Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Blaðsíða 2
Bjarni Jónsson bóndi Bjarnarhöfn 75 ára Vinur minn og mágur, Bjarni Jónsson, bóndi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi varð 75 ára 2. septem- ber s.l, - Þessi markisdagur í lífi hans fór fyrir aulakap framhjá mér svo ég sendi honum ekki einu sinni afmælisskeyti með kveðju frá mér og mínu fólki þann dag, svo sem ég annars hefði viljað og gert, ef því hefði ekki verið stolið úr minnissjóði mínum. Er mér þetta ekki skamm- laust og lítil afsökun í, að ég er flestum óminnugri á afmælisdaga annarra. En við rataskap minn hættist, að mágkona mín, Sigurbjörg á Krossnesi var ekki heima og gat því ekki minnt mig á afmæli hans svo sem hún hefur oft gert undir öðrum kringumstæðum og líkt hefur staðið á. Til að bæta ögn úr þessari glópsku minni ætla ég, þó seint sé, að biðja íslendingaþætti Tímans að færa honum afmæliskveðju mína og míns fólks með hjartans þökk fyrir öll okkar kynni. Um leið langar mig að láta nokkur orð um afmælisbarnið fljóta með, þó þau verði ófullkomnari og fátæk- legri, en ég vildi og efni standa til. Bjarni er fæddur að Svanshóli í Bjarnarfirði 2. september 1980, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, en fluttust þaðan að Asparvík í sömu sveit árið 1915 þar sem þau bjuggu upp frá því þar til þau létu af búskap fyrir aldurssakir. Þau voru, Jón Kjartansson og Guðrún Guðmundsdóttir, Páls- komið nægilega skýrt t’ram hversu mikinn þátt Stefán átti í því að smám saman fór að birta til í rekstri Slippstöðvarinnar og nú er þetta sterkt og rótgróið fyrirtæki. Því hefur oft verið haldið fram og það með nokkrum rétti, að samningar þeir sem stöðin gerði við Einar ríka á sínum tíma hafi verið sá vendipunktur sem betri tíð framundan byggðist. á. Einar skrifaði bréf til Stefáns á sextugsafmæli hans fyrir 10 áruni síðan og segir þar m.a. þetta: „Ég hef sjaldan fyrirhitt á lífsleiðinni jafneinlægan mann og þig og mikinn drengskaparmann. Ég er ekki viss um að viðskipti mín við Slippstöðina h.f. hefðu orðið jafnmikil og þau urðu, ég vona okkur báðum til mikillar blessunar. ef þinna mannkosta hefði ekki notið við". Þessi orð segja raunar allt sem þarf að segja um þátt Stefáns í því sem áunnist hefur á liönum árum. Við höfum spurnir af því, að skipin reyndust Einari vel og þessi samskipti urður Stefáni til þeirrar blessunar, sem Einar vonaðist svo eftir. Mér er heldur ekki grunlaust um, að þaö hafi einmitt verið þetta verkefni hans, sem geröi það að verkum, að mér finnst hann hafa yngst á þeim árum, sem liðið hafa síðan hann tókst það á hendur. Stefán er og hefur verið gæfumaður. Öll þau vcrk, sem hann hefur tekið að sér og honum hafa 2 sonar í Kjós í Árneshreppi. Þau bjuggu, svo sem áður segir, að Svanshóli frá 1900 til 1915, en síðan verið falin hefur hann leyst af hendi á farsælan hátt. Þrátt fyrir allt þetta var hans mesta gæfa að eignast sína ágætu einginkonu. sem hann giftist árið 1940. Hún heiti Guðbjörg Bjarnadóttir og er ættuð frá Leifstöðum í Eyjafirði. Bubba er góð kona og frá henni geislar góðvild og hjartahlýja. Hún hefur verið Stefáni stoð og stytta og það hefur liann kunnað að meta. Hún varð sjötug fyrr á þcssu ári og kennir ern vélritun í Gagnfræða- skólanum. en það hefur hún gert um nær 30 ára skeiö. Þeim varð tveggja sona auðið. sem báðir eru uppkomnir og fvrir löngu farnir úr