Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1983, Blaðsíða 7
Einar S. Albertsson Björgum Hörgárdal oss. Fæddur 12. nóvember 1896 Dáinn 4. september 1983 Ef vér sjáum sólskinsblett í heiði þá setjumst allir þar og gleðjum Við vorum fjórir - en öllu heldur samanstóð hópurinn af þeim þrem er sungu með stónsum og útskýringum á textanum og hinum fjórða er af æskudögum lét duga að hlýða á og fór að grubla út í þennan blett í heiði sem sólin vermir með geislum síniim. Þetta hlaut að vera Hörgárdalsheiðin, rekstrar- menn komnir fram í Sveig og búnir að lembga féð en hrossin með beizlin um háls svo þau ættu betra með að bíta. Á þessum árum var veður með mikilli sól en stundum gerði norðan áhlaup er skildi eftir sig stóra skafla. Þá var auðvelt að gera sér hvítar hallir og lýsa þær upp með kertaljósi. Fjósskóflan gat verið stórvirkt vinnutæki. Það voru langir dagar og ekki hugsað til kvöldsins að morgni. Einar Albertsson var á heimili foreldra minna þegar ég fyrst man og hann var þar enn er ég flutti á annað landshom. Tíu árum síðar hlutu pabbi og mamma að víkja af staðnum, þá gekk Einar bæjarleiðina að Björgum og varð heimilismaður hjá þeim sæmdarhjónum Sigríði Magnúsdóttur og kynni okkar urðu þó þegar ég kenndi honum einn vetur í Brúarásskóla. Þá var hann í elsta aldurs- hópnum þar, stór og kraftmikill strákur, glað- lyndur og vinsæll. Varð hann því strax sjálfkjörinn foringi hópsins og leiddi hann þann vetur til leiks og starfs og fórst það vel úr hendi. Aldrei voru nein vandræði þar sem Pálmar var, þau voru honum ekki að skapi. Þetta félagslyndi hans, starfsvilji og hæfni í að umgangast félagana lofaði sannanlega góðu. Enda vann hann fljótt traust okkar og væntumst við mikils af honum í framtíðinni. Síðan þennan vetur hafa leiðir okkar minna legið saman en ekki trúi ég að hann hafi breyst mikið umfram aukinn þroska með ári,hverju. Það er því sárara að sjá á bak vini, því meir sem maður væntir af honum. Nú er einn slíkur allur og guð styrki foreldra hans og systkini í harmi þeirra og söknuði. Mín hinnstu orð til þín Pálmar, nú er þú hverfur alfarinn frá okkur eru. Hafðu þökk fyrir samfylgd- ina vinur. megi sá guð er þig elskar fylgja þér um veg eilífðarinnar. Stefán Bragason ístendingaþættir Birni Gestssyni. Þessi dvöl á Björgum stóð í rúm 16 ár. Fyrst á liðnum vetri fór Einar á Elliheimilið í Skjaldarvík og lést þar. Var þá rúmur mánuður frá því hann fékk heilsufarslegt áfall. Bróðir minn rekur ætt Einars og ævi í afmælis- grein um hann áttræðan, íslendingaþættirTímans 2.tbl. nr. 278. Drengurinn, sem fæddist á Heiðarhúsum gerði ekki víðreist um dagana í atvinnuleit eða til búsetu. Hann ólst upp og vann á bæjum í tveimur hreppum, eftirsóttur vinnumaður enda góður hirðir og áhlaupamaður til allra verka. Saga hans er byggðasagan, en sá hluti hennar, sem stundum gleVmist. Einar eignaðist aldrei eignar- hald á landi, þeirri mold og því grasi er hann erjaði en átti lengst af nokkrar ær og hest. Af reiðlaginu sást að þar fór hestarnaður. Voru gæðingar hans þekktir og nefndir hér tveir: Grána frá Fornhaga og Einars - Brúnn. Einar vann öðrum eins og kallað var en svo breytist tíminn að þetta svarar til launþega - samtaka okkar daga. Sólin gengur til viðar og það var orðið