Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDING AÞÆTTIR Miðvikudagair 2& septemfeer 1983 — 36. tbl. TÍMAIMS Theódór Sigurgeirsson bóndi Brennistöðum í Flókadal Fæddur. 22.09.1895. Dáinn. 04.08.1983. Theodór Sigurgeirsson, sem lést 4. ágúst s.l. í Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, var jarðsung- inn frá Reykholtskirkju í Borgarfirði 11. ágúst. Theodór var fæddur að Efri-Brunná í Dalasýslu 22. september 1895. Foreldrar hans voru Sigurgeir Sigurðsson og kona hans Jórunn Eyjólfsdóttir. Sigurgeir var kominn af bændum í Dalasýslu. Hann var Sigurðsson bónda á Hólum í Hvamms- sveit, Árnasonar bónda á Leysingjastöðum, Jóns- sonar bónda í Magnússkógum, Pálssonar. Jórunn móðir Theodórs var dóttir Eyjólfs Bjarnasonar bónda á Múla í Gilsfirði og Jóhönnu Benediktsdóttur og átti Eyjólfur hana áður en hann giftist. Eyjólfur í Múla var Bjarnason, prests í Garpsdal, Eggertssonar prests í Stafholti, Bjarnasonar Pálssonar landlæknis og konu hans Rannveigar Skúladóttur landfógeta Magnússon- ar. Jórunn, móðir Theodórs, var lærð Ijósmóðir. Hún átti mörg hálfsystkin og voru sum þeirra vel kunn. Má þar nefna Höllu skáldkonu á Laugabóli. Stefán bónda á Kleifum, Guðmund Geirdal o.fl. Foreldrar Theodórs bjuggu nokkur ár á Skáld- stöðum í Reykhólasveit, þar missti Jórunn heils- una og þau hjón brugðu búi. Átta ára gamall fór Theodór í fóstur til Hallfreðs Eyjólfssonar, móð- urbróður sínsog konu hans Kristrúnar Jónsdóttur. Þau bjuggu að Gróustöðum og Bakka í Geiradal. Þau reyndust Theodóri mjög vel og leit hann alltaf á Kristrúnu sem sína aðra móður. Hjá þeim átti hann heima til fullorðins ára. Á unglingsárum var Theodór í vinnu á ýmsum bæjum í nágrenriinu, m.a. á Tindum og í Króksfjarðarnesi. Snemma árs árið 1915 fór Theodór til Reykjavíkur í atvinnuleit. Hann starfaði fyrst á netaverkstæði, sem Sigurjón Pét- ursson á Álafossi átti. En um sumarið vann Theodór í Gróðrarstöðinni í Reykjavík hjá Einari Helgasyni. Þar var kennd ræktun matjurta og jarðvinnsla með hestaverkfærum. Frá hausti 1915 til vors 1919 vann Theodór hjá Landsversluninni í Reykjavík. en hún var starfrækt á stríðsárunum fyrri. Sumarið 1919 var Theodór kaupamaður á Brennistöðum í Flókadal og í Skógum. að hálfu á hvorum stað. Haustið 1919 keyptið Theodór litla verslun að Óðinsgötu 30 í Reykjavík. ásamt öðrum manni. Síðar eignaðist hann verslun að Nönnugötu 5. Fyrstu árin í Reykjavík hélt Theodór heimili með móður sinni en fyrsta desember 1928 kvæntist hann Þóru Árnadóttur frá Brennistöðum. Við Nönnugötu bjuggu þau í sjö ár. Árið 1935 fluttust þau hjónin að Geithálsi í Mosfellssveit þar sem þau höfðu dálítinn búskap og greiðasölu. Vorið 1938 fluttust þau hjón að Brennistöðum í Flókadal og tóku þar við búskap af Árna föður Þóru og Bjarna syni hans, sem þar höfðu búið Þar með 'hófst aðal æfistarf þeirra hjóna. Á Brennistöðum bjuggu þau myndarbúi. Ekki vartilveran þó alltaf dans á rósum. Tvær heimsstyrjaldir lifðu þau. Heimskreppan lét þau ekki ósnortin fremur en aðra landsmenn. Þá áraði svo illa, að bændur urðu sjálfir að taka við öllum þeim afurðum sínum, sem