Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1983, Blaðsíða 8
Áttræður Karvel Ögmundsson útgerðarmaður í Ytri-Njarðvík Snæfellskur höföingj á Suðurnesjum varð átt- ræður 30. september s.l. Sá hefur marga bratta farið og lítt látið á sjá til skamms tíma, að Elli kerling hefur lítillega slæmt til hans hrammi, þessa annars hrausta manns. Fæddur er hann á Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi sunnanverðu 30. sept. 1903, sonur mikilla sæmdarhjóna: Sólveigar Guðmundsdóttur frá Purkey á Breiðafirði og Ögntundar Andréssonar frá Einarslóni, sem var hagyrðingur góður og mælskur vel á mannfund- um. t skírninni hlaut hann nafnið Karvel, eftir bróður sínum, sem lést 7 ntánaða gamall, 10 mánuðum fyrir fæðingu hans. Þarna á Útnesinu undir Jökli ólst Karvel upp í ótrúlegri fátækt, en við ástríki góðra foreldra og margra systkina, guðsótta og góða siði, svo vansæla hélst fjarri heimaranni. Heiðríkja hugans stóð alltaf uppúr öllu baslinu og brá ljósi og Ijóma yfir „land og fólk og feðratungu", hversu mjög sem syrti í álinn. Sú gæfa og það lífsviðhorf hefur fylgt Karvel alla hans löngu og viðburðaríku ævi, að geta lyft hug í hæðir, hversu djúpt sem traustir fætur hans hafa staðið í lífsönn daganna. „Trúin, mannsins meginstyrkur megnar öllu að breyta í vil, “ yrkir hann sjálfur í stórmerku kvæði. Pótt Karvel og systkini hans nytu leikja sem önnur börn, og á frjórri hátt í sinni fátækt með legg og skel en nú tíðkast á ofhlöðnum nægta- brunni velferðarþjóðfélagsins, kölluðu önn og alvara lífsins hann sem barn til starfa. Ogsnemma var pilturinn efnilegur; fullgildur róðramaður innanvið fermingu, formaður og bátseigandi þegar á æskuskeiði og vetrarformaður. (sérstakt heið- ursheiti), 19 ára gamall. Allt þetta var áreiðanlega ekki heiglum hent undir Jökli á þeim tíma, eins og allt var í pottinn búið. En gæfa fylgdi athöfnum; „Guð í hjarta, Guð í stafni, gefur fararheill.“ Það mun Karvel fúslega viðurkenna og ekki fara dult með. Og „þótt sorgin gleymi engum", er ekki sama, hvernig henni er mætt. Aldrei hefur neitt svo vitað sé, haggað staðfestu og sálarstyrk Karvels. Æðrulaus og ákveðinn hefur hann gengið á „sitt gólf", hvort sem það bifaðist eður ei. Slík manngerð er hvorki Itkleg til að hlaupa á sig né gefast upp. Eftir lífsreynslu og lífsfyllingu bernsku og æsku, tekur svo viðburðaríkur æviferill á sjó og landi; * stýrimennska og skipstjórn, heima og heiman. Og eftir að Karvel „tekur pokann sinn" og stígur á land að mestu, bíða hans ótrúlega fjölþætt verkefni á mörgum sviðum. Um alltyþað má lesa í nýútkomnum „Æviskrám samtíðarmanna". Vís- ast hér með til þess. í sem fæstum'orðum má segja, að Karvel hafi 8 þegar í land var komið, atvinnulega séð snúið sér að eigin útgerð og fiskverkun, upphaflega í félagi við Þórarin bróður sinn. Jafnframt og samtímis fór hann þó að taka öran og sívaxandi þátt í opinberum sveitarstjórnarmálum - lengi oddviti - og margs konar hagsmunasamtökum stéttar- bræðra sinna og almennings, að ógleymdum mörgum þáttum í félagslífi á öðrum sviðum mannlegra samskipta. Þarna valdist Karvel alltaf strax eða fljótlega til forystu, oftast langrar stjórnarsetu - ósjaldan í marga áratugi. Sýnir allt það, hversu mikið var í manninn spunnið, og hvílíks trausts hann hefur notið meðal