð þeim hressileika sem honum var lagið. Þar fór maður sem horfði á árangur starfs sem unnið var af dugnaði og þrautseigju, maður sem horfði björtum augum fram á veginn. Það hvarflaði ekki að okkur sem hlýddu á mál hans, að á leiðinni heim ætti hann eftir að hitta fyrir manninn með Ijáinn. Fyrir hönd þeirra sem stóðu að smáiðnaðar- verkefninu vil ég votta eiginkonu, börnum og öðrunt aðstandendum hins látna okkar dýpstu samúð, um leið og við kveðjum góðan dreng og félaga og þökkum honum góð, en alltof stutt kynni. Halldór Árnason. Iðntxknistofnun Isl. á milli gleði og sorgar. lífs og dauða. Þarna var Pálmar á ferð með félögum sínum. á leið á dansleik. er bifreið hans lenti út af veginum og svo fór sem fór. Mikill/hlýtur harmur skyldmenna að vera. er svo góður drengur hverfur fyrirvaralaust úr lífi þeirra. Söm er eftirsjá vina hans og kunningja. sem orðavana standa og geta vart trúað slíkri fregn. Gamalt máltæki segir. ..Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.” Víst er það nokkur huggun nú. þó við svo gjarnan hefðum viljað njóta samvista við hann, sem lengst. Pálmar heitinn var lengst af nágranni minn og kynntist ég honum því strax í æsku. Nánustu íslendingaþaett'r Pálmar Dan Dvalinsson,

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.