Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Blaðsíða 5
Halldóra Pálsdóttir Fædd 6. l'ebrúar 1919 Dáin 28. ágúst 1983 Hinn 3. sept. sl. var frú Halldóra Pálsdóttir Grænuvöllum 1. Selfossi kvödd hinstu kveðju frá Selfoss kirkju. Halldóra var fædd að Eystra Fróðholti á Rangárvöllum 6. febrúar 1919, dóttir sæmdar hjónanna Sigrúnar Sveinbjarnardóttur og Páls Pálssonar sem bjuggu þar allan sinn búskap. í Fróðholti var Páll faðir Halldóru einnig fæddur og uppalinn. Halldóra ólst upp í foreldra húsum ásamt tvcimur bræðrum sínum Páli Júlíusi og Þórarni. Páli faðir Halldóru var kominn af hinum traustustu ættum svo sem Guðbjörg Jónsdóttir frá Rangá í Reykjavík hefir rakið skilmerkilega í niðjatali Þorbjargar Jónsdóttur og Nikulásar Ei- ríkssonar búandi í Sleif íV-Landeyjum 1835-1871, en þar rekur Guðbjörg ætt Steinunnar móður sinnar Pálsdóttur m.a. til Önnu á Stóru Borg, Vigfúsdóttur, sýslumanns í Rangárþingi um 1500. Steinunn var föðursystir Halldóru. Ég sem rita þessar línur þekkti fjölskylduna í Fróðholti frá því fyrst ég man eftir mér og gleymi því aldrei hversu gott mér þótti að koma að Fróðholti, þar sem maður mætti ávallt jafn þægi- legu viðmóti. Þar var snyrtimennska, regla og góð umhirða á öllum hlutum utan húss sem innan, augljós þeim er til þekktu. Halldóra hlaut þannig snyrtimennsku sem góðan arf úr föðurhúsum, arf sem hún varðveitti vel enda studd af manni sínum, sem alla tfð hefir verið sérstakt snyrtimenni. Fimmtán ára gömul hleypti Halldóra heimdrag- og það markverðasta sem á dagana dreif. En dagbókin þagnar þegar atburðirnir verða svo ofurþungir, að pennanum verður ekki lyft. Eftir að Kristján, bróðir hans, dó fyrir 14 árum færði hann ekki dagbókina hátt á annað ár. Sama þögnin hvílir yfir dagbókinni eftir hörmulegt sjóslys, sem varð fyrir nokkrum árum þegar vinir hans og sveitungar hurfu í djúp hafsins. Fátt lýsir betur frænda mínum. Þögnin vitnar um þá umhyggju, sem hann sýndi sínum n ánustu og þeim sem hann umgekkst í starfi og á förnum vegi. En þá umhyggju var mörgum líka Ijúft að endurgjalda. Síðustu tvö árin hafði hann það athvarf, sem hann hefði helst kosið í ellinni, en það var hjá Elínu, fósturdóttur hans og eiginmanni hennar, Birni Arnaldssyni í Þorlákshöfn. Hvergi hefði hann getað hugsað sér fremur að vera og hvergi notið umhyggjusamara samfélags en með þeim hjónum og sonum þeirra þrem. Að standa andspænis dauðanum merkir að standa frammi fyrir dýpsta leyndardómi okkar eigin tilvistar. Hvað er lífið? Dauðinn svarar ekki, dauðinn varpar ekki ljósi á líf okkar heldur skugga °g gerir það að undarlegu ferðalagi með óljósu uiarkmiði - ef nokkru, segja margir. Og stundum •slendingaþættir anum og fór til Reykjavíkur þar sem hún réðst í vist til Halldórs Hansen læknis og konu hans og var hjá þeim 4. vetur. Halldóra taldi það hafa verið góðan skóla fyrir sig að dveljast hjá læknishjónunum á Laufásvegi, enda batt hún vrnáttu við fjölskylduna sem ætíð hélst óslitin. Einn vetur starfaði Halldóra í vist hjá Bergi Friðrikssyni skipstjóra og frú Guðrúttu Beck konu hans, Bræðraborgarstíg 54. Síðar átti það fyrir Halldóru að liggja að giftast Ólafi bróð.ur Bergs. Á hverju vori kom Halldóra heim að Fróðholti í hina fögru sveit sína, þar sem hún unni umhverfinu á bökkum Þverár með hinn víðfeðma fjallahring, sem m.a. Jónas Hallgrímsson lýsir svo vel í kvæðinu „Gunnarshólmi". Fróðholt er á suðurbökkum Þverár en um 20 km. vestur af Gunnarshólma. Halldóra giftist 6. júní 1943 eftirlifandi manni sínum Ólafi Friðrikssyni frá Rauðhálsi í Mýrdal. Þau ltófu búskap í Vestmannaeyjum og bjuggu þar fyrsta árið, en þar hafði Ólafur stundað sjóróðra inargar vertíðir með