samferð- armannanna. I þessu sambandi get ég ekki stillt mig um að víkja að einu harla sérstæðu í sambandi við Karvel Ögmundsson. sem oft og lengi hefur vakiö athygli og jafnvel furðu ýmsra manna. gott ef ekki beinlínis hneykslanir, og kannski jafnt bæði samherja og andstæðinga: Þótt Karvel sé gallharð- ur cinstaklingshyggjumaður - og sjálfstæðismaður í þokkabót! - er hann jafnframt einlægur félags- hyggjumaður, sem aldrei hefur lokað augunum fyrir gildi og mætti heilbrigðra samvinnusamtaka og samvinnustarfs. Þess vegna hefur Karvel áratugum saman setið í stjórnum félaga og fyrirtækja, sem samvinnuhreyfingin hefur beitt sér fyrir til léttis lífsbaráttu fólksins í landinu, og ástundað frekar að hafa frið við Guð og sam- viskuna en þröngsýni og ofstæki flokkspólitíkusa til „hægri" og „vinstri". Karvel Ögmundsson hefur síðari hluta ævinnar hlotið margvíslega opinbera viðurkenningu fyrir frammistöðu sína í lífinu. Fyrsti heiðursborgari síns tillölulega unga bæjarfélags - Ytri-Njarðvík- ur, - var hann kjörinn einróma á 75 ára afmæli sínu, og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu var á hann festur af forseta lýðveldisins litlu síðar. A.m.k. tvívegis hefur Karvel verið sæmdur heið- ursmerki Sjómannadagsins; Keflavíkur 1968 og Hellissands 1976. Þykir mér ekki ólíklegt, að honum þyki einna vænst um þá viðurkenningu, því í söltum sjávaröldum liggja rætur lífs hans öðrum þræði og sjómannsævi hefur hann sannar- lega lifað. En mest um vert alls er þó það hlýja hugarþel, sem honum hefur auðnast að ávinna sér í samskiptum sínum við aðra menn, sakir góðvild- ar og drenglyndis. Hátt á áttræðisaldri kemur Karvel, þessi veður- bitni rnaður utanúr argaþrasi lífsins, jafnvel kunningjum sínum á óvart með því að hefja útgáfu æviminninga sinna. Kunnugir vissu að vísu, hversu prýðilega hann var máli farinn í ræðu og riti, en að. hann birtist allt í einu sem afburða ævisöguritari, hefði víst fáa grunað. En sjón er sögu ríkari: þau tvö bindi sjálfsævisögu hans, sem þegar eru komin út, hafa hlotið'hina lofsamlegustu viðurkenningu dómbærra manna, svo frábær eru þau að frásagnarsnilld. Allir, sem hafa lesið þakka fyrirheit um framhald og hlakka til að „fá meira að heyra“ frá þessum snjalla söguntanni, sem langa ævi hefur staðið í ströngu á öðrum sviðum en bókmennta. Og sýnir það m.a. fjöl- hæfni og andlegt þrek höfundar. í einkalífi sínu hefur Karvel verið gæfumaður. þótt sorgarský hafi svifið yfir, enda mikill og kærleiksríkur heimilisfaðir. Fyrri konu sína, Önnu Oddgeirsdóttur frá Grundarfirði, missti hann árið 1959 og tregaði mjög eftir fullra 30 ára sambúð. Seinni kona Karvels var Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir úr Keflavík. Með þessum myndar- konum eignaðist hann 8 mannvænleg börn og ól auk þess upp 5 fósturbörn. Karvel Ögmundsson er eftirminnilegur maður; Ijúflyndur og lágmæltur er hann hversdagslega. hreykir sér hvergi - manna háttvísastur. En þrekið og úthaldið, kjarkurinn og karlmennskan. leyna sér ekki - hvorki á sjó né landi - hvenær sem á reynir. Slíkra er gott að minnast og af að vita. Á þessum merku tímamótum í ævi Karvels. fylgja honum einlægar árnaðaróskir um friðsælt, frjótt og fagurt ævikvöld. Baldvin Þ. Kristjánsson. íslendingaþaSttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.