Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1983, Blaðsíða 2
hann skorti hvorki dugnað né áræði til athafna og var cinnig allgóður smiður. Hann byggði nýja baðstofu og klæddi þiljum göng og bæjardyr, og timburgólf var í öllum híbýlum. Og mér cr það í barnsminni hvcrsu mér fannst bærinn á Rifi stór og bjartur, þegar ég sem barn fékk að heimsækja Margréti íöðursystur mína. Ingibjörg Jóhannsdóttir ólst upp hjá foreldrum sínum, og á Rifi stóð heimili hennar í hartnær hálfa öld, að undanskildum 3 árum, sem hún dvaldi á Harðbak, einsog síðar verður að vikið. Hún var á ungum aldri mikil fríðleikskona, grannvaxin, kvik á fæti og létt í hreyfingum og öll hin glæsilegasta. En reisn sína og fagurt yfirbragð bar hún fram til hins síðasta dags. Á Skinnalóni næsta bæ austán við Rif, ólst upp stór hópur mannvænlegra barna og ungmenna á líku rcki og systkinin á Rifi. Var þar margt manna í hcimili og umsvif mikil. Jafnan var mikill samgangur á milli bæjanna, og sambúð í besta lagi. Fór þá sem að líkum lætur, að þau felldu hugi saman Ingibjörg Jóhannsdóttir á Rifi og Eiríkur einn af sonum Stefáns Jónssonar bónda í Skinna- lóni. Þau gengu í hjónaband árið 1906, en þar sem jarðnæði lá þá eigi á lausu. réðist Eiríkur sem ráðsmaður að búi Guðrúnar systur sinnar á Harðbak, en hún hafði þá nýlega misst fyrri mann sinn, Jónas. Ingibjörg fylgdi bónda sínum að Harðbak, og dvaldi þar í svokallaðri húsmcnnskuí þrjú ár, og þar fæddust tvö elstu börn þeirra hjóna. Að lokinni dvöl á Harðbak fluttu þau aftur að Rifi. ogþá í einskonar félagsbú mcð þeim Jóhanni og Margréti, og ég held nð svo hafi haldist á meðan gömlu hjónin stóðu fyrir búi. En samvinna var alltaf mikil um öll útistörf ogfjárgæslu, þóþær mæðgur hefðu hvor um sig sitt heimil um að sýsla. Þegar þau Ingibjörg og Eiríkur fluttu heim að Rifi meö tvö börn sín. þrengdist mjög um húsakost þar, sem að líkum lætur. Var þá brugðið á það ráð, að byggja allstórt framhús eða baðstofu í tengslum við bæinn. Var það á tveimur hæðum. portbyggt og alþiljað í hólf og gólf, enda skorti ekki efnivið á Rifsreka, en oft mun hafa þurft að grípa í sög, áður en húsið var uppkomið og fullbúið. í húsi þessu bjuggu þau síðan ungu hjónin. En oft mun unga fólkið, sem þar ólst upp, hafa hlaupið inn göngin til ömmu og afa. Enda fór það svo. að Margrét amma tók nöfnu sína að mestu í fóstur, og mátti ekki af henni sjá. Margrét Eiríksdóttir varð síðar húsfreyja í Blikalóni, og þegar Jóhann afi hennar andaðist 1934, tók hún nöfnu sína til sín í Blikalón, ogveitti henni alla þá ástúð og aðhlynningu, sem hún mátti, og galt hcnni þannig fósturlaunin. Sumarið 1911 urðu allmikil umskipti á Rifi. Þar var þá reistur hár og mikill viti, til leiðbeininga sjófarendum, sem Ieið áttu um þessa fiættulegu siglingaleið fyrir tiyrsta tanga landsins, sem þá var talið. Viti þessi mun hafa verið a.m.k. 30 metra hár, því talið var að stiginn utan á vitanum hafi verið 85 tröppur. Þeir bændur Jóhann og Eiríkur tóku að sér að vera gæslumenn vitans, og var það ábyrgðarmikið og hættulegt starf. í aftaka veðrum og miklum sjógangi settist oft mikil ísing á rúður vitans, svo eigi sást til Ijósblossans. Þurfti þá mikla karl- mennsku og áræði til að brjótast upp í vitann. og hreinsa ísínguna af rúðunum. En þeim tengdafeðg- um brást aldrei áræði né trúnaður til þessa skyldustarfa, sýnir það best hvíiíkir afliurðamenn voru hér til verka kvaddir. En á árunum 1949-50 var vitinn niður tekinn. en annar nýbyggður á Hraunhafnartanga. Þá var lokið búsetu á Rifi og enginn eftir þar til að gæta vitans. Einnig höfðu síðari landmælingar leitt