foreldrahúsum. Bjarni er fæddur árið 1949 og starfar nú sem arkitekt á Akureyri. er giftur Svövu Aradóttur og eiga þau tvö börn. Guðmundur er fæddur árið 1953. er giftur Guðrúnu Jónsdóttur og starfar sem framkvæmdastjóri Apótekarafélags íslands. Þau eiga eitt barn. en son átti hann fyrir hjónaband. Þetta eru ljúfir drengir og bera foreldrum sínum gott vitni. Kæru vinir. Stefán og Bubba. Á þessum tímamótum sendum við Guðríður ykkur bestu kveðjur og árnaðaróskir. Stefáni þakka ég sam- vinnuna á liðnum árum og vonast til þess. að við megum njóta krafta hans sem lengst. Gunnar Kagnars. að Asparvík. Voru þau bæði greind og vel verki farin og Jón svo verkhagur og fistfengur að orð fór af, snyrtimenni hið mesta og ljúfmenni. Börn þeirra Asparvíkurhjóna voru mörg (12) en jarð- næðið lítið og því eflaust oft þröngt fyrir dyrum að sjá svo stóru heimili farborða, en með elju og hagsýni tókst þeim að koma sínum stóra barna- hópi vel til manns. Öll voru þay vel gefin og hefur farnast vel. Ekki var þá um skólagöngu að ræða, eins og nú er orðið, að fermingarundirbúningi loknum. Er ekki að efa að þeim hefði verið auðvelt framhalds- nám, ef þess hefði verið kostur. En til þess skorti öll skilyrði og fjárhag. Skylda barnanna, á þeim tímum, var að veita foreldrum og heimili alla aðstoð og krafta sína svo sem til vannst. Það var tryggingastofnun þess tíma, sem kallaði á dáð og dug ungs fólks og var sannur manndómsskóli þess og skilaði mörgum til góðs þroska. Þess hefur þjóðin notið svo sem sjá má í framkvæmdum og uppbyggingu þeirrar kynslóðar um land allt, til sveita og sjávar, meira en segja má um margan langskólagenginn nú á tímum. í þeim skóla voru Asparvíkursystkinin engir eftirbátar. Ungur vakti Bjarni athygli fyrir atorku og fyrirhyggju. Minnist ég þess að merkur maður, sem lagði leið sína um Kaldrananeshrepp og kom þar á flesta bæi hafði orð á því við mig, seinna, að í þeirri för hefði hann hitt fyrir tvo unga menn, sem bæru af öðrum, þó með ólíkum hætti. Annar þeirra var Bjarni í Asparvík; væri þó á engan hallað. - Glöggt er gestsaugað. Ungur kom Bjarni til liðs við störf heimilisins eftir því sem kraftar hans leyfðu. Átta ára var hann orðinn smali og sat hjá kvíaánum fjarri heimahúsum og fórst það vel. - í byrjun ágúst s.l. lagði hann leið sína á fornar slóðir ásamt konu sinni, tveim dætrum og tengdasyni. í þeirri för fór hann um fornar smalaslóðir, kleif brattar brekkur og hjalla þar sem fætur hans höfðu borið hann hratt yfir sem smaladreng, gaumgæfði rústir smalakofans, sem hann átta ára hafði byggt úr grjóti og öðru nærtæku efni sér til skjóls í verri veðrum. Undruðust þeir sem í för voru hve stórum steinum hann svo ungur hefði til veggjar komið. Undi hann sér þar góða dagstund og lét hugann reika um gamlar smalaslóðir þar sem örnefnin sögðu hálfgleymdar sögur um smala- göngur ungs sveins er hafði það ríkast í huga að gera skyldu síha og láta þar í engu á vanta. Kom hann í heimsókn til mín í þeirri ferð. Fann ég unað hans og heiðríkju hugans við þá upprifjun og fjallgöngu, þó fætur hans væru nú orðnir þyngri en þá var. - Bið ég hann og aðra forláts á þessu innskoti, sem setið hefur í huga mér eftir hógláta frásögn hans. Snemma fór hann að sækja sjó með föður sínum, á tveggjamanna fari, til að afla heimilinu þeirra fanga, sem var undirstaðan í matbjörg íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.