Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1983, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1983, Side 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR _mm _ Miðvikudagur 19. október 1983 — 39. tbl. TIMANS Hjónin frá Rifi á Sléttu Ingibjörg Vigfríður Jóhannsdóttir Fædd 18. nóvember 1889 - Dáin 24. júlí 1983 Og Eiríkur Stefánsson Fæddur 11. nóvember 1883 - Dáinn 19. febrúar 1956 Sunnudaginn 24. júlí s.l. andaðist frú Ingibjörg Jóhannsdóttir, fyrrum húsfrcyja að Rifi á Sléttu, á Siúkrahúsinuá Húsavík hartnær 94 ára að aldri. Hún var til moldar borin frá Raufarhafnar- kirkju, mánudaginn 1. ágúst að viðstöddum stórum hópi afkomenda, ættingja og vina, sem vildu á þann hátt votta hinni látnu merkis- og heiðurskonu virðingu sína og þökk fyrir langa og ánægjulega samfylgd. Ég fæ ekki varist þeirri löngun. að rekja í stuttu ntáli nokkra þætti úr lífsmunstri Ingibjargar frænku minnar. þó mér sé vel Ijóst. að þar verði ekki eins vel að unnið og vert væri. og efni standa til. Ingibjörg var fædd 18. nóv. 1889. að Þjófs- stöðum í Núpasveit, elsta barn hjónanna, sem þar bjuggu þá. en þau voru Jóhann Þorsteinn Bald- vinsson f. 3. mars 1867. að Arnarstöðum í Presthólahreppi. og kona hans Margrét Sigurrós f. 20. febr. 1862. Vigfúsdóttir. Nikulássonar bónda á Núpi og Þverá í Öxarfirði. og konu hans Hólmfríðar Guðbrandsdóttur frá Svðri-Brekkum á Langanesi. Foreldrar Jóhanns voru Baldvin Olgeirsson húsmaður á Arnarstöðum og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Margrét og Jóhann gengu í hjónaband 1888. og hófu búskap á Þjófsstöðum. sem var lítið kotbýli í landi Daðastaða. og mun hafa verið aðeins fá ár í byggð eftir að þau Jóhann og Margrét fluttu þaðan laúst eftir 1890. Þau fluttu þá að Núpi. föðurleifð Margrétar. og dvöldu þar til ársins 1898. og þar voru fædd hin börn þeirra hjóna. Björgvin f. 23.3. 1892 og Kristbjörg Stefanía f. 23.7. 1897. Árið 1898 fluttu þau Margrét og Jóhann með börn sín og búslóð að Rifi á Sléttu og dvöldu þar alla sína búskapartíð við allmikil umsvif og sæmilegan efnahag. enda dugmikil og hagsýn um alla búsýslu. Ég hefi nú rakið nokkra drætti úr frumbýlissögu þeirra hjóna. til að leiða í Ijós þá miklu erfiðleika, sem ungt fólk átti við að glíma á harðinda tímaskeiðinu frá 1880-1900, sem varþessvaldandi að fjöldi fólks flýði af landi brott, eða hreinlega beið ósigur í lífsbaráttunni. En einnig hefi ég viljað leiða í ljós, að Ingibjörg frænka mín var eigi af neinum veifiskötum komin og rætur hennar stóðu djúpt í íslenskri þjóðlífs- sögu. cnda fór dugnaöur hennar og atgervi eftir því. Þegar þau Jóhann og Margrét fluttust í Rif. tók hann þegar að bæta bæinn og annan húsakost, því

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.