Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 4
Haukur Ólason Fæddur 5. janúar 1958 Dáinn 20. júní 1983 Hve æskan erfögur unaðslíð og ungu vonirnar glæstar, við leggjum með gleði út í lífsins stríð þó leiðirnar þekkjum fæstar, þá óttumst við hvorki Orrahríð né öldur er rísa hæstar. Þú ástkæri sonur, hneigst í val er háð voru skylduslörfin, með hetjum á djúpið lialda skal því hér er nú brýnust þörfin, þið óttuðust hvorki dauðank dal né dauðans er lífsins hvörfin. En svo kom stóra stundin sú í starfi með hetjum ungu, þeirfundu ei á sér fremur en þú þau forlögin heljarþungu, og sofnuðu rótt í sælli trú með síðustu bæn á tungu. Og bænin var heyrð, því engill einn við ungu sveinunum hrærði, þeir fundu ei hörmungar né hita neinn til himins þá andinn færði, og hann gekk á undan brosandi og beinn og barns sálir þeirra nœði. Þú hafðir svo frjólt og heilbrigt mál i heillandi æskuskrúði, svo allt sem var kennt við illsku og tál því itndan þér jafnan flúði, og Guði sé lof, nú sæl þín sál þú, sonur hjarlaprúði. Þú varst okkar yndi, von og traust með viðmótið stillta, Itlýja, hjá unnustu og barni blessan hlaust, sem birti ykkur heima nýja, og með sannri elju þú áfram braust þér ei þttrfti Itttgar að frýja. Við, faðir og móðir og vinir víst þig vilja með elsku kveðja, við fundum þig máttum við missa síst, hvað mun nú vora þrá seðja, en sonur, þín ntynd gegnum sortann brýst við sálirnar hryggu gleðja. Ó, far vel sonur í fegri heim. hvar fegurstu blómin gróa, hvar allt er svo ríkt af andlegum seim, hvar eilífðarblómin gróa, og þér verður höndum tekið tveim í tilvist hins góða og frjóa. Þó okkur sýnist nú dægrin dökk og dimmviðri, sólin falin, þá hylla þig vina hjörtun klökk sem hetju er féll í valinn, og sendum þér harmsára Itjartans þökk í himneska gleðidalinn. Krístín M J.B. t Hve sæl, ó, Itve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund. Um sólskin kvað fuglinn og sá hvergi skúr, þá sólin rann í haf, var kominn í búr. Um sttmardag blómið í sakleysi Itló, en sólin hvarf og élið til foldar það sló. Og dátl lét sér barnið um dagmálamund, ert dáið var og stirnað um miðaftans stund. Þann 28. júní s.l. var til moldar borinn frá Bústaðakirkju, ungur vinur okkar Haukur Óla- son, Akurgerði 4. sonur Óla Þorsteinssonar, pípulagm. og Jónínu Björnsdóttur, Yrsufelli 10, sem vinnur við iðjuþjálfun á Borgarspítalanum. Eina systur átti hann Sigrúnu Óladóttur, sem er við nám í Danmörku og býr þar með sinni fjölskyldu, en kom heim til að kveðja kæran bróður. Við getum vart rúað að hann sé allur, hann sem var rétt að byrja starfið, nýgenginn út úr skólanum með vélstjóraprófið sitt. Það er ekki löng lífssaga tuttugu og fimm ára manns. sem er að byrja ævistarfið og ekki margt um að segja þó að mörgum sé æskan besti tími lífsins. Víst var alvara lífsins tekin við hjá Hauki, þar sem hann átti heitmey Ingveldi Gísladóttur, fóstru og lítinn níu mánaða dreng ívar. Það var líka glaður maður, sem var að fara út í lífsbaráttuna að vinna fyrir fjölskyldunni sinni og byggja upp fyrir framtíðina. Allir horfðu glaðir fram á við. - Inga og Haukur hafa verið saman síðan á unglingsárum og stutt hvort annað í námi og starfi, einnig átti hann sitt annað heimili hjá foreldrum hennar. Sem drengur var Haukur mörg sumur í Oddgeirshólum í Hraungerðishrepp og oft var rennt austur ef tækifæri gafst. - Svo oft sem við höfum verið gestir á heimili Jónínu og manns hennar Þórðar Rafns Guðjónssonar glaðnaði í ranhi er Haukur og Inga litu inn og litli ívar. Nú er Haukur horfinn, við þökkum af hjarta að hafa fengið að kynnast honum. Öllum ástvinum hans vottum við dýpstu samúð og biðjum þeim styrks á erfiðum stundum. Við minnumst einnig skipsfé- laga hans, sem fórust með honum í brunanum í Gunnjóni G.K. Flýt þér, vinttr, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vœngjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Jóna Sigurðardóttir Jón Einarsson. t Ekki mun deilt um sannleiksgildi hins kunna spakmælis: Vinnan göfgar manninn. Piltur, sem elst upp á góðu alþýðuheimili með foreldrum sínum, sívinnandi innan og utan heimilis, Ijómar á fermingardegi sínum sem sterkur stofn, er samfélagiðvæntirsérgóðs af í lífi og starfi, óskir, vonir og bænir fylgja honum. Reglusemi og prúðmennska fylgdu Hauki Ólasyni úr hlaði: Akurgerði 4. Foreldrar hans eru Jónína Björns- dóttirsjúkraliðiogÓIi Þorsteinsson pípulagninga- maður, bæði vinnuforkar. Haukur átti eldri systur, Sigrúnu, arkitekt í Danmörku. Haukurvar snemma verkfús bæði við sveitastörf og í borginni og hafði sérstakan áhuga á vélum og reyndi þar nokkuð á, er hann varð eina vertíð aðstoðarmaður við vélgæslu, er mun bæði hafa ýtt undir námsvilja í þeirri grein og bent til góðra hæfileika þar til og hlaut að mér skilst vel tiltrú þeirra, er á öruggum og dugandi manni þurftu að halda. Eftir góð námslok í Vélskólanum, sannar það gott álit á 25 ára gömlum pilti, að vera strax ráðinn yfirvélstjóri á góðu skipi. Maður á blóma- skeiði ævinnar. sem er að hefja sjálft ævistarfið, að stofna heimili með unnustu sinni og barni, leggur glaður upp í sína fyrstu sjóferð sem fyrsti vélstjóri í fyrstu ferð þessa skips, Gunnjóns GK 506. Ailt er þetta brosandi eins og æskan, djarfhuga framtaksstarf sem okkar litla þjóð byggir tilveru sína á. Þótt allt muni þar hafa verið gert sem best úr garði, svo sem hugir og hendur máttu best veita, rynum við daglega, að eitt vald í heiminunt er æðra öllu mannlegu, þrek og kjarkur megnar þar ekki viðnám að veita: Oft þó sigri ofsa rok œvidags á hausti og vori, enginn veit hvorl œvilok eigi hann í næsta spori. Svo ægisterk var þessi ógnarbára, eldsvoðinn. sem braut á skipinu Gunnjóni að þola máttu skipverjar þá hörðu raun að geta ekki bjargað úr eldsvoðanum þeim félögum sínum Hauki Ólasyni, Eiríki Ingimundarsyni og Ragnari Júlíusi Hall- mannssyni, og þótt hjálp bærist, reyndist baráttan löng og hörð og mátti í öðru tilfelli ekki tæpara standa. 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.