Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Side 3
Þorsteinn Egilson ræddur 2. mars 1913 Dáinn 2. septcmber 1983 Drengur góður en genginn. i’orsteinn Egilson, tryggingarfræðingur lést föstudaginn 2. september í Reykjavík, sjötugur að aldri. Porsteinn fæddist í Reykjavík 2. mars 1913, sonur hjónanna Guðrúnar Egilson, dóttur Péturs Thorsteinssonar á Bíldudal, og Gunnars Egilson verslunarfulltrúa íslands í Miðjarðarhafslöndum og víðar, en hann var sonarsonur Sveinbjörns Egilssonar rektors. Verða hinar þekktu ættir Þorsteins ekki raktar lengra hér. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum í stórum systkinahópi fyrst í Reykjavík, en síðar um árabil erlendis lengst á Spáni. Faðir Þorsteins lést 8. ágúst 1927. Fluttist þá móðir hans með börnin 7 að tölu, 2 sonu og 5 dætur, heim til Reykjavíkur og átti Þorsteinn þar heima eftir það. Haustið 1927 gekk Þorsteinn í Menntaskólann í Reykjavík og stund- aði þar nám í 6 vetur. Brautskráðist hann stúdent úr stærðfræðideild vorið 1933. Þorsteinn vakti strax athygli mína er ég kom í bekk hans 1931. Því olli siðfágun hans og ljúfmannleg framkoma í hvívetna samfara leiftr- andi gáfum. f öllum greinum var námið honum leikur. Hann hafði ánægju af því öllu, þótt stærðfræðin heillaði hann mest. Við Þorsteinn urðum fljótlega góðir kunningjar þótt náinn félagsskapur og vinátta tækist ekki með okkur í skóla, enda var hann innhverfur og leyndi sínu dýpsta hugarþeli fyrir öðrum en þeim sem næst honum stóðu eða voru í innsta vinahópi hans. Þegar í skóla las Þorsteinn auk námsbókanna fagrar bókmenntir jafnt sem pólitísk fræðirit og dagblaðaþras. Hann unni hverskonar listum ekki síst tónlistinni enda söngvinn í meira lagi eins og margir bekkjarfélagar hans. Vegna mannkosta sinna var Þorsteinn sjálfkjörinn foringi í sínum bekk, enda sinnti hann af alúð félagslífi í skólanum. Hann var kjörinn inspector scholae af nemendum skólans haustið 1932. Um þærmundir var mikið deilt um stjórnmál á landi hér og fór Menntaskólinn ekki varhluta af þeim átökum. Unga fólkið er oft öfgafullt í skoðunum og innan Menntaskóláns bar mest á öfgaöflunum til hægri og vinstri. Tókst þeim að skipta nær öllum nemendum í tvær því nær jafnfjölmennar fylking- ar, aðeins örfáir miðflokkamenn héldu jafnvæginu og kvikuðu hvergi. Þorsteinn var í hópi hinna róttæku og eflaust áhrifamikill vegna festu sinnar, þrátt fyrir hógværð í málflutningi. Á þessum árum var í gildi sú fáránlega skóla- regla að nemendur máttu hvorki í ræðu eða riti fjalla um stjórnmál á opinberum vettvangi. Um þessar mundir var venja að Menntaskólinn sæi um eina kvöldvöku á vetri í Ríkisútvarpinu og bera að sjálfsögðu ábyrgð á efni hennar. Kvöldvaka þessi var haldinn síðla vetrar 1932 -33. Ráða- menn skólans töldu að málflutningur eins nemandans samrýmdist ekki skólareglum. Varð af þessu tilefni upphlaup í skólanum af hálfu hægri fylkingarinnar, sem bitnaði mest á inspector íslendingaþættir scholae og tókst með hörku að hrekja hann úr stöðu sinni. Þorsteinn óx að virðingu hjá stuðn- ingsmönnum sínum og einnig meðal margra andstæðinga vegna þess af hvílíkri festu og prúðmennsku hann kom fram í þessari deilu. Mig grunar þó að þetta atvik hafi sært Þorsteinn sári sem hann hafi ætíð borið ör eftir, en hann duldi það öllum. Erfiður fjárhagur mun hafa valdið því að Þorsteinn lagði ekki í langskólanám, en næstu tvö ár eftir stúdentspróf dvaldi hann í London við nám í vátryggingum og niðurjöfnun sjótjóna. Þetta nám sem annað veittist honum létt og varð hann einn færasti eða færasti sérfræðingur á sviði sjótjóna hér á landi. Samhliða þessu námi lagði Þorsteinn stund á ensku og varð löggiltur skjala- þýðandi í því máli. Fyrstu tvö árin að loknu námi stundaði Þor- steinn kennslu og oft síðan í ígripum. Hann kenndi við ýmsa skóla eins og Kennaraskólann, Menntaskólann í