í ljós að hann væri betur settur á hinum nýja stað. Og enn var ráðist til stórræða á Rifi. Sumarið 1928 var hafin bygging á stóru íbúðar- húsi úr steinsteypu fyrir báðar fjölskyldurnar. enda voru börn þeirra Eiríks og Ingibjargar mjög uppkomin. Húsið var á tveim hæðum og með allbröttu risi. og því gott rými fvrir allt heimilis- fólkið. Þetta var mikið og torsótt verk. einkum vegna flutnings á aðfluttu byggingarefni. en allt tókst þetta vel fyrir harðfylgi og dugnað bænd- anna, sem að þessu stóðu. Og um vorið 1929 munufjölskyldurnarbáðar hafaflutt í nýja húsið. Þegar lauk búskap Jóhanns og Margrétar 1934, settust þar að búi Hildur Eiríksdóttir og Sigþór Jónasson frá Harðbak og bjuggu þar allt til ársins 1947 er þau brugðu búi, ogfluttu til Raufarhafnar. Ingibjörg flutti þá einnig þangað með dóttur sinni og átti þar síðan heimili og athvarf. Eiríkur fór þá til Margrétar dóttur sinnar að Blikalóni og dvaldi þar við ýmis heimilisstörf, en cinnig réðist hann til annarra starfa m.a. á Raufarhöfn. Þau Eiríkur og Ingibjörg bjuggu hartnær fjóra áratugi á Rifi og var þar oft fast sóttur róðurinn á þessari harðbýlisjörð, en samheldni þeirra og dugnaður var mikill, og hvergi undan slegið. Þar ólu þau upp öll börn sín en þau voru: Leifur f. 3.6. 1907. Margrét f. 29.11. 1908, Hildur f. 27.12. 1910, Auðunn f. 7.2. 1912, Jóhann f. 17.9. 1919, Stefán f. 10.2. 1925 og ein dóttir dó á barnsaldri. Þau hjón munu hafa verið félagslynd að eðlis- fari, en aðstaða þeirra bauð ekki marga kosti í þeim efnum. Þau voru gestrisin í besta lagi, og þótti öllum hjá þeim gott að dvelja. Eiríkur var glaðsinna og skcmmtilegur maður og vel gefinn sem hann átti kyn til. Ingibjörgvar mikilskapfestu kona, stjórnsöm og hagsýn, enda mun oft hafa á hana reynt. þegar bóndi licnnar var í svaðilförum við vitavörslu eða sjósókn, því oft þurfti að leita til fanga úr sjónum. enda oftast skammt að sækja á góð fiskimið. En allur blessaðist búskapur þeirra vel á Rifi. Eftir að hún fluttist til Raufarhafnar, fór hún oft á sumrum útí Rif sér til skemmtunar. Þangað lágu ræturnar, þar voru stigin léttustu spor bernskunnar. og þar var lífsglíman þreytt, og á þeim stað logaði eldur minninganna.s em hún ornaði sér við á löngum stundum ellinnar. Og nú þegar sendiboði Guðs kom og kvaddi hana til fylgdar við sig „Þá bcið hún hans með bros á vör og brosti mót eilífðinni". Þannig geta þeir einir skilið við lífið. sem varið hafa starfi sínu öllu og viljastyrk öðrum til gæfu og blessunar. - Ég sá nú mynd af lngu frænku, sem tekin var daginn áður en húh var flutt á sjúkrahúsið. Þar heldur hún á litlu barni. sem fæddist í vor. það er hennar fjórði ættliður. Hún lýtur niður að barninu. og frá andliti hennar Ijómar móðurleg umhyggja og ástúð, þó augu hennar fái varla greint engilbarnið. sem hún hefir í fangi sér. Þessa fögru mynd kjósum við öll. sem „eftir stöndum á eyri Vaðs.” að geyma í minningunni um góða og hjartaheita konu og móður. Guð bléssi hennar góðu miningu. Ég tilfæri hér erindi eftir Einar Benediktsson skáld. sem mér finnst að eigi svo vel við Ingibjörgu frænku. Hér hvilir vivn og göfug grein af gömlum, sierkum lilyni. Hún lokaði attgum Inigarlirein, með livarm mót sótar skini. Htin dœmdi ei liart, Inin vildi vel, í vinskap œtt og kynning. Hiin bar það lilýja liolla þel, sem hverfur ekki útr minning. Blessuð sé minning þessara mætu hjóna. Einar Benediktsson. Garði. íslendingaþættir Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar / í Islendingaþætti eru vinsamlegast beðnir að skila vélrituðum handritum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.