Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Blaðsíða 2
Oskar Jónasson r eiðhj ólasmiður Þegar þau hjón fiuttu til Sauðárkróks hlóðust á Ólaf ýmis félagsmálastörf, en þeim hafði hann einnig gegnt á Siglufirði auk kennslu við Gagn- fræðaskólann. Hann var kjörinn formaður Tón- listarfélags Skagafjarðar og gegndi því starfi á annan áratug. Þá var hann í stjórn Tónlistarskól- ans á Sauðárkróki í allmörg ár. Formaður stjórnar Sparisjóðs Sauðárkróks var hann um tíma og þá jafnframt formaöur stjórnar Menningarsjóðs sparisjóðsins, sem styrkt hefur fjölmörg þörf málefni á Sauðárkróki oe í Skagafirði. Auk framangreindra starfa sat Olafur í stjórn Sjúkra- húss Skagfirðinga og síðar er hann hætti í stjórninni var hann kjörinn endurskoðandi reikn- inga sjúkrahússins. Þá var hann kjörinn í skóla- nefnd barnaskólans á Sauðárkróki og síðar endur- skoðandi reikninga Sauðárkrókskaupstaðar. Þegar ég rifja hér upp afskipti Ólafs af félags- málum og stjórnsýslu á Sauðárkróki, minnist ég þess að eitt sinn ræddi ég um þessi störf Ólafs við vin hans og samstarfsmann, hann sagði efnislega þetta: Öll þessi störf tók Ólafur að sér fyrir þrábeiðni vina sinna, sem lögðu fast að honum, því þcir þekktu hæfni hans og reglusemi í öllum störfum. Mér þótti vænt um þessi orð. Þrátt fyrir að Ólafur þurfti á sínum Sauðár- króksárum í mörg horn að líta, var hann þó fyrst og fremst stöðvarstjóri Pósts og síma. Hag þeirrar stofnunar bar hann mjög fyrir brjósti. Gætnari og heiðarlegri stöðvarstjóri tel ég að hafi verið vandfundinn. Alma og Ólafur, sem í 33 ár bjuggu í farsælu hjónabandi, eignuðust þrjú börn. öll búsett í Reykjavík. Elst er Anna Birna, röntgentæknir, gift Sigurði Helgasyni bókaverði, þau eiga tvö börn, Ólaf og Ölmu. Eldri sonurinn er Stefán Ólafur, sem stundað hefur nám í fiskeldi í Skotlandi og Noregi, en yngri sonurinn er Jóhann, rafvirki, nemandi í Tækniskóla íslands, unnusta hans er Elísabet Kemp frá Efri Lækjardal í Austur-Húnvatnssýslu. Ég minntist á það í upphafi þessara kveðjuorða, að ég hefði við andlát Ólafs Stefánssonar margs að minnast og margt að þakka. ekki bara honum heldur einnig Ölmu konu hans. Þau ár, sem ég var í framboði til Alþingiskosninga í Norðurlands- kjördæmi vestra, gisti ég oft Sauðárkrók og þá jafnan hjá þeim hjónum. Hvergi var betra að vera og hvíla sig en á þessu heimili eftir átakafundi og vökur. Fyrir alla þá gestrisni og góðvild, sem ég hefi notið á heimili póstmeistarahjónanna, er hér með þakkað og undir þær þakkir taka konan mín, börn okkar og tengdabörn, því heimili þeirra hjóna var jafnan opið okkur öllum. Þegar faðir Ólafs, Stefán Sigurðsson, var jarð- settur á Siglufirði í janúar 1941, var farið með eftirfarandi kveðjuljóð í minningu hans: fyAslvinirnir sáran sakna, að sjá þig hverfa úl á hafið. Minningar um vininn vakna veil ég þær fœr enginn grafið þú gekkst til sóma sérhverl skrefið samtíðar á vegi förnum. Betri arffær enginn gefið, andaður, sínttm góðu börmtm. “ Sama má segja um Ólaf son hans, hann „gekk til sóma sérhvert skrefið - samtíðar á vegi förnum". Blessuð sé minning hans. Jón Kjartansson. Fæddur 6. mars 1902 Dáinn 12. október 1983 í dag verður til moldar borinn mágur minn Óskar Jónasson. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Bergmann Erlendsson og Sigríður Árnadóttir. Jónas var ættaður frá Teigakoti á Akranesi, en Sigríður frá Eyrarbakka. Hún fluttist barn að aldri með foreldrum sínum austur á Firði, en þar gerðist Jónas á sínum tíma barnakennari. Á Mjóafirði kynntust þau fyrst, en fluttust síðar til Neskaupstaðar. Þar fæddist Óskar Jónasson 6. mars 1902. Faðir hans var hæglátur maður, en móðir skörungur, sem sópaði að. Þau hjón slitu samvistum, þegar Óskar var fimm ára gamall. Fluttist hann þá með móður sinni til Reykjavíkur. Þar hóf