Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Qupperneq 8
Snæbjörn Sigurðsson, 75 ára Hinn 22. ágúst s.l. varð Snæbjörn Sigurðsson fyrrum stórbóndi á Grund í Eyjafirði, 75 ára. Hann er fæddur að Garðsá í Eyjafirði árið 1908 og var yngsta barn sinna foreldra og hið níunda í röðinni. Af þessum stóra systkinahópi eru sex á lífi enn. Snæbjörn er enginn hversdagsmaður. Hann gengur sínar eigin götu og lætur sig litlu skipta hvað almenningi finnst um það ferðalag hans og hann hikar hvergi né kvikar þótt sýnilegir erfið- leikar séu á þeim leiðum. ísland á alltof lítið af slíkum kjarnamönnum og einmitt þess vegna get ég ekki látið hjá líða að minnast Snæbjarnar lítið eitt á þessum tímamótum á ævi hans. Ég kynntist Snæbirni fyrst þegar foreldrar hans fluttu inn að Leyningi í nágrenni foreldra minna. Þá var hann rétt kominn yfir fermingu. Ekki urðu kynni okkar mikil í það sinn, en eftir að ég náði fullorðinsaldri urðu þau meir og uxu sífellt með árunum. Ég hef alltaf haft gaman af því að hitta Snæbjörn. Hann er maður hress í máli og algerlega laus við allt víl og volæði. Hann talar tæpitungulaust og kjarnmikla íslensku, sem stund- um hefur keint af fornmálinu, enda hefurltann lesið íslendingasögur meira en almcnnt gerist og mig grunar að hann hafi lesið sumar þeirra ærið oft, einkum Sturlungasögu. Hann kann ótrúlega mikið af orðaræðum manna utanbókar og at- burðarás flestra sagnanna getur hann rakið án mikillar fyrirhafnar. Ýmis spakmæli og snjallyrði sögualdarmanna og Sturlunga eru Snæbirni tungu- töm og hann á oft létt með að segja það í einni setningu, sem aðrir þurfa langt mál til að útskýra. Þessi orðsnilld Snæbjarnar hefur valdið því að hann á létt með að tala aðra menn inn á sitt mál og á þann hátt hefur honum stundum heppnast betur en öðrum að koma sínum hugðarefnunt til betri vegar. Aörir menn hafa líka notið góðs af þessum hæfileikum Snæbjarnar því að hann er hjálpsamur maður að eðlisfari og hugkvæntur á ráð til að leysa úr erfiðum vandamálum. Eins og gefur að skilja hlaut maður eins og Snæbjörn að verða settur í ýmis störf í sinni sveit. Ég treysti mér ekki til að gera skrá yfir þau öll, en ég veit að hann var árum saman formaður skólanefndar Hrafnagilshrepps og leysti þar oft erfið störf, einnig var hann lengi í stjórn mjólkur- flutningafélagsins og hann var nokkurs konar framkvæmdastjóri fyrir byggingu félagsheimilisins Laugaborgar og það var langt frá því að vera vandalaust starf. Ég læt þessa upptalpingu nægja og vík að bóndantim Snæbirni og minnist lítillega á ætt hans. Sjálfsagt finnst Snæbirni lítið til um þá ættfærslu mína, því að hann er ættfróður með afbrigðum. Foreldrar Snæbjörns voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir og Sigurður Bjarnason, fræðimaður, frá Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal. Þau hjón bjuggu lengst á Snæbjarnarstöðum. Af þeim hjónum er komin fjölmenn ætt sem kennir sig við Snæbjarnarstaði. Þegar Snæbjörn var 25 ára gamall kvæntist hann Pálínu Jónsdóttur, ættaðri úr Hrísey. Hún var hin mesta myndarkona í sjón og að handbragði, eins og hún átti kyn til. Það sama ár byrjuðu þau búskap í Hólshúsum, en sá bær stendur á hóli fyrir utan og ofan höfuðbólið Grund og var hjáleiga þaðan. Snæbjörn hafði þá verið ráðsmaður hjá Margréti systur sinni í nokkur ár, en hún var þá orðin ekkja eftir fyrri mann sinn, Magnús Sigurðs- son. 1 Hólshúsunt bjuggu Snæbjörn og Pálína í einn og hálfan áratug. Jörðin var illa hýst svo þau urðu að byggja öll hús að nýju. Það var stórt átak fyrir ung og efnalítil hjón á krepputímum. Börn- unum fjölgaði líka ört. Alls urðu þau sex. Þau eru: Sigurður bóndi á Höskuldsstöðum í Eyjaíirði, Holmfríður löglræðíngur í Reykjavík, Sighvatur læknir t' Keflavík og einnig í Reykjavík, Jón kennari í Hveragerði, Ormarr kennari við Þelamerkurskóla og Sturla kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Auk þess ólu þau Pálína upp einn sonarson sinn, Þórð Sturluson. Árið 1947 var hálflendan á Grund auglýst til sölu. Ýmsir höfðu hug á að eignast þá ágætu jörð, en fáum þótti fært að leggja í þau kaup. Þess vegna kom það flatt upp á marga, þegar það fréttist að Snæbjörn hefði fest kaup á hálfri Grund. Það þurfti dirfsku og áræði til að stíga þetta skref. Vafalaust hafa þetta verið erfið kaup, en Snæbjörn hafði gott fjármálavit og hann bjó á Grund svo lengi sem hann var við búskap. Hann bjó þar stórbúi og komst oftar en einu sinni í það að vera hæsti mjólkurinnleggjandinn í Mjólkursamiagi K.E.A. Grund seldi Snæbjörn ekki fyrr en hann hafði misst konu sína, en hún dó 21. mars 1982. Þá var Snæbjörn farinn að heilsu og dvelur nú á Kristneshæli. Hið hress og glaða viðmót er ekki lengur líkt því sem áður var, en hann talar þó enn sitt kjarnmikla mál sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Minni hans má teljast allgott. Hann getur enn þulið langa kafla úr Sturlungu utanbók- ar ef svo ber við að horfa. Hann unir sér furðu vel við lestur og vísnagerð. Hann hefur alltaf gert vísur frá því hann var unglingur, en nú hefur hann tíma til að fága þær og fægja og gera þær dýrt kveðnar. Snæbjörn sendir ekki lengur heillaskeyti nema í bundnu máli og það eru ekki margorð ljóð en það eru vísur sem tekið er eftir. Að lokum óskum við hjónin þessum gráhærða öldungi allra heilla á ævikvöldinu og afkomendum hans guðs blessunar. Angantýr H. Hjálmarsson. Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar / í Islendingaþætti eru vinsamlegast beðnir að skila vélrituðum handritum 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.