Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Side 1
ÍSLENDINGAMETTIR Miðvikudagur 21. sept. 1983 — 35. tbl. TÍMANS Guðrún Andrésdóttir, Beigalda Fædd 12. júní 1930 Dáin 29. ág. 1983 Ég horfi yfir hafið um hausl af auðri strönd í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála og auða, er stari ég héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin háfsins dauða og hafið dauðans haf. En fyrir handan hafið þar hillir undir land, í gullnum geislum vafið það girðir skýjaband. Þar gróa í grænum hlíðum með gullslit blómin smá, í skógarbeltum blíðum t blómsturlundum fríðum má alls kyns aldin sjá. Þar sé ég sólu fegri á súlum standa höll í dýrð svo dásamlegri hún drifin gulli er öll. Þar sé ég fylking fríða og fagurbúna sveit um Ijóssins sali líða með Ijóssins ásýnd blíða í unaðs aldinreit Ég hljóður eftir hlusta ég heyri klukkna hljóm, hve guðleg guðsþjónusta er guðs í helgidóm. Ég heyri unaðsóma og engla skœra raust, um drottins dýrðarljóma um drottins verk þeir róma um eilífð endalaust. Er þetta hverful hilling og hugarburður manns? Nei það er fögur fylling á fyrirheitum hans, er sýnir oss í anda guðs eilíft hjálparráð og stríðsmenn guðs þar standa þar allt er eilíf náð. (Vald. Briem) í þessum sálmi stendur allt sem ég vildi segja, því okkur sem eftir stöndum verður oftast orðs- vant þegar fólki eins og mágkonu minni er svipt frá okkur svona fljótt, með starfsorku og þrek sem hún var gædd í svo ríkum mæli að með ólíkindum var, Hún veiktistsnögglega viðvinnusína24. júlí. Fyrst í stað stóðu vonir til að um bata mundi vera að ræða, en er dagar og vikur liðu kulnuðu vonirnar smátt og smátt uns yfir lauk. Ég man Rúnu mína fyrst þegar hún var skírð, og þrótt- mikla nafnið hennar hljómaði um litlu kirkjuna heima í Álftártungu. Hún var fimmta barn hjónanna Lilju Finnsdótt- ur og Andrésar Guðmundssonar, sem bjuggu á Saurum í Hraunhreppi. Eldri eru: Guðmundur Ragnar f. 1926 Hervald f. 1927 Óskar f. 1928 Unnur f. 1929, sjötta barnið dó í fæðingu 1931, Þorsteinn Arnarf. 1933GuðbjörgStefaníaf. 1941 Ragnhildur f. 1947 og Bragi f. 1949. Á Saurum ólst Rúna upp ásamt stóra systkina- hópnum og má nærri geta að þar var stundum þröng á þingi í litla húsinu, en virtist þar alltaf vera rúm. Með mikilli elju, hagsýni og þrautseigju komu þau hjón Lilja og Andrés sínum stóra barnahóp upp með mikilli prýði, og er þeirra afkomendahópur orðinn æði stór. En þau lifa bæði í hárri og fagurri elli. Ég man þau koma til kirkjunnar í Álftártungu með stóra hópinn sinn, að sumri til, var gjarnan komið með þau minnstu í hestvagni og var þá oftast fleira með en heimabörnin, því það var nefnilega rúm á Saurum fyrir lítið kaupafólk. En árin liðu og fullorðinsárin tóku við, 3. apríl 1954 giftist Guðrún bróður mínum Árna Guð- mundssyni, og hófu þau búskap að Beigalda í Borgar- hreppi það vor, þar var þeirra heimili æ síðan. Eignuðust þau 5 börn. Lilju f. 1954 þjóðháttafræð- ing gift Jóni Bjarnasyni búsett í Reykjavílgeiga 1 dóttur. Guðmund f. 1958 trésmið heitm. Ragna Sverrisdóttir heima á Beigalda eiga 1 son. Sesselja f. 1961 nemi gift Eiríki Ingólfssyni búsett í Reykjavík eiga 1 dóttur. Alda f. 1963 nemi í Reykjavík. Steinunn Þórdís f. 1969 nemi. Öll eru börnin vel gerð og fær um að taka á sig byrðar lífsins. hef ég fylgst með vexti þeirra og þroska frá fyrstu tíð, veit að þau eru föður sínum sterkasta stoðin, ásamt litlu barnabörnunum. Það var sannarlega hátíð þegar von var á þeim í heimsókn, Rúnu voru þau óendanlega kær og var það ein mesta gleði í lífi hennar, í vor þegar heitmey Guðmundar flutti að Beigalda með litla Árna. 5 dögum áður en Rúna veiktist bauð fjölskyldan á Beigalda okkur hjónunum með í ferðalag niður að Straumfirði, og voru þar með flestir fjölskyldu- meðlimir þar á meðal 2 barnabörnin. Var Rúna óþreytandi að hlaupa með nöfnu sinni um fjörur í leit að skel og kuðung og ýmsu forvitnilegu litlu barnsauga. Þann dag var einn af fáum sólskinsdögum sumarsins hér, þá var sannarlega bjart um Borg- arfjörð og Mýrar og blasti þaðan við allur víði fjallahringurinn frá Keili á Reykjanesi til konungs- 'ns í vestri á Snæfellsnesi. Þetta voru fjöllin sem við höfðum haft fyrir augum alla tíð en sjaldan svona mörg í einu. Svo sannarlega hófum við augu til fjallanna og út á víðáttu hafsins. Eftir skoðun á fornum minjum og örnefnum, var sest að snæðingi í grasigróinni brekku, var nesti hjá Rúnu vel úti látið að vanda og hugsað jafnt fyrir minnsta manninum í hópnum sem þeim elsta. Er við kvöddum þau á Beigalda stðar um kvöldið datt mér ekki í hug að ég væri að kveðja Rúnu mína í síðasta sinni. Nú að leiðarlokum hér, er mér efst í huga þakklæti til minnar kæru mágkonu, hún studdi mig og hjálpaði af sínum mikla krafti og velvilja alltaf ef ég þurfti hjálp og hún kom því við. Einnig þakka Finnur og börnin mín samfylgdina, en við vitum að við hittumst síðar. Guðrún var lögð til hinstu hvílu í Borgarkirkju- garði 3. sept. í fegursta veðri, áður fór fram fögur

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.