Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1983, Blaðsíða 8
znz EE Steinþór Guðmundsson Lambadal, Dýrafirði Fæddur Dáinn Falinn er moldu Steinþór Guðmundsson frá Lambadal í Dýrafirði. En þó að líkaminn hrörni, deyji og verði loks að moldu þá er sálin eilíf og minningarnar ljúfu lifa í hjörtum ættingja og vina. Þegar maður er orðinn 80 ára er komið að því að þráin eftir hvíld eilífðarinnar fer að gera vart við sig. Þó má heyra að þakklætið var Steindóri efst í huga, til Guðs og manna. Hann átti auðvelt með að kasta fram vísu þegar honum þurfa þótti. Mátti heyra frið, gleði, þakklæti, bæn og von til drottins í nokkrum þeirra, en hann segir svo: Svo glöð og sæl við sjáum að svip þinn berum vér. 1 dag svo fundið fáum þinn frið á jörðu hér. Ljóssins geislar Ijóma og lýsa lífið allt er drottins gjöf stjörnur himins leið oss vísa lengstum yfir dauða og gröf. Ó drottinn lát þú Ijóma þitt Ijós í hverri sál. Og hjörtun endur óma þitt unaðsríka mál. Þessi vers finnst mér tala sínu máli, þau segja okkur frá þeirri trú og trausti sem Steinþór bar til Drottins síns og frelsarans. Hann leggur aðra fram fyrir Guð hinn almáttuga.biður um sama frið og ljós handa öðrum, sem hann hafði eignast. Þó að skarðið hafi orðið stórt og söknuðurinn sár í ættingja og vinahópi Steinþórs, þá væri eigingirni og óréttlæti að samgleðjast honum ekki með flutninginn yfir landamærin. Einkum og sér í lagi þeim er vissu um sjúkdóms og þjáningarbasl hans, einkum síðari ár æviskeiðs. Ég minnist vel er hann á miðjum aldri var fluttur að vestan til Reykjavík- ur. Fór hann þá í stóra skurðaðgerð eina af þremur. Honum var vart hugað líf. Steinþór komst þó yfir þá örðugleika og var ekkert að kvarta. Fór bara að vinna eins og forkur strax og hann gat eitthað farið að gera. Það sögðu við mig tveir læknar sem fylgdust með honum. Stcini í Lambadal lætur ekki bugast, annar þeirra kom að honum við slátt með orfi og Ijá í rigningu og leiðinda. veðri. Sagði hann eldmóðinn og viljann takmarkalausan. Það væri orkugjafinn hans Steina. Ég var svo lánsöm að tengjast Steina í Lambadal en hann var giftur móðursystur. minni Sigríði Guðrúnu Bjarnadóttur, bróðir hans 8 Guðmundur var giftur annarri móðursystur minni Ólöfu. Á Næfranesi bjó Guðmundur, Ytri Lambadal Steinþór, í Innri Lambadal var tvíbýlt og bjuggu bræður systranna þar Sigurður og Guðmundur, foreldrar þeirra voru þar líka. Sannarlega eru minningarnar margar og ánægju- legar allt frá bernskuárum þegar verið var að fára á hestum milli bæja, en þá voru ekki bílar né vegir eins algengir og í dag og allt til fullorðinsára. í skólavist minni á Núpi komst ég oft í Lambadal og var þar eins og heima þegar hinir unglingarnir fengu helgarleyfi og fóru á nærliggjandi bæi eða nærliggjandi kauptúna, allt eftir hvar þeir áttu heima. Oft hafði maður með sér eitthvað gómsætt góðgæti í baka leið sem Sigga og Steini stungu að manni. Fyrir nokkrum árum fór ég með fjölskyldu mína í síðustu heimsóknina til Steina, var hann þá orðinn all lasburða en þó fullur hamingju og lífsgleði. Þá má með sanni segja að Steinþór var lífsreyndur og félagslyndur, en hann mun hafa farið í fyrstu róðrarferð sína 12 ára gamall.þá fullur orku og áhuga, en þeir urðu fleiri fyrst á heimamiðum en síðar bæði á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Ekki lét hann sjóferðina eina nægja en vildi vita meira um sjómennsku en það sem verkmenntunin gefur svo hann aflaði sér skipstjóraréttinda. Svo eitthvað sé nefnt um félagsmálaáhuga hans var hann einn af stofnfé- lögum ungmennafélags sinnar sveitar, einnig var hann stofnfélagi Slysavarnardeildar Þingeyrar- hrepps. Eins og áður var sagt kvæntist Steinþór 4. okt. 1930 Sigríði Guðrúnu Bjarnadóttur frá Fjallaskaga í Dýrafirði. Eignuðust þau 5 börn.öll eru þau mesta dugnaðar fólk og vel gift. Tvær dæturnar búa á Akureyri sú elsta og yngsta, Svala og Vigdís en þær eru báðar þegnar heilbrigðisstétt- arinnar og vinna á sjúkrahúsinu þar. Sigríður býr á Þingeyri gift Tómasi Jónssyni fyrrum skólastjóra en núverandi sparisjóðsstjóra. Synirnir tveir eru dýrfirskir bændur orðlagðir dugnaðar menn. Svo það má með sanni segja að þau hjón eigi barnaláni að fagna. 16 eru barnabörnin og Iangafa og langömmubörnin eru nú orðin 6,það má því segja að Lambadalsættin sé frjósöm ætt sem búin er að skila þjóðfélaginu sínum þegnum út í lífsbarátt- una. Það er að segja eldri kynslóðin. Alla sína búskapartíð bjuggu þau hjónin Sigríður og Stein- þór í Lambadal og mun það hafa verið erfitt fyrstu árin, engir vegir sem auðvelduðu samgöngur, túnið þýft og erfitt viðureignar, húsakostir lélegir miðað við nútíma kröfur og fleira vantaði sem telst til sjálfsagðra þæginda í dag. Allt gekk þó vel hjá Steina því hann hafði dugnað mikinn, hann hafði lag á að gera mikið úr litlu. Ekki var Sigga st'ðri, hún var afbragðs húsmóðir. Þau unnu því vel saman hjónin. Svo fljótt sem unnt var var hafist handa við að slétta tún.bæta húsakosti og færa á betri veg eftir því sem tími og efni leyfðu. Sjómennsku stunduðu þeir bræður sem hliðar- grein við búskapinn svona sem heimilisbúbót og áttu þeir bát sjálfir, enda betra því ekki var annara kosta völ en sjóleið til að komast í kaupstað, engir voru vegir né bílar. Ég vil nú með orðum sálmaskáldsins kveðja Steinþór vin minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Að endingu bið ég góðan Guð að blessa eftirlifandi eiginkonu Steinþórs, Sigríði Bjarna- dóttur og afkomendur þeirra. Hanna Kolbrún Jónsdóttir íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.