Sigríður búskap með norskum lýsismats- manni, Almari Normann, sem starfað hafði um skeið á Mjóafirði. Þar var þá vaðandi síld. Þau Almar og Sigríður giftust síðar og bjuggu saman til hárrar elli, lengst af við mikla rausn. Með þeim ólust upp tveir yngstu synir Sigríðar, en alls voru þeir fjórir: Stefán, Kristinn, Óskar og Halldór. Nú eru þeir allir gengnir. Stefán var hálfbróðir hinna og reyndar meira en það, því að Kristinn, faðir hans, og Jónas voru bræður. Sonur Stefáns heitins er Fjölnir Stefánsson tónskáld og skóla- stjóri. Þau Sigríður og Almar tóku sér bólfestu í Reykjavík að Lundi við Laugaveg 104. í næsta húsi, við Rauðarárstíg 3, bjuggu foreldrar mínir með stóran barnahóp. Á milli var steinveggur, sem mér sem barni þótti ærið hár. En yfir þennan vegg kom Óskar auga á elstu systur mína, Magneu, og var þá ekki nema 17 ára. Fyrr en varði felldu þau hugi saman og bundust tryggðum. Maddý sat fimm ár í festum, enda mikill stólpi foreldra sinna við uppeldi yngri systkina. Hinn 24. október 1925 gekk Öskar að eiga Magneu J. Þ. Ólafsdóttur. Hófu þau búskap í kjallara við Baldursgötu 33 í húsi Sigurðar heitins Nordal prófessors. Síðan áttu þau heima á ýmsum stöðum, en síðast áratugum saman við Njálsgötu 72. Þeim Óskari og Maddý varð sjö barna auðið. Elzta dóttirin fæddist að vísu andvana, og önnur dó liðlega þriggja ára á sóttarsæng. En fimm börn þeirra komust upp: Garðar. sjómaður, kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, Egill, lærður rennismið- ur, en hefur árum saman rekið bifreiðaverkstæði, kvæntur Sigríði Þorbjarnardóttur. Geir, bifvéla- virki, kvæntur Bjarndísi Jónsdóttur, Þrúður Guðrún, gift Gunnlaugi Hannessyni, Guðbjört Ástríður, sem gift var Jóni Árnasyni, en er nú búsett í Ástralíu. Óskar og Maddý eignuðust 17 barnabörn og 27 eru barnabarnabörnin orðin. Út af þeim hjónum er því komið 51 barn. ÖIIu eru þau á lífi nema dæturnar tvær, sem áður getur, og Óskar Egilsson, sem drukknaði á báti sínum, Óskari Jónssyni, fyrir fáum árum. Strax á barnsaldri þurfti Óskar að vinna fyrir brauði sínu. Fjórtán ára gamall réðst hann til sjós sem vikapiltur í eldhúsi, en nam síðar siglinga- fræði og lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskól- anum 1921. Þá tók hann þátt í fyrsta námskeiði, sem haldið var hér á landi í fjarskiptum skipa, og lauk einnig prófi í þeirri grein. Eftir það var hann sjö ár loftskeytamaður á togurum. Þá man ég fyrst eftir Óskari, því að einatt færði hann systkinum unnustu sinnar eitthvað fallegt, þegar hann kom heim úr siglingu. Árið 1933 brá Óskar sér til Kaupmannahafnar og lærði viðgerðir hljóðvarpsviðtækja. En á heimleiðinni barst sú fegn, að stofnuð hefði yerið Viðtækjaverzlun ríkisins og viðtækjaviðgerðir utan hennar vébanda væru bannaðar. Þó að Óskar byðist starf á vegum þessa fyrirtækis, þá hann það ekki. í stað þess gerðist hann reiðhjólasmiður og stundaði þá iðn til ársins 1965. Muna margir fyrirtækið Óðin við Skólastræti. En nij settist Óskar í helgan stein. Úr því vann hann heima á litlu verkstæði, sem hann kom sér'upp. Óskar var þjóðhagasmiður jafnt á járn sem tré og hafði yndi af því á efri árum að smíða listmuni, hann gaf vinum og vnadamönnum. Þá tók hann líka að safna bókum og las mikið. Óskar Jónasson var atgervismaður til lífs og sálar, þéttur á velli og fríður sýnum. Hann var ágætur námsmaður, en líka íþróttamaður. Árið 1923 varð hann ásamt Jóni Pálssyni sundkóngur íslands. Og í hjólreiðum var hann sérstakur garpur og frumkvöðull margra ferða á þeim farkosti með vinum sínum og kunningjum. Skák- maður varð Óskar drjúgur og fylgdist alla tíð með þeirri íþrótt af miklum áhuga. Síðustu árin glímdi hann löngum við skáktölvu, sem honum var gefin áttræðum í afmælisgjöf. 2 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.