Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 2
og hátíðleg athöfn í Borgarneskirkju og einnig í Borgarkirkju, sóknarkirkju hennar, að viðstöddu mikiu fjölmenni. Ég bið guð að styðja og styrkja þá sem sárast sakna og binda um sárin. 6. sept. Elín Guðmundsdóttir Okkur barst fregnin að morgni 30. ágúst. Hún Rúna er dáin. Auðvitað þurftí þessi frétt ekki að koma okkur á óvart, við höfðum fylgst með baráttu hennar undanfarnar vikur. Enn einu sinni ;rum við minnt á hversu skammt er milli lífs og dauða. Við eigum margar minningar tengdar henni úr félagsstarfinu. Það er mikið lán fyrir fámenn kvenfélög til sveita að eiga góðan félags- anda, svo hefur ætíð verið um okkarfélag. Ekki er ofmælt að hún hafi verið ein af styrkustu stoðum félagsins um árabil. alltaf boðin og búin til verka fyrir það. Hún varein af þessum traustu og áreiðanlegu manneskjum sem prýða hvern félagsskap. Hún verkaði alltaf hvetjandi á okkur hinar og gat verið nokkuð gustmikil á stundum ef henni þótti, en allar vissum við að hún átti hlýtt og gott hjarta. Hún var mjög félagslynd að eðlisfari, hafði gaman af söng og að dansa. Sjálfboðastörf innan félags eins og kvenfélagsins geta verið tímafrek og krefjandi, og reynir þá oft á þolinmæði fjölskyldna viðkomandi kvenna. Þar átti Rúna miklum skilningi að mæta þar sem eiginmaður hennar og börn voru, sem studdu hana með ráðum og dáð að hverju verki. En fyrst og fremst var hún eiginkona og móðir. Hún var fyrirmyndar húsmóðir og rausnarleg heim að sækja. Þá ber heimili hennar þess fagurt vitni hver völundur hún var til handa. Guðrún var fædd 12. júní 1930 og því aðeins 53 ára er hún lést. Hún var dóttir hjónanna Lilju Finnsdóttur og Andrésar Guðmundssonar er bjuggu á Saurum í Hraunhreppi. Þau Iifa dóttur sína. Árið 1954 giftist hún Árna Guðmundssyni og þau hefja búskap að Beigalda í Borgarhreppi sama ár. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll eru á lífi, hin mannvænlegustu börn. Nú er komið að leiðarlokum, vegi skilur um sinn. Við biðjum þann sem öllu ræður að blessa minningu okkar kæru félagskonu og veita huggun óldruðum foreldrum hennar, eiginmanni, börnum og barnabórnum, svo og systkinum og vinum. Hafi hún þökk fyrir samfylgdina. Kvenfélag Borgarhrepps. t í dag kveðjum við Guðrúnu á Beigalda hinstu kveðju. Það er erfitt að trúa því að hún sé horfin frá okkur, kallið kom svo óvænt. Guðrún fæddist á Saurum í Hraunhreppi 12. júní 1930, og þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum, Lilju Finnsdóttur og Andrési Guðmunds- syni, bónda, ásamt þremur systrum og fimm bræðrum. Nóg hefur verið að starfa á svo stóru heimili og börnin eflaust vanist því snemma að taka til hendi. Guðrún var afburða dugleg kona til allra verka. í mínum augum voru afköst hennar með ólíkindum mikil og vinna hennar frábærlega falleg. Sjálf var hún falleg og myndarleg kona, með sterkan og heillandi persónuleika. I orðskviðum stendur: „Væna konu hver hlýtur hana hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni og ekki vantar að honum fénist. Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína." Rúnu sína, þessa vænu konu, hlaut Árni Guðmundsson frá Álftártungu. f nær þrjátíu ár hafa þau búið á Beigalda í Borgarhreppi. Börnin þeirra fimm hafa vaxið þar upp og dafnað og hlotið frábært uppeldi auk eðliskostanna, sem foreldrarnir gáfu þeim í vöggugjöf. Og tengda- börn og barnabörn bætast við hvert af öðru. Ég veit að líf Guðrúnar var þannig að um ókomin ár verður hún fólki sínu fyrirmynd og veitir því með því styrk í þeirra lífsbaráttu. Svo mikið er víst, að eindrægnin, ástúðin og umhyggj- an, sem þau bera hvert fyrir öðru. hefur létt hina kvíðvænlegu bið undanfarnar vikur, og mun gera það áfram. Megi góður Guð hugga, vernda og styrkja aldraða foreldra hennar, eiginmann, börn og annað venslafólk. