Íslendingaþættir Tímans - 05.10.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 05.10.1983, Blaðsíða 2
********* Dr. Gunnar Thoroddsen fv. forsætisráðherra * ■ Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forsætisráð- herra andaðist aðfaranótt sunnudagsins 25. sept- ember s.l. eftir stutta legu á sjúkrahúsi. Þeim sem störfuðu með Gunnari Thoroddsen var ljóst að hann gekk ekki heill til skógar síðustu mánuðina. Hann bar hins vegar sjúkdóm sinn af mikilli karlmennsku og æðruleysi og sinnti af fuilum krafti erfiðum stjórnarstörfum. Með Gunnari Thoroddsen er genginn einn mikilhæfasti stjórn- málamaður og einstaklingur, sem íslenska þjóðin hefur átt. Gunnar Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 29. desember 1910 og var því tæplega 73 ára er hann lést. Gunnar Thoroddsen hóf snemma afskipti af þjóðmálum. Hann tók fyrst sæti á Alþingi 1934, aðeins 23 ára og er yngsti maður sem setið hefur á Alþingi fslendinga. Alla tíð síðan var ferill Gunnars Thoroddsens óvenju yfirgripsmikill og litríkur. Ekki er ætlun mín að rekja hið mikla lífsstarf Gunnars Thoroddsens. Til þess verða ýmsir aðrir. Ég vildi hins vegar fara nokkrum orðum um kynni mín af Gunnari Thoroddsen, einkum í þeirri ríkisstjórn, sem hann veitti forustu. Eftir langar en árangurslausar tilraunir for- manna stjórnmálaflokkanna til myndunar ríkis- stjórnar um áramótin 1979-80, gekk Gunnar Thoroddsen fram fyrir skjöldu og myndaði ríkis- stjórn sína 8. febrúar 1980. Úm aðdraganda þeirrar stjórnarmyndunar hafa verið ýmsar get- sakir. Gunnar Thoroddsen tók ekki þátt í tilraun- um formanna stjómmálaflokkanna til stjórnar- myndunar né torveldaði þær á nokurn hátt. Hann fylgdist hins vegar vel með þeim, að sjálfsögðu. Eftir að forseti fslands hafði veitt úrslitafrest tók Gunnar Thoroddsen hins vegar af skarið. Ég fékk skilaboð frá honum um mánaða- mótin janúar febrúar þess efnis, að hann teldi sig geta myndað meirihlutastjórn með Framsóknar- flokki og Alþýðubandalagi og nokkrum stuðnings- mönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Þetta var sú eina leið sem fær reyndist til myndunar þingræðisstjórnar og að mínu mati ekki slæmur kostur. Ég gekk því þegar á fund Gunnars Thoroddsens og var ríkisstjórnin síðan mynduð á nokkrum dögum. í því stjórnarsamstarfi kynntist ég Gunnari Thoroddsen vel. Var samstarf okkar náið og mér um margt lærdómsríkt. Þótt Gunnar Thoroddsen væri orðinn nokkuð við aldur sinnti hann sínum störfum af frábærum dugnaði. Hann mætti snemma til vinnu og vann langan vinnudag. Hann kynnti sér hvert mál vandlega og kvaddi á sinn fund fjölmarga aðila til þess að fá ætíð sem gleggstar upplýsingar. Gunnar Thoroddsen lagði sig mjög fram við að ná samkomulagi með stjórnaraðilum um lausn mikilvægra mála. Hann átti stöðugt fundi með okkur formönnum samstarfsflokkanna og var ætíð reiðubúinn til þess að hlusta á mismunandi 2 sjónarmið. Hann lét kanna þær hugmyndir sem fram komu og leiddi síðan til lykta á þann máta sem hann að vandlega athuguðu máli taldi réttast og mesta samstöðu um. í öllu sínu starfi hafði Gunnar Thoroddsen hið mannlega sjónarmið að leiðarljósi. Hann vildi ekki atvinnuleysi, sem hann taldi hið versta böl og studdi fjölmargar félagslegar umbætur af einlægni. Gunnar Thoroddsen lagði sig mjög fram við að ná samstöðu innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til þess að draga úr verðbólgu. Hann fagnaði þeim árangri sem náðist en þótti miður að ekki tókst samstaða um framhald þeirrar viðleitni. Hann fylgdist vandlega með störfum ráðherra og studdi þá af einurð og drengskap. En Gunnar Thoroddsen var miklu meira en „aðcins" stjórnmálamaður. Hannáttisérfjölmörg hugðarefni og var t.d. tónlistarmaður góður og hagyrðingur. Ég undraðist einnig hve ótrúlegt minni hann hafði á atburði langrar ævi. Hann virtist muna öll ártöl og hann rakti af nákvæmni atburðarrás og fór með orðréttar tilvitnanir. Var oft fróðlegt að hlusta á þær frásagnir. Gunnar Thoroddsen gaf ekki kost á sér til framboðs í síðustu kosningum til Alþingis. Hann hafði þá þegar lokið óvenjumiklu ævistarfi á sviði þjóðmála en mörgu átti hann þó ólokið. Allt fram á síðustu stundu vann hann m.a. ötullega að umfangsmiklum ritstörfum. Er leitt til þess að vita ef þeim verður ekki lokið. Örlögin höguðu því þannig að Gunnari Thor- oddsen auðnaðist ekki að eiga í rólegheitum nokkur ár með sinni ágætu eiginkonu, Völu Ásgeirsdóttur, og fjölskyldu. Það átti hann svo sannarlega skilið. Én oft er það svo að miklir atorku- og athafnamenn fórna sínu lífi í þágu íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.