Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Blaðsíða 6
Hans Guðnason bóndi á Eyjum og Hjalla í Kjósarhreppi Fæddur 27. ágúst 1911 Dáinn 22. sept. 1983 „Það lifi sem besl var í sálu mín sjálfs að sólskinið verður þó til. “ St.G.St. Hann var fæddur að Eyjum í Kjós, vesturbæ, sonur hjónanna Guðna Guðnasonar og Guðrúnar Hansdóttur, er þar bjuggu saman nær 46 ár, en Guðni í rúm 60 ár. Hans bjó á Eyjum með afnot af hluta af jörðinni frá 1940 til 1953 eða þar til þau hjónin, Hans og Unnur Hermannsdóttir, kennari, stofnuðu nýbýli á hluta úr landi Eyja árið 1950. Býlið nefndu þau Hjalla, og bjuggu þar til ársins 1980, að Hans missti svo heilsu að þau urðu að bregða búi og flytja til Reykjavíkur. Hans var vel búinn undir sitt aðal starf sem bóndi. Hafði unnið sveitastörf frá barnæsku og menntast til búnaðarstarfa sem búfræðingur frá Hvanneyri. Hann starfaði einnig mikið utan heimilis, aðallega við jarðræktarstörf fyrir Búnað- arsamband Kjalarnesþings með skurðgröfum og jarðýtum. Þetta var honum knýjandi nauðsyn vegna tekjuöflunar fyrir mannmargt heimili og mikils kostnaðar við stofnun nýbýlis, þar sem byggja þurfti allt upp frá grunni, íbúðarhús og öll útihús, rækta land svo hægt væri að framfleyta nægilegum bústofni fyrir 11 manna fjölskyldu. Það kom sér því vel, að Hans var vel verki farinn og hafði miklum manni að má bæði um skapgerð og líkamsburði. Þetta hefði þó ekki nægt til að leggja grundvöll að því myndarbýli sem Hjalli var, hefði húsmóðirin ekki verið vakin yfir velferð heimilisins með sínum miklu hæfileikum og dugn- aði. Hans var bóndi og málefni bænda voru honum hugstæð, en hann vann mikið utan heimilis og kynntist snemma kjörum daglaunamannsins, og kjör hans sem einyrkja stóðu nær kjörum verka- manna en nokkurra annarra. Hann taldi því samstöðu íslenskra smábænda og verkamanna eðlilega, og hagsmuni þeirra gagnkvæma. Þetta leiddi til þess að hann fylgdi Sósíalistaflokknum að málum og síðan Alþýðubandalaginu og starfaði nokkuð að málefnum á þess vegum. Þetta féll einnig að áhuga hans á almennum málum, og þeim viðhorfum hans, að framtíðin byggðist á velgengni hins almenna manns, en ekki á fjár- plógsstarfsemi einstakra stétta. Fjölskyldan og velferð heimilisins átti þó hug hans allasn, og gat hann þar tileinkað sér viðhorf Stepans G. „Landið sem mín vígð er vinna vöggustöðin barna minna." Erfiði og starf var hlutskipti Hans eins og nærri má geta um einyrkja með stóra fjölskyldu á nýbýli. En laun erfiðisins létu heidur ekki á sér standa. Níu börnum sínum komu þau hjónin til mikils þroska og menntunar, en samheldni fjöl- skyldunnar bar gott vitni ánægjulegum heimilis- háttum. 6 Hans var félagslyndur og hafði yndi af mann- fagnaði og ferðalögum. Hann ferðaðist all mikið, bæði hér heima og til annarra landa, sérstaklega hin seinni árin. Eina ferð held ég að hann hafi tekið fram yfir aðrar ferðir. Það var ferð til Kanada. Hjónin fóru þá í bændaför vestur til Kanada og komu þá m.a. til Albertafylkis á fyrrverandi heimili Stephans G. Stephanssonar, skálds og bónda, og var það vafalaust hápunktur ævintýrisins. Hans var léttur í máli og skrafhreifinn svo þægilegt var að umgangast hann. Var því hægt að segja um hann eins og sagt var um afa hans og nafna, að manni liði vel í návist hans. Að sjálfsögðu er margs að minnast frá langri vegferð, og því ærin ástæða til að