aflaskipstjóranum Þorvaldi Guðjónssyni mági sínum á Leó VE 294, en mörg sumur starfaði Ólafur hjá föður mtnum Sveini Böðvarssyni á Uxahrygg, sem er næsti bær við Fróðholt. Ég man vel að mér þótti mikið til um hvað Ólafur hafði fundið sér fallegt konuefni, þegar hann opinberaði með Halldóru, en hún var sérstaklega fönguleg stúlka. Vorið 1945 fluttust þau hjónin frá Vestmanna eyjum að Skálavík á Stokkseyri, en Ólafur stundaði þá húsasmíði hjá Guðmundi Á. Böðvars- syni á Selfossi. Árið 1947 fluttu þau svo að Selfossi þar. sem þau síðan byggðu sitt eigið hús að er skuggi dauðans yfir lífi okkar svo dimmur að við fáum vart afborið þá tilhugsun, að okkar eigið líf stefni með óbrigðulli vissu í þennan áfanga. Og þá fyrst verðum við áhyggjufull og óttaslegin um líf okkar. Dauðanum verður ekki afneitað. Trúin horfist í augu við dauðann. Að trúa merkir að vona og lifa í von. Að trúa merkir að treysta því að lffið sé gott og í Guðs hendi og því sé okkur óhætt að vera ekki áhyggjufull og óttaslegin. Að trúa merkir að lifa í slíkri von og deyja í þeirri sömu von, kveðja ástvini sína í von, vakna á morgnana og sofna á kvöldin og loks hinsta svefni í slíkri von. Það er að trúa. Ingi frændi minn fékk sælan dauðdaga er hann sofnaði hinsta svefni að loknum kvöldbænum og hafði komið síðustu tuggunni í hlöðu. Hann hafði þolað margt mótlæt- ið, það sýna m.a. eyðurnar í dagbókinni en hann hélt áfram að vona, hélt áfram að vera skemmti- legur hélt áfram að láta sér þykja vænt um sína nánustu og þá sem hann mætti á götunni. Hann helgaði sig Kristi á hverjum morgni, við helgum hann Kristi, felum hann í hans hendur um alla eilífð og biðjum Guð að blessa minningu hans á meðal okkar. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum Tryggvagötu 1, ífélagi við foreldra mína 1949. Þar bjuggum viö í góðu sambýli við þessi ágætu hjón í nærri 15 ár, þangað til leiðir minnar fjölskyldu lágu frá Selfossi. Á þcssum stað undi Halldóra sér vei, enda um margt svipað æskuslóðum hennar. Þarna sköpuðu þau sér fallegt heimili Halldóraog Ólafur, heimili, sem alltaf var jafn notalegt að koma á, þar leið manni vel hjá þessum hressu samhentu hjónum, en bæði hafa þau átt við langvarandi heilsuleysi að stríða, en aldrei kvörtuðu þau en báru sig alltaf eins og ekkert amaði að þeirn. Ég hitti Halldóru seinast á Landsspítalanum rúmum mánuði áður en hún dó og fannst mér aðdáunarvcrt hversu hrcss í anda og glaðleg hún var, þrátt fyrir crfiða legu, en þar kom fram hinn sterki persónuleiki sem cinkenndi Halldóru og oft minnti mig á Pál föður hennar. Ef til vill er það arfur frá Önnu á Stóru-Borg, en hún þótti sterk persóna á sínum tíma. Halldóra og Ólafur eiga eina dóttur Öldu, hún er gift Ragnari Wessman matreiðslumanni á Hótel Sögu og eiga þau tvær ungar dætur, og voru þær augastcinar ömmu sinnar. Þeim er sár missir að Halldóru ömmu svo ungar sem þær crú. Alda og fjölskylda hennar veitti Halldóru marga gleði- stund og ómetanlega hjálp í erfiðleikum seinustu árin. Mér og fjölskyldu minni, foreldrum og bræðrum hefir verið sérstök ánægja að því að þekkja Halldóru. Við bræðurnir lítum á Ólaf mann hcnnar sem uppeldisbróður okkar, hann kom fyrst 19 áragamall til föður mínsogvar hjá honum í fjölda ntörg ár, þangað til hann giftist. Nú þegar Halldóra er öll, eigum við fallega minningu um prúðu konuna góðu en hún á örugga bjarta heimvon, því hún æðraðist aldrei, byggði hús sitt á bjargi í trú sinni á Guð. Ég og fjölskyida mín vottum Ólafi, Öldu, fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum Hall- dóru innilega samúð. Blessuð sé minning Halldóru Pálsdóttur. Jón Þ. Sveinsson. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.