kvöldsett hjá Einari þegar hann gekk suður Möðruvallatún- ið til þess að eiga ævikvöldið hjá þeim Bjarga - hjónum. Ungur að árum hafði hann verið hjá foreldrum Sigríðar þeim Magnúsi og Láru en var kominn aftur aldraður maður með vinnuslitið í líkamanum. - „Þið njótið góðs af verkum sem hann vann." - Á löngum vinnumannsferli vann Einar búi foreldra minna lengst. Hinn góði hirðir er dæmi- sagan um trúleika í verkum og hver sem nær því marki er í raun farinn að vinna sjálfum sér. Sveit er afmörkuð byggð. Blandaður kór er syngur: „Blessuð sértu sveitin mín" á einn texta og einn tón en hver og einn hugsar til sinnar sveitar með gróðri jarðar, sól og vetrarverðum. Einar varð aldrei fjólskyldumaður eins og kallað er. Hann eignaðist son sem dó á barnsaldri. Heimilin sem hann vann og fólkið á bæjunum var staðfesta hans í lífinu. Hlutskipti hans varð betra en margra er í miklu vasast um dagana og mikið hafa umleikis. Ævikvöldið var rólegt og fceilsan góð miðað við háan aldur og þann lífsstíl að skila dagsverki þrátt fyrir hýrgun sálarinnar stöku sinnum. Mánudagsveikindi og lurða urðu ekki lögmæt forföll fyrr en starfsdegi Einars lauk. „Hörðum höndum vinnur holda kind". Þetta var viðhorfið og eftir því lifði dugandi fólk. Það erum við, næsta kynslóðin sem erum verðbólgufólk. Einar Sigursteinn Albertsson fæddist á Heiðar- húsum í Glæsibæjarhreppi. í áðurnefndri afmælis- grein er uppruni hans rakinn. Sá sem nær því að komast hátt á níræðisaldur verður óhjákvæmilega fyrir því að sjá á bak vinum og samferðamönnum. Hin síðari ár vildi Einar helzt ekki af bæ fara en var glaður við gestakomur og andlega hress. Lokið er langri ævi og kyrrlátum störfum. Hinn góði hirðir sniðgekk deilur og bar gott á milli manna. Þó kunni hann vel að meta fréttir en gætnin var þess valdandi að erfitt var að fá hann til þess að segja frá liðnum atburðum og mönnum ' sem hann þekkti og mundi. Þeim mun meira sýnir þetta mannkosti að maðurinn var upplitsdjarfur og kunni'. hið bezta að tala við ókunnuga. Minning liðinna daga er eign hvers manns og oft hæpíð að slíkt eigi erindi við aðra. - Mitt er einungis að þakka Einari samveruna frá bernsku- dögunum og til þess er hann bað mig að ganga með sér út í geymslu. Þar var hnakkur hans, beizli og svipa. Við móttöku slíkra gripa styrktust böndin við hestamennsku hinna eldri manna, sem hefir orðið að ónæmi fyrir puntr.eiðum og kúnstum. - Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Svo samgró- inn var Einar Möðruvöllum og sveit sinni að mér varð við andlátsfregn hans sem hróflað hefði verið við mosavöxnum steini. í tæp þrjátíu ár vann hann búi foreldra minna og ekki sagt til verka. Hann sá sj álfur um að aflétta skyldum er langur starfsdag- ur hafði áunnið honum. Þannig létti hann áhyggj- um af foreldrum mínum og gerði þeim auðveldara að yfirgefa staðinn. Haustið sem þau fluttu, kom hann til okkar og átti sjötugsafmælið en fleiri urðu suðurferðir hans ekki. Þeim hjónum og fólki þeirra Birni Gestssyni og Sigríði Magnúsdóttur sendi ég þakkir fyrir löng kynni og Iæt það duga. Sólskinsblctturinn, sem Einar söng um með vinum sínum er víðar en á Hörgárdalsheiðinni, hann er í okkur sjálfum ef rétt er á haldið. Björn Signrðsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.