Reykjavík, Gagnfræðaskóla Reykjavíkur o.fl. og ætíð eftirsóttur enda ágætur kennari. Ungur samdi Þorsteinn ásamt Guðmundi Arnlaugssyni bekkjarbróður sínum,síðar rektor, Dæmasafn fyrir alþýðu og gagnfræðaskóla, sem þótti ágæt kennslubók og hefur mikið verið notuð. Þótt kennsla léti Þorsteini vel, vann hann lengst og mest að öðrum störfum, einkum í sérgrein sinni vátryggingamálum, bréfritun og skjalaþýðingum. Hann starfaði hjá Tryggingastofnun ríkisins 1937 -42, hjá G. Helgason & Melsted 1942 -45, hjá Ríkisútvarpinu 1945 -55 og Fálkanum h/f 1955 -57. Þá réðist hann hjá íslenskri endurtrygg- ingu þar sem hann vann við vátryggingarstörf uns hann lét af störfum 1974. Þorsteinn var mikill áhugamaður um tryggingar og kenndi skipatrygg- ingar o.fl. við Tryggingarskólann, sem stofnaður var 1962. Hann var brátt kjörinn í skólanefnd þess skóla og samdi kennslubók í skipatryggingum sem kennd hefur verið í skóla þessum. Fyrir fáum árum trúði Þorsteinn mér fyrir því að hann væri ánægður með hve vel sér hefði tekist að miðla öðrum af sérþekkingu sinni. Síðan 1974 starfaði Þorsteinn á eigin vegum tók að sér viðfangsefni fyrir tryggingarfélög, vann að skjalaþýðingum o.fl. Er Þorsteinn lauk stúdentsprófi opinberaði hann trúlofun sína með Snæfríði Davíðsdóttur, kaupmanns á Þórshöfn og síðan í Reykjavík Kristjánssonar og konu hans Halldóru Arnljóts- dóttur, prests á Bægisá og Sauðanesi og alþingis- manns. Snæfríður og Þorsteinn giftust 22. febrúar 1936. Hjónaband þeirra og heimilislíf var alla tíð sönn fyrirmynd, enda þau samvalin að Ijúflyndi og drenglund. Þau nutu mikils barnaláns, eignuðust 5 börn, gæddum mannkostum foreldra sinna, Gunnar 1936, Dóru 1938, Guðrúnu, 1945, Davíð 1950, og Snæfríði Þóru 1956. Systkinin hafa öll lokið námi og stofnað heimili. Barnabörnin eru orðin 13 og eitt barnabarnabarn. Það lá fyrir okkur Þorsteini að nema í Bretlandi, hann í London en ég í Edinborg. Á þeim árum hittumst við nokkrum sinnum og tókst þá með okkur vinátta, sem treystist við meiri kynni og entist til lokadægurs. Sama gilti um konu hans, hugþekkari og gæðaríkari kona er vandfundin. Heimili þeirra og uppeldi barnanna bar þessa ríkulegan vott. Þorsteinn Egilson var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, höfuðstór og mikilleitur, ennið hátt og fagurlega hvelft, nefið breitt og söðulbakað, haka og munnur vel löguð og í góðu samræmi við upp andlitið, eyrun stór, augun mild og brýnnar miklar og gáfu öllu yfirbragði þrótt og karlmann- legt viðmót. Hann vareinsogáðurgeturfjölgáfað- ur og listrænn, dulur í skapi en þó hlýr og brosmildur og bjó yfir ríkri kýmni. Nærvera hans kom öllum í gott skap. Hann var skyldurækinn drengskaparmaður í hvívetna, ógleymanlegur þeim sem honum kynntust, sannur sósíalisti, ósíngjarn og ávallt reiðubúinn að halda hlífiskildi yfirr þeim er minna máttu sín í samfélaginu. Um hálfrar aldar skeið höfum við Þorsteinn skipst á heimsóknum allreglubundið þótt við höfum ekki átt samleið í störfum eða tómstunda- iðju. Ekki veiktust vináttuböndin eftir að ég kvæntist. Við hjónin eigum ótal ógleymanlegar ánægju- stundir frá gagnkvæmum samverustundum með þeim Snæfríði og Þorsteini og börnum þeirra. Sjaldan hefur brugðist að Þorsteinn og tveir aðrir bekkjarbræður okkar, Gísli Ólafsson og Guð- mundur Arnlaugsson, hafi komið til okkar hjóna síðdegis á gamlársdag. Höfum við þá átt saman ógleymanlegar ánægjustundir, sem við hjónin fáum aldrei fullþakkaðar. Nú er Þorsteinn okkar horfinn, en hans verður minnst meðan við félagar eigum eftir að hittast. Þorsteinn Egilson er harmdauði öllum sem hann þekktu og að sjálf- sögðu mest þeim sem næst honum stóðu. Við hjónin vottum Snæfríði, börnunum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum vinum og frændum Þorsteins innilegrar samúðar. Halldór Pálsson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.