Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Side 1
ISLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 26. október 1983 - 40. tbl. TÍMANS Stefán Olafur Stefánsson stöðvarstjóri Sauðárkróki Fæddur 3. mars 1916 Dáinn 16. ágúst 1983 Fornvinur minn og frændi, Stefán Ólafur Ste- fánsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðár- króki, andaðist í sjúkrahúsinu þar í bæ 16. ágúst sl. Fréttin um andlát hans kont mér að vissu leyti óvænt, þrátt fyrir að mér var vel Ijóst að hann hafði allt frá sl. áramótum átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða. í júlí sl. var ég staddur nokkra daga á heimili þeirra hjóna. Kjarkur Ólafs þá, þrek hans og æðruleysi villtu um fyrir mér og þegar ég kvaddi hann, þá var ég í vissu um„ að enn væri langt til kveðjustundarinnar. Ólafur var jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju þann 25. ágúst sl. að viðstöddu fjölmenni. Vinur hans og fyrrverandi sóknarprestur, séra Þórir Stephensen, jarðsöng. Atvikin höguðu því svo, að ég gat ekki fylgt frænda mínum hinsta áfangann og þótti ntér það sárt. Af þeirri ástæðu hefi ég nú ritað þessi kveðjuorð - þessi síðbúnu þakkarorð. Nú er margs að minnast og ég átti Ólafi margt að þakka. Við vorum á líkúm aldri og samrýn dir vinir í sextíu ár. Ólafur Stefánsson fæddist á Akureyri föstudag- inn 3. mars 1916, foreldrar hans voru Stefán Ólafur Sigurðsson kaupmaður og ræðismaður þar. f. á Páfastöðum i Skagafirði 29. júlí 1870, d. á Siglufirði 19. janúar 1941 og kona hansJóhanna Sigríður Jónsdóttir frá Hofi í Vopnafirði, f. 24. júní 1874. d. á Siglufirði 29. nóvember 1969. Móðurforeldrar Ólafs (hann notaði jafnan síðara nafn sitt oggjöri égþaðeinnig í þessari grein) voru séra Jón Jónsson prófastur að Mosfelli í Grímsnesi og síðan að Hofi í Vopnafirði og kona hans Þuríður Kjartansdóttir frá Ytriskógum. Börn þeirra urðu ellefu. en aðeins sex þeirra náðu fullorðinsaldri - einn sonur og fimm dætur og var Jóhanna Sigríður þeirra yngst. Föðurforeldrar Ólafs voru Sigurður Jónsson bóndi á Páfastöðum og síðar á Kjartansstöðum í Skagafirði og kona hans Elísabet Aradóttir frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Æskuheimili Ólafs á Akurevri. Hafnarstræti 29. er eftirminnilegt öllum þcim er þangað komu. A jarðhæð hússins var verslunin. sem var all umfangsmikil á tímabili. Á annarri og þriðju hæð var íbúð Stefáns kaupmanns og fjölskyldu - fagurlega búin húsgögnum. Útsýnið frá þessu húsi, sérlega 3ju hæðinni - yfir Pollinn - á sólbjörtum sumardögum var óviðjafnanlegt. Á þessum Polli undi Ólafur sér afar vel, sérstaklega eftir að eldri bróðir hans eignaðist á fermingardegi sínum - norska skektu. Á þessari skektu skemmtu sér allir vel - þeir sem um borð komust, því aðsóknin var mikil. Ólafur ólst upp í fjölmennum systkinahópi á glaðværu og gestrisnu heimili foreldranna, Hann var yngstur systkinanna og naut þess og galt, eins og títt er um yngsta barn á barnmörgum heimilum. Bræður átti hann þrjá. Jón, fyrrverandi forstjóri síldarútvegsnefndar á Siglufirði. kvæntur Ástu Guðmundsdóttur Hallgrimssonar læknis, þau búa í Rcvkjavík. Marinó Kjartan. fyrrverandi kaup- maður. hann kvæntist Steinunni Sigurðardóttur Þorsteinssonar. Marinó andaðist 19. desember 1968. Agnar. fyrrverandi símritari. sem kvæntur var Guðrúnu Guðjónsdóttur Sæntundssonar bygg- ingameistara í Reykjavík. Hún andaðist 12. janúar 1957. Agnar býr nú í Reykjavík. Systur Ólafs eru Þuríður (Lulla) Meyer, búsett í Bergen. Fyrri maður hennar var Ragnar Gabrielsson. síldarkaupmaður. Þau skildu. Síðari maður Lullu var Harald Meyer. yfirmaður í norska sjóhernum. Hann er látinn. Sigríður Elísabet Ragnars, búsett í Reykjavík. Hennar maður var Egill Ragnars, lengst af útgerðarmaður og síldarsaltandi á Siglufirði. Hann andaðist 27. mars 1977. Ólafur Stefánsson fór í Verslunarskólann haust- ið 1935 og lauk prófi þaðan 1938. Fluttist hann þá til Siglufjarðar og hóf störf sem fulltrúi við pósthúsið. Foreldrar hans höfðu þá nokkru fyrr flust þangað, enda flest börn þeirra busett þar. Ólafur gegndi fulltrúastarfinu til ársins 1958, að hann var skipaður stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki. Því starfi gegndi hann til dauðadags. Hann starfaði því við þessa stofnun í 45 ár. Það var mikill fengur fyrir mig þegar frændfólk mitt flutti frá Akureyri til Siglufjarðar, en þó var mér það sérstakt ánægjuefni þegar Ólafur frændi minn bættist í hópinn. Ég kom fyrst til Akureyrar 1925 og bjó þá á heimili foreldra Ólafs nokkra daga, þá bundumst við Ólafur þeim vináttuböndum sem aldrei rofn- uðu. Við áttum samleið á Siglufirði í 20 ár. Á þessum tuttugu árum breyttist oft þessi fámenni kaupstaður á sumrin í heimsborg. Við sem þar bjuggum höfðum þá nánari kynni af erlendu fólki en aðrir landar okkar. Athafnasemi einkenndi staðinn, dugnaður og glaðværð setti svip á bæinn. Við Ólafur fluttum um líkt leyti frá Siglufirði með fjölskyldur okkar, en meðan við báðir bjuggum þar hittumst við oft og áttum fjölmörg sameiginleg áhugamál, það var helst í kringum Alþingiskosn- ingar að fundum fækkaði um stund. Eftir andlát Stefáns Sigurðssonar og allt til þess dags að Ólafur kvæntist, héldu þau mæðginin heimili saman, lengst af í Túngötu 41 á Siglufirði. Hjá þeim ólst upp við mikið ástríki systurdóttir Ólafs, Hanna Gabrielsson, sem gift er Ingólfi Helgasyni forstjóra. Þau búa í Garðabæ. Frá þessu heimili í Túngötunni eigum við hjónin margar góðar minningar sem seint gleymast. Ólafur Stefánsson kvæntist 14. september 1950 eftirlifandi konu'sinni, Ölmu Bjömsdóttur. Hún er dóttir Björns Björnssonar, fyrrverandi skip- stjóra og yfirfiskimatsmanns, og konu hans, Önnu Friðleifsdóttur Jóhannssonar útgerðarmanns á Dalvík og síðar Siglufirði. Hjónaband þeirra var farsælt og hamingjuríkt enda bæði mannkosta manneskjur. Heimili þeirra á Siglufirði og á Sauðárkróki einkenndist af gestrisni og góðvild. Hjá þeim var alltaf opið hús fyrir ættingja og vini.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.