Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1983, Blaðsíða 7
85 ára Bergur Þorleif sson Flatey á Mýrum 20. þessa mánaðar varð Bergur Þorleifsson í Flatey á Mýrum í Austur Skaftafellssýslu 85 ára. Hann hefur alist þar upp frá því að hann var barn að aldri, hjá þeim hjónum Halldóru Pálsdóttur og Jóni Halfdánarsyni, og að þeim látnum með börnum þeirra, og fósturbróður, Sigurði Ketils- syni. Hann er því mörgum kunnugur í Skaftafells- sýslum, ekki vegna aldurs, heldur fyrir það að þetta er sómamaður í hvívetna og má hvergi vamm sitt vita. Höfðingi er hann heim að sækja, hvort heldur er um fjölmenni eða fámenni að ræða og er þá hrókur alls fagnaðar, og kann þá vel að meta, að lyft sé glasi í góðra vina hóp. Bergur á marga og góða kunningja á meðal hestamanna, og sennilega margar skemmtilegar endurminningar frá þeim stundum, sem hann getur yljað sér við á efri tíma ævinnar. Vafalaust heyra hestamenn hófaskellina og faxið fylla fangið þegar árin færast yfir, þó leiknum sé hætt. Bergur hefur átt marga góða hesta um dagana og þeir Flateyjarbændur. Frá Bergi eru komnir margir góðhestar sem hlotið hafa viðurkenningu og frama bæði á sýningum og á hlaupabrautinni, og hafa þeir því launað uppeldið sem Sörli forðum. Þessir hestar hafa borið uppalanda sínum og húsbónda, glöggt vitni um það að Bergur er glöggur hestamaður og að þeir hafa oft fengið góða tuggu og bita úr hans hendt, og enn í dag á Bergur úrvals hestaefni sem hann dekrar við. Það er ekkert einkennilegt þó þessir menn, sem eru aldir upp við að umgangast hesta frá barnsaldri, og eru glöggir og eftirtektarsamir verði fljótt varir við hvað í skepnunni býr, og þeir eru líka fljótir að koma auga á þau einkenni sem góðan hest mega prýða. Áður fyrr var lögð áhersla á að ala upp trausta og örugga vatnahesta, svo sannarlega þurfti fólkið sem byggði þessa staði á öruggum hestum að halda, þar sem kolmórauð jökulvötnin byltust fram undan jöklum, og lokuðu stundum og oft alfaraleiðum og þá var ekkert að treysta á nema hestinn. Þá launaði nú margur hesturinn góðan bita og tuggu, með því að brjótast yfir beljandi vötnin á tæpasta vaði. Þetta þekkti Bergur og hans aldurshópur, sem í Skaftafellssýslunum bjó. Á yngri árum Bergs var það alvanalegt að þeir sem áttu heimangengt færu á vetrarvertíð og það gerði Bergur oftastnær. Þá var farið að Höfn. Hann var ætíð landmaður á þessum vetrarvertíðum, þá var alvanalegt að landmenn sem unnu við bátana í þá daga á Höfn yrðu sjálfir að afla beitu á línuna sem róið var með hverju sinni. Það var því mikils virði að hafa góðan mann í hverju rúmi, sem skipað var. Bergur var eftirsóttur vegna síns dugnaðar og ósérhlífni að hverju sem gengið var. Þetta var loðna sem um var að ræða, og gekk hún inní fjörðinn í stórum torfum, þetta var mikið kalsöm og erfið vinna, og oft á tíðum við hin erfiðustu skilyrði að etja. Farkosturinn var oftastnær litlar bátskænur með árum einum. Það hefurekki alltaf verið auðsótt að sækja gull í greipar Ægis þó stutt sé farið til fanga. Við þessar veiðar var oft verið í kolamyrkri, ekki lét snjókoman á sér standa eða hrella, stormur úr ýmsum áttum og þungur straumur út og inn um ósinn. Allt þetta og margt fleira hrjáði þreytta og lúna menn, og oft svefnlitla. Hornfirð- ingar sem þennan tíma lifðu og börðust í, þeir ■muna víst marga beituferðina og hana misjafna frá gamalli tíð. Bergur var líka mörg ár sem fláningsmaður í sláturhúsinu á haustin, og var hann eftirsóttur í það starf. Ég sem þessar línur rita hef átt því láni að fagna að þekkja Berg og aðra Flateyinga um áraraðir og þakka ég þeim öllum góð kynni, og þér Bergur minn þakka ég góða vináttu og drengskap mér og mínum til handa frá fyrstu tíð. Ég vona að þín komandi ævikvöld verði umvaf- in heiðríkju og ró. Til hamingju með afmælið, lifðu heill. Sigurður Bjarnason 80 ára Guðrún Auðunsdóttir húsfreyja í Stóru-Mörk Guðrún Auðunsdóttir. húsfreyja í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, fyllti áttunda áratuginn 23. september 1983. Hún fæddist 23. september 1903 í Dalsseli. dóttir hjónanna Auðuns Ingvarssonar og Guðlaugar Helgu Hafliðadóttur. sem þar bjuggu rausnarbúi um langt skeið. Dalssel, sem er einn hinna svonefndu Hólmabæja vestan Markar- fljóts. var mjög í þjóðbraut á fyrri tíð. því að þar lá þá alfaraleið yfir Fljótið. áður en það var brúað allmiklu ofar. Það var því jafnan gestkvæmt í Dalsseli. enda gott þar að koma. Auðunn var stórbóndi og rak auk þess umfangsmikla verslun og önnur umsvif. Hann var glaðvær. gestrisinn og veitull og ekki dró þá húsmóðirin úr góðum viðtökum. því að jafnan vildi hún hvers manns vanda levsa. Á þessu fjölmenna rausnarheimili ólst Guðrún Auðunsdóttir upp í hópi níu efnilegra systkina. íslendlngaþættir Mikið var starfað, því að margs þurfti búið við, en þó gafst tóm til að iðka söngva og sögur, hagmælsku hljómlist. leiki og félagsstörf, svo að heimilið varð eins konar mcnningarmiðstöð æsku- fólks á nálægum slóðum. Guðrún dvaldist á æskuheimili sínu fram undir fullorðinsár. Skóla- ganga var stutt og stopul undir Eyjafjöllum eins og víða í sveitum á þeirn árum, cn notadrjúg reyndist þó sú menntun í besta lagi. Það hjálpaði einnig mjög að í Dalsseli var bókakostur góður, þar sem íslenskar sögur, fornar og nýjar. og Ijóð góðskáldanna skipuðu öndvegi. Las Guðrún jafn- an mikið frá unga aldri og hafði snemma Itið mesta yndi af góðum skáldskap. Sautján ára gömul hélt Guðrún til Reykjavíkur og dvaldist þar um skeið hjá góðu fólki á myndarheimili. Var dvölin þar senr eins konar Framhald af bls. 6 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.