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þókk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Cuði, Guð þér nú fylgi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Aslaug Eiríksdóttir t Það er auðveldast að láta hugann reika aftur um tuttugu ár þegar sorgarfregn um lát Rúnu frænku minnar berst mér til eyrna. Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég kom fyrst að Beigalda, en frá sex ára aldri var ég þar kaupakona í fimm sumur. Árni og Rúna voru mér foreldrar og vinir þessa sumarmánuði og ég man ekki betur en að sólin hafi skinið oftar en undanfarin ár þegar ég dvaldi þar við leiki og störf. Rúna frænka hafði lag á því að kenna okkur til verka og mitt fyrsta starf hjá henni og Árna var að halda í 'halann við mjaltir og smátt og smátt urðu störfin fleiri og fjölbreyttari. Hugsanlega hef ég orðið matvinnungur þegar fram liðu stundir, en ætíð fengum við krakkarnir að finna það að við værum drjúgir hlekkir í búrekstrinum, enda fengum við að taka þátt í öllu því sem fram fór á Beigalda utanhúss sem innan. Rúna frænka var hinn mesti dugnaðarforkur og gekk til allra verka með krafti sem stundum virtist yfirnáttúrlegur. Hún lét ekkert stöðva sig í því að framkvæma góða hugmynd og mörgu fékk hún áorkað sem flestir hefðu talið óframkvæmanlegt. Hún tók virkan þátt í að byggja upp býlið á Beigalda og þegar erfiðisvinnu úti við var lokið að kvöldi fann hún sér tóm til að setjast við handavinnu og á heimilum vina hennar og vand- amanna sjást dæmin um leikni hennar við að handleika prjóna og önnur handavinnutól. Beigaldaheimilið hefur alltaf verið sívirkt og gestakomur tíðar. Gestir komu Rúnu aldrei í opna skjöldu, hún tók á móti öllum, háum sem lágum, með rausn og myndarskap. Einn var sá þáttur í lundarfari Rúnu, sem var öðrum yfirsterk- ari, en það var glettni. Hún hafði geysiríkt hugmyndaflug og orðaforði hennar bar þess merki. Hún var sjaldan í vandræðum með að finna hnyttna samlíkingu og frásagnir hennar af litlum atvikum gátu orðið stórkostlega kryddaðar skemmtisögur. Ég minnist margra slíkra frásagna og tárvotra augna hlæjandi áheyrenda. En gáski Rúnu var ekki eingóngu í orði. Hún var fæddur prakkari og það eltist ekki af henni. Rúna frænka var einnig virk í félagsmálum sveitarinnar; engum leið hún að sýna lítilmagnan- um óbilgirni og hörku ef einhvernþurftiaðverja gagnvart óréttvísi. Ég veit að margir minnast hennar með þakklæti fyrir stóra sem smáa greiða. Rúna var greind kona og fylgdist með málefnum líðandi stundar. Hún var áhugasöm um nýjungar í menntamálum, helst þó þeim sem fjölluðu um að bæta lífskjör lítilsmegnugra. Þetta sýndi hún ásamt Árna í því að styrkja öll börn sín til mennta með ráðum og dáð. Við krakkarnir sem voru í sveitinni hjá Árna og Rúnu skiptum nú tugum og ég veit ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég lýsi yfir innilegu þakklæti í þeirra garð. Beigaldaheimilið var óformlegur, en góður skóli. Þaðan útskrifuðumst við öll sem betri menn. Elsku Lilja, Mundi, Sessý, Alda, Steina Dísa og Árni, ég votta ykkur af heilum hug samúð mína og bið góðan guð að styrkja okkur öll á þessari kveðjustund. Gulla. t»eir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í ísleridinga- þætti, eru vinsamlegast bednir um að skila vélrituðum handxitúm íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.