Íslendingaþættir Tímans - 05.10.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 05.10.1983, Blaðsíða 5
Gunnar Pétursson Fæddur 17. janúar 1914 Dáinn 17. seplember 1983 Gunnar Pétursson fæddist 17. janúar 1914 á Vesturgötu 51, Reykjavík. Forcldrar hans voru Pétur Sigurðsson sjómaður og Guðrún Gróa Jónsdóttir. Gunnar var næstyngstur af 8 börnum þeirra hjóna. Árið 1934 hóf hann nám í bílamálun hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Vann þar og í Ræsi um árabil. starfaði sjálfstætt um hríð en síðustu 11 árin var hann birgðavörður hjá Hans Petersen. Hann kvæntist Guðmundu Þorgeirs- dóttur 26. apríl 1941 og rcistu þau bú að Öldugötu 25A í skjóli foreldra Guðmundu. Par bjuggu þau til dauðadags hans 17. sept. sl. Hann skorti því fjóra mánuði í sjötugt er hann lést. Við andlát Gunnars verður huganum rcikað meir en 45 ár aftur í tímann og ótal minningar vakna. Þá voru þau Gunnar og Munda. bernsku- vinkona mín, farin að líta hvort annað hýru auga. Þau gengu svo í hjónaband ári síðar en við Tómas. Við vorum öll ung og bjartsýn þrátt fyrir kreppu og stríð, húsnæðisleysi og hvers kyns erfiðleika sem þá eins og nú biðu ungs fólks sem hóf búskap. Við urðum nokkuð samferða í barneignunum vinkonurnar og var líkt á komið með okkur um af góðri tónlist og fögrum söng, en fullyrða má að ekkert tónskáld hafi staðið hjarta hans nær en J.C. Bach. Ég held að hans bestu unaðsstundir hafi verið að hlusta á verk þessa mikla meistara tónlistarinnar. Ég minnist þess nú þegar Mundi kom í síðasta skiptið í heimsókn til okkar hjónanna á Bræðra- borgarstíg 26 á fyrsta laugardegi í ágústmánuði s.l. Það var einn af þessum drungalegu rigningar- dögum, sem hafa verið svo margir á þessu sumri. Þeirri venju hafði Mundi haldið í allri búskapartíð okkar hjóna að koma vikulega í heimsókn spjalla við okkur og þiggja kaffisopa. Á þessum ágústdegi ræddi ég við hann litla stund og komst að raun um að honum hafði hrakað mjög síðustu vikurnar og auðsætt var að hverju stefndi. Kona mín var eitthvað að sýsla við bústörf og mátti ekki vera að því að sinna honum strax með kaffisopann. Innan stundar var hann horfinn út um dyrnar án þess að kveðja eða drekka úr kaffibollanum sínum eins og venja hans var. Ég horfði á eftir honum niður götuna, þar sem hann hvarf inn í mistrið og þokuna á þessum drungalega ágústdegi. Á þeirri stundu var því eins og hvíslað að mér að þetta væíi okkar síðasti fundur. Kveðjuathöfn um hann fór fram frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 14. september s.l. en hann var jarðaður í Marteinstungu í Holtum samkvæmt eigin ósk. Hringferð Munda í þessu lífi er þar með lokið. Á vordegi fyrir 66 árum var hann fermdur í þessari sömu kirkju, en nú er Holtadrengurinn aftur kominn heim í sveitina sína. Blessuð sé minning þín gamli vinur. Far þú í friði. .•nargt. Við höfðum því mikinn samgang, fórum m.a. nokkur sumur í sumardvöld saman með börnin og var þá stundum þröngt á þingi. En aldrei heyrðist æðruorð frá Mundu. sem gædd er mikilli þolinmæði og góðu skapi. Eiginmennirnir komu svo um helgar og allt gekk í sátt og samlyndi. Yfir þessum árum er mikill Ijómi í minningunni. Börn mín minnast líka afmælisboð- anna á Öldugötunni þar sem þau hjónin sýndu kvikmyndir sem Gunnar hafði tekið af fjölskyld- unni við ýmis tækifæri og einnig aðrar skcmmti- myndir. Þetta var óvenjulegt þá, en Gunnar var listfengur og hafði ánægju af að taka myndir. Hann fékkst cinnig við að teikna og mála á yngri árum og held ég að hann hafi haft mikla hæfilcika í þá átt. þó að hann gerði lítiö af því fyrr en nú afur síðustu árin að hann fór í Myndlista- og handíðaskólann. Þá lifnaði yfir þessu á ný. Gaman var að sjá hve bjart var ýfir þessum myndum. Gunnar sóttist ekki eftir auði eða metorðum en undi glaður við sitt. Naut þess að dvelja á smekklcgu heimili sínu, lesa góða bók, fara í leikhús, hlusta á tónlist og var hann opinn fyrir öllu sem varvelgert. Hannvarmikiðsnyrtimenni, hógvær í framkomu. allt fjas og skrum var honum mjög á móti skapi. Nokkuö rcglufastur var liann en kom manni oft á óvart með undirfurðulcgri kímni, sem þó var aldrei beint gegn náunganum, því grandvarari og vandaðri mann er vart hægt að hugsa sér. Ég hcld að telja mcgi Gunnar mikinn gæfu- mann. Hann eignaðist konu sem virti hann og studdi í öllu og sjö mjög efnileg og elskuleg börn sem bera foreldrum sínum fagurt vitni. Síðasta kvöldið, sem Gunnar lifði. kom ég í heimsókn til þeirra hjóna. Sú hjartahlýja og alúð, sem Gunnar sýndi mér þetta kvöld. mun mér scint úr minni líða því að Gunnar var ekki vanur að flíka tilt'inningum sínum. Mér brá þyí mjög er Munda hringdi í mig morguninn eftir og sagði mér að hann hcfði liðið út af í miðju samtali þeirra. Hann fékk hægt andlá.t og mjög í samræmi við lífsstíl sinn. Síst heföi hann viljað lifa konu sína. Geröur Magnúsdóttir. Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar / í Islendingaþætti eru vinsamlegast beðnir að skila vélrituðum handritum íslendingaþættir Klemens Júnsson 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.