þakka samfylgd- ina og ylja sér við minningarnar. Við Guðrún þökkum órofa vináttu og hlýja samfundi og óskum Unni og fjölskyldunni velfernaðar, þar sem andi manndóms og menningar mun vaka yfir vötnum eins og jafnan áður. Guðni Guðnason t Þær renna upp stundirnar í lífi okkar. að systurnar, sorgin.oggleðin, berjast um völdin. Oft er hart barist, úrslit sér enginn fyrir; sigur sorgarinnar ýtir gleðinni til hliðar. Dauðinn, sem táknar lok lífsins hérna megin grafar og í senn lausn frá löngu sjúkdómsstríði og hvíld þreyttri sál, er bróðir sorgarinnar. Hún víkur þó brátt úr húsi, því það verður eftirlifendum huggun, að langri og erfiðri baráttu er lokið, hvíldin er loks fengin eftir langan og annasaman dag. Fimmtudaginn 22. september, um nónbilið, er ég stóð yfir moldum Hreins Björnssonar, frænda mt'ns, í Lögmannshlíðarkirkjugarði, andaðist tengdafaðir minn, Hans Guðnason, áður bóndi á Hjalla í Kjós, á Landsspítalanum í Reykjavík. Báðir höfðu þeir ungir verið annálaðir fyrir líkamsburði og dugnað, háð langa og stranga baráttu við erfiða sjúkdóma og að lokum lotið í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn. Slík eru óumflýjanleg ferðalok okkar allra. Hans Guðnason var fæddur að Eyjum í Kjós hinn 27. ágúst 1911, elstur 6 barna hjónanna Guðrúnar Hansdóttur Stephensen og Guðna Guðnasonar, sem þar bjuggu um áratugaskeið. Hann var ungur maður 2 vetur á Hvanneyri og lauk þar búfræðinámi. Síðan vann hann á búi foreldra sinna. Rétt fyrir stríðið kom ung kennslu- kona, Unnur Hermannsdóttir frá Glitstöðum í Norðurárdal, til barnauppfræðslu í Kjósina. Eftir- leikurinn var eins og í ævintýrinu, þau felldu hugi saman, bóndasonurinn og kennslukonan, eignuð- ust bú, í fyrstu í sambýli við foreldra hans. Þegar börnin voru orðin 9 talsins, reistu þau nýbýlið Hjalla úr landi Eyja. Þau eru: Guðrún, deildar- stjóri í Landsbanka íslands, Ragnheiður, tann- læknir á Akureyri gift undirrituðum, Hermann, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, kvæntur Heiðrúnu Þorsteinsdóttur, Guðni, tæknifræð- ingur í Reykjavík, Högni, náttúrufræðingur í Svíþjóð, Sigurður Örn, dýralæknir í Reykjavík, kvæntur Helgu Finnsdóttur, dýralækni, Helga, fóstra í Reykjavík, gift Árna Finnssyni, húsgagna- smið, Erlingur, sem nemur sagnfræði, hans kona er Auður Ingvarsdóttir og Vigdís, læknir, við framhaldsnám í Svíþjóð, hennar maður er Róbert Árni Hreiðarsson, lögfræðingur. Barnabörnin eru orðin 19. Á Hjalla bjuggu þau til haustsins 1980 að þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur, enda börnin öll farin að heiman og Hans þrotinn að kröftum og heilsu. Þessi stutta upptalning þegir yfir flestu sem segja þarf, löngum vinnudegi hvíldarlítið um áratugi, vinnu utan heimilis samhliða búskap. áhyggjum, erfiðleikum, sem yfirstíga þurfti; hún þegir yfir baráttunni fyrir brauðinu. Hans Guðnason hafði ákveðna stjórnmála- skoðun, alllangt vinstra megin við miðjuna og var ófeiminn við að láta hana í Ijós. Þjóðerniskennd hans var sterk og rammíslensk að uppruna, sprottin úr jarðvegi íslenskrar bændamenningar, rökrétt afsprengi harðrar lífsbaráttu genginna kynslóða, nærð á óskinni um efnalegt og andlegt sjálfstæði. Sturlunga og Njála voru honum kærari en útlendar fræðikenningar, íhaldssemi og kyrr- staða eitur í hans beinum. Hann var alla tíð íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.