Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 12. október 1983 —. tbl. TÍMANS Stefán Reykjalín byggingameistari Akureyri 70 ára Vinur minn og samstarfsmaður um langt skeið, Stefán Reykjalt'n byggingameistari á Akureyri. er 70 ára í dag, sunnudaginn 9. október. Það má nú segja. að hratt fljúgi stund. því rnér finnst eins og það hafi gerst í gær, þegar vinir og kunningjar Stefáns fögnuðu honum sextugum í eftirminnilegri veislu, sem hann hélt þá á heimili sínu. Þó er liðinn heill áratugur og hefur vissulega margt gerst og breyst á þeint tíma. Það sem mér finnst þó ekki hafa breyst síðan er hinn síungi andi sem í manninum býr og gerir það að verkum að hann er alltaf léttur og hress, Það liggur jafnvel við að Stefán yngist með árunum að þessu leyti og að mínu mati eru þetta einhverjir bestu eiginleikar, sem hverjum rnanni eru gefnir. Og að fá slíka samverkamenn er ómetanlegt. Stefán fæddist á Akureyri fyrir sjötíu árum síðan. Hann getur líka státað af því að vera fæddur í hjarta bæjarins því sá atburður átti sér stað í Brekkugötu 5, sem er í miðjum miðbænum. Foreldrar hans voru Ingibjörg Bjarnadóttir og Guðmundur Ólafsson. byggingameistari. en þau voru ekki gift og var Stefán þess vegna tekinn í fóstur af konu Guðmundar. en hún var Svanfríður Jónsdóttir. Mpð þeim flutti hann 2ja ára gamall að Stóra-Holti í Fljótum og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Að vera alinn upp í Fljótum í Skagafirði býr liver maður að allt sitt líf. það getur sá er þessar línur ritar vottað. Þar var ég svo heppinn að vera í sveit til fjölda ára. þar var mannlífið einstakt og náttúrufegurð mikil. Enda er það svo að þessi ár hefur Stefán minnst á við mig mjög oft og á þaðan margar skemmtilegar minningar. Ekki gerðist hann þó Fljótamaður til frambúðar því fjölskyldan flutti til Akureyrar aftur áíið 1926 þar sem Guðmundur gerðist umsvifamikill bygginga- meistari. Áriö 1933 devr Svanfríður fóstra Stefáns og þá cr það sem foreldrarnir ganga í hjónaband og taka upp búskap saman. Hefur Stefán það oft í flimtingum. að hann hafi fæðst óskilgetinn. en orðið skilgetinn þegar hann stóð á t\ ítugu. Stefán gekk í Menntaskólann á Akureyri og varð stúdent vorið 1938. Ekki varð þó meira úr bóklegu námi. en hann hafði starfað mikið með föður sínum að byggingum og tók nú að sér byggingareftirlit í sveitum fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. Vegna allra þessara starfa öðlaðist hann meistararéttindi sem husasmiður án þess að þurfa að fara í eiginlegt nám. og árið 1943 hóf hann sjálfstæðan rekstur í byggingariðnaði, rekstur sem hann rak farsællega í rúmlega 30 ár. Eru margar stærri byggingar á Akureyri byggðar af Stefáni og hans mönnum og má þar t.d. nefna Landsbankann, Útvegsbank- ann. Búnaðarbankann. Amaro og Heimavist Menntaskólans. Þær eru síðan ótaldar allar íbúð- irnar. smáar og stórar sem Stefán hefur byggt og selt og það er mér kunnugt um að hann var annálaður fyrir dugnað og áreiðanleika. Þannig munu skólameistararnirbáðir, Sigurðurog Þórar- inn ætíð hafa leitað til Stefáns. þegar þcir þurftu að fá byggingarleg ráð og síðan byggði hann að þeirra undirlagi Heimavist Menntaskólans. eins og áður er getið. Og til marks um traust Þórarins á Stefáni og vissu um að hann gæti leitt nemendur á betri brautir þá voru menn um tíma sendir í vinnu til hans þegar út frá reglum skólans hafði brugðið. Þetta var kallað að fara á Brimarhólm og er mér minnisstætt. þegar einn ágætur skólabróðir minn lenti þar í viku tíma. Er liann nú virðulcgur hæstaréttarlögmaður á Akureyri og telur vistina hjá Stefáni með betri köflunum í uppeldi sínu. Stefán Revkjalín gerðist framsóknarmaður. Sumum reynist oft erfitt að hcnda reiður á þvt hvaða stefna hún sé þcssi framsóknarstefna, hvort þetta séu íhaldsmenn eða sósíalistar og allt þar á milli. Ég segi stundum að Stefán sé einn af bctri íhaldsmönnum, sem ég hcfi hitt, en eitt ervíst, að samvinnuhugsjónin er honunt í blóð borin og hann er einlægur samvinnumaður. í bæjarstjórn- arkosningunum 1954 var Stefán í fimmta sæti á lista Framsóknarflokksins, en þá fékk flokkurinn þrjá menn kjörna. Atvikin höguðu þvi svo, að tveimur árum síðan tluttust tveir af aðalmönnun- um úr bænum og upp frá því átti Stefán setu í Bæjarstjórn Akureyrar til árisins 1978 cða í 22 ár. Þær eru ekki margar nefndirnar á vegum bæjarins, sem Stefán hefur ekki setið í lengri eða skemmri tíma. Þó cr byggingarnefnd sú sem hann átti lengst setu í, eða 25 ár, lengst af scm formaður. Formaður Hafnarstjórnar hefur hann verið frá 1962 til þessa dags og urn árabil hcfur hann átt sæti 1 stjórn Hafnarsambands sveitarfélaga. Stcfán hefur verið umdcildur, eins og alltaf er um þá, sem gefa sig að opinberum málum, en ætíð hefur liann leitast við að gera það sem honum hcfur þótt rétt og það sem hann hefur talið bæjarfélaginu fyrir bestu. Það veit sá sem þetta ritar af löngum og nánum kynnum við þann sem um er rætt. í árslok 1971 uröu þáttaskil í lífi Stefáns Reykjalín. Þá va hann skipaður formaður í stjórn Slippstöðvrinnar á Akureyri. sem þá hafði átt við mikla rekstrar- og fjárhagserfiðleika að etja um skeið. Sýnir þetta hvert traust var boriö til Stefáns. að fela honum þetta verkefni. því mjög mikil óvissa var um framtíð þessa fyrirtækis og miklar efasemdir um að hægt væri að koma því á réttan kjöl'. Með skipun Stefáns í þetta embættis hófst það samstarf okkar, sem síðar leiddi til einlægrar vináttu og trúnaðar, sem aldrei hefur borið skugga á Þarna sýndi hann kjark. svo sem hans var von.með því að takast á hendur þetta áhættusama starf. Hann hafði öðlast viðurkenn- ingu í öllum fyrri störfum sínum og hann hafði miklu að tapa ef þessi tilraun hcppnaðist ekki. Mér er oft hugsað til þessara ára. Aldrei var Stefán með ncinn bilbug og vol og víl var nokkuð sem ekki komst að á þeim bæ. Bjartsýnin hafði alltaf yfirhöndina og eins og sagt var í upphafi þessarar greinar voru þetta þeir kostir, sem stjórnarformaður undir þessum kringumstæðum þurfti að vera, búinn. Það hefur sennilega aldrei

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.