kaupfélógin gátu ekki selt. Mæðuveikin herjaði og eins og aðrir bændur víðast á landinu, varð Theodór að skera niður allan sinn fjárstofn. Vestfirðingar höfðu sloppið við þessa illræmdu pest vegna einangrunar sinnar og fékk Theodór nýjan fjárstofn þaðan. En sjaldan er ein báran stök. Það var harður vetur, bæjarlækurinn sem verið hafði í klakaböndum braust úr farvegi sínum eina nóttina og flæddi inn í fjárhúsið. Þar drukknuðu fimmtíu kindur. Þetta var mikið áfall fyrir heimilið. Sveitungarnir hugðust stofna til samskota eins og góðum grönnum sómdi, en þau hjóri voru of stolt til þess að þiggja slíka hjálp þótt hún væri boðin af einlægni og náungakærleika. Og með þeim dugnaði og ósérhlífni, sem ávallt einkenndi þau hjónin, tókst þeim að endurnýja bústofninn og bæta við hann. Þau bjuggu myndar- búi á Brennistóðum allt til ársins 1967 að þau leigðu Árna syni sínum sinn jarðarhluta. En frá því árið 1963 höfðu þau búið á hálfri jörðinni. Síðustu æviárin var Theodór mjög heilsuveill og mikið við rúm. Hann þjáðist af illkynjaðri hey- mæði og var auk þess mjög fótaveikur. Dvaldist hann af og til á Akranesspítala, en þar var hann einmitt þegar kona hans, Þóra, sem hafði haldið heimili fyrir þau hjón að Brennistóðum, var flutt mikið veik á spítalann. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Missir konu sinnar var Theodóri mikið áfall. Þótt hann bæri harm sinn í hljóði var auðfundið að hann þráði nú þá stund að hann mætti sofna svefninum eilífa. Þóra Árnadóttir var fjölhæf, vel menntuð og mikilhæf kona komin af góðum ættum. Theodór Sigurgeirsson hafði meðfædda hæfileika sagnar- þuls, þótt hann léti ógert að skrá á blað hugsanir sínar. Skemmtilegri sögumann hefi ég ekki hlýtt á. Einkum fórst honum vel að segja frá liðnum atburðum. Var þá sama hvort hann sagði frá uppvaxtarárum sinum í Geiradal, dvöl sinni í Reykjavík Frostaveturinn mikla eða Spænsku veikinni, sem herjaði landsmenn. Frásagnir The- odórs af samtíðarmönnum sínum voru leiftrandi af kímilegum atburðum, glettni og lifandi mann- lýsingum. Það var ávallt hátíð á Einarsnesi 78 í Reykjavík þegar tengdaforeldrar mínir elskulegu komu til að dveljast hjá okkur hjónunum og börnum okkar um lengri eða skemmri tíma. Börn þeirra hjóna Þóru Árnadóttur og Theodórs Sig- urgeirssonar eru: Valgerður, sem er gift Kristjáni Jónssyni, leikstjóra. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn, Rannveigu og Theodór, auk tveggja dætra Valgerðar, Þóru og Heiður. Þóra er gift Ragnari Þorsteinssyni og eiga þau þrjá syni, Halldór Gunnar, Þorstein Theodór og óskírðan son nýfæddan. Þau búa í Reykjavik. Heiða, sem einnig er búsett í Reykjavík er trúlofuð Jónatani Brynjólfssyni. Þorsteinn, húsasmíðameistari er kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Hólmavík. Þau búa í Borgarnesi og eru þeirra börn Ágústa, Birna, Theodóra og Þorsteinn Þór. Birna er gift Þorvaldi Heiðarssyni og eiga þau tvær dætur, Önnu Sigríði og Theodóru Lind. Þau búa í Borgarnesi. Árni bóndi og smiður á Brennist- öðum, er kvæntur Vigdísi Sigvaldadóttur frá

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.