Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Blaðsíða 8
Kristjana Sigþórsdóttir Ólafsvík Fædd 2. nóv. 1906 Dáin 16. okt. 1983 Þann 16. október síðastl. andaðist að Landspít- alanum Kristjana Sigþórsdóttir, Ennisbraut 33 í Ólafsvík. Útför hennar var gerð frá Ólafsvíkur- kirkju þann 22. október að viðstöddu miklu fjölmenni. Kristjana fæddist í Ólafsvík 2. nóvember 1906, foreldrar hennar voru hjónin Kristbjörg Gísla- dóttir og Sigþór Pétursson, skipstjóri og síðar bóndi að Klettakoti í Fróðárhreppi og við þá jörð var Sigþór jafnan kenndur. Kristjana ólst upp með foreldrum sínum og systkinum þar til hún stofnaði sitt eigið heimili. Hún var alla tíð, meðan foreldrar hennar lifðu, þcim sérstaklega um- hyggjusöm og hjálparhella við heimilið, og þá ekki síst búskapinn. Ástæðan fyrir sérstakri aðstoð hennar við heimili foreldranna á uppvasxtarárunum, var sú, að Sigþór var skipstjóri á skipum frá Vestfjörðum á handfæraveiðum frá því síðla vetrar og til hausts. Pétur, elsti sonur þeirra Kristbjargar og Sigþórs, fór ungur að árum að sækja sjóinn með föður sínum. Kristjana var öðrum systkinum sínum áhugasamari um búskap, sérstaklega um sauðfjárbúskap. Þessum áhuga sínurn hélt hún langt fram eftir ævi, ennfremur sá hún um viðskipti heimilísins út á við. Kristjana hafði sem barn og unglingur áhuga á fleiru en heimili foreldra sinna og búskap, hún hafði mikla löngun til að læra að spila á hljóðfæri og orgel varð fyrir valinu, enda var það eina hljóðfærið sem kennt var á í heimabyggð hennar. Tólf ára gömul fór hún til orgelnáms hjá Guð- mundi Guðjónssyni kirkjuorganleikara í Ólafs- vík. Þetta nám lét hún sér ekki nægja, því til framhaldsnáms fór hún um tvítugt og þá til Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Kristjana hafði ekki eingöngu áhuga á náminu - heldur einnig starfinu, sem kom í kjölfar þess. Hún varorganisti við guðsþjónustur á Brimilsvöllum sem barn að aldri og frá því Vallnakirkja var byggð á þriðja áratugnum til 1978. Organisti í Ólafsvíkurkirkju var hún frá 1924 til 1957. Þessi störf sín s'em önnur leysti hún af hendi af miklum áhuga og samviskusemi. Árið 1930 verða þáttaskil í lífi Kristjönu. Þann 18. september það ár giftist hún eftirlifandi manni sínum, Guðbrandi Guðbjartssyni frá Hjarðarfelli, er þá var starfandi íþróttakennari. í október það haust hófu þau búskap að Klettakoti og bjuggu þar til vors 1933, en fluttu þá til Ólafsvíkur, og hefur heimili þeirra alla tíð síðