Íslendingaþættir Tímans - 05.10.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 05.10.1983, Blaðsíða 1
! ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur %$. september 1983 — >6. tbl. TIMANS <> Jóhann Magnús Ólaf sson, bóndi, Skriðuf elli Fæddur 10. ágúst 1897 Dáinn 5. sept. 1983 Bærinn á Skriðufelli stendur á hjalla undir samnefndu fjalli. Hann ber hátt yfir og sér þaðan vítt suður um Suðurlandsundirlendið allt til sjávar, en að baki bæjarins taka við fjöll og fifnindi með öllum sínum andstæðum, ógnum, öræfakyrrð og öræfatign. Skriðufell er útvörður byggðar við Sprengisandsleið. Þaðan eru taldir að vera um 120 km. inn að Arnarfelli í Hofsjökli, en þangað nær smalagata Gnúpverja. Á Skriðufelli fæddist Jóhann Magnús Ólafsson hinn 10. ágúst 1897. Hann var því fullra 86 ára er hann lést 5. september sl. Foreldrar Jóhanns voru hjónin Ólafur Bergsson fjallkóngur og bóndi á Skriðufelli og Margrét Magnúsdóttir. Þar ólst hann upp við öll venjuleg sveitastörf þess tíma. Hann var snemma þroskamikill og tók á unga aldri þátt í smplaferðum föður síns. Ólafur á Skriðufelli var kappsfullur við fjárleitir eins og önnur störf og undi því ekki að gefa upp leit ef nokkrar líkur voru fyrir að fé væri eftir í afréttinum. Margar þessar ferðir reyndu mjög á þrek leitarmanna og fyrirhyggju, því að leitar- svæðið er óravítt, eins og áður er að vikið og fjárvon mátti kalla að væri vítt og breitt um hálendið. Sagt er að umhverfið móti manninn, og þegar litið er yfir lífshlaup Jóhanns á Skriðufelli, verður sú skoðun næsta sennileg. Hann var stór í sniðum en dulur um eigin hag. Hann var þrekmenni en viðkvæmur í lurid og umhyggjusamur við náunga sinn og hjálpfús greiðamaður. Jóhann hóf búskap á föðurleifð sinni 1923 ásamt konu sinni Þórdísi Björnsdóttur, sem er aust- firskrar ættar. Þau hjón voru ætíð samhent um það að opna heimili sitt fyrir gestum og gangandi og þá ekki síst þeim er komu af fjöllum og veit ég að margir minnast þess hversu notaleg gestrisni mætti þeim á Skriðufelli, þegar komið var til byggða eftir lengri eða skemmri ferð um óbyggðir. Þess varð ég æðioft var að þau óskuðu þess að sem flestir sveitungar þeirra kæmu þar við og þægju beina bæði þegar rekið var til fjalls og þá ekki síður þegar haustsmalanir stóðu yfir. Þá fundum við sveitungar Jóhanns það best, hvers virði það var að eiga réttan mann á réttum stað, mann sem þekkti öðrum betur hvað getur mætt ferða- mönnum á öræfum íslands. Hann gat gefið góð ráð í upphafi ferðar og hafði vegna reynslu sinnar næman skilning á þörfum þeirra sem höfðu verið á ferðum og að störfum á óbyggðaslóðum og mætt þar misjöfnu veðri og færð. Eins og áður sagði hóf Jóhantv búskap á Skriðufelli árið 1923. Þeir voru margir, íslenskir bændur, sem fullir bjartsýni byrjuðu búskap á næstu árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, en stóðu ekki af sér verðhrun afurðanna og kreppuár- in sem á eftir fóru. Jóhann stóðst þessa raun að því leyti að hann galt hverjum sitt, en mátti hinsvegar neita sjálfum sér og sínum nánustu um ýmsa þá hluti, sem núna þykja svo sjálfsagðir, að taldir eru til almennra félagslegra réttinda. Og þegar hann réðst í það 1936 að bæta húsakostinn með því að byggja lítið en snoturt íbúðarhús, þá var það meira en efnahagurinn þoldi. Þá voru góð ráð dýr. Jóhann var mjög tengdur jörðinni, sem hann hafði tekið við úr hendi föður síns. Þeir feðgar höfðu báðir gert sér far um að sinna bújörðinni sem best og að ganga ekki nær henni en góðu hófi gegndi. Enda voru þá á Skriðufelli birkiskógar, í hh'ðum Skriðufellsfjalls og á hæða- drögum út frá því, sem taldir voru einír þeirra gróskumestu á Suðurlandi. Alla stund höfðu þeir feðgar staðið þannig að umhirðu skóganna, sem þeir töldu stuðla best að vexti þeirra og varðveislu. Og nú þegar Jóhann sá ekki önnur ráð en að selja jörðina þá varð' það niðurstaðan að Skógrækt ríkisins varð fyrir valinu og var gengið frá samningum árið 1938. Með þeirri sölu til Skóg- ræktarinnar taldi Jóhann sig tryggja vöxt og viðgang skóglendisins. Jafnframt tryggði hann sér og sínum ábúð á jörðinni, að vfsu með nokkrum takmörkunum varðandi búfjárhald o.fl. Árið 1946 brá Jóhann á það ráð að hverfa frá Skriðufelli. En það koffi fljótt í ljós að sú ráðstöfun stóðst ekki. Þótt Jóhann á Skriðufelli væri þrekmaður um flesta hluti, þá kom það nú fram að hann hafði ekki þrek til að segja skilið við æskustöðvar sínar á Skriðufelli. Hann var svo lánsamur að eiga þess kost að koma aftur heim að Skriðufelli að einu ári liðnu og þar dvaldist hann æ síðan ásamt fjölskyldu sinni, meðan kraftar entust og heilsa hans leyfði. Þeim hjónum Jóhanni og Þórdísi varð fimm barna auðið, sem öll hafa komist til þroska. Þau eru: Hjalti, bifreiðastjóri í Reykjavík. Kvæntur Sigur- veigu Ólafsdóttur. Margrét, húsfreyja í Reykjavík. Gift Sigurði Sigurðssyni, húsasmíðameistara. Bryndís, húsfreyja í Reykjavfk. Gift Kristni Gunnarssyni, hæstaréttarlögmanni. Björn, bóndi á Skriðufelli. Kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur. Bergný, húsfreyja á Kletti í Reykholtsdal. Gift Þórði Einarssyni, bónda. Hin síðari ár naut Jóhann góðrar aðhlynningar Kristínar tengdadóttur sinnar á Skriðufclli, sem hann mat mikils, en síðustu vikurnar varð hann að dvelja á sjúkrahúsi, enda hallar ellin öllum leik. Og nú er hann allur. Um fjölda ára var hann vanur að búa sig til ferðar í byrjun septembermán- aðar og þá oftastnær til þess að fara í Lönguleit. Nú hefur hann á sama árstíma lagt upp í nýja ferð, langa eða skamma, það vitum við ekki svo gjörla. En við vinir hans og samferðamenn vonum að reynsla hans og þroskaferill á æfiferð hans megi endast honum til farsældar þegar lagt er upp í nýjan áfanga. Við þökkum honum langa og góða samfylgd og óskum þess að alfaðir styðji hann og blessi för hans um óþekktar leiðir. Eftirlifandi konu hans, Þórdísi Björnsdóttur, votta ég innileg- ustu samúð, svo og börnum þeirra og afkomend- um öllum. Jóhann verður í dag lagður til hinstu hvíldar að sóknarkirkju sinni á Stóra-Núpi. Steinþór Gestsson 5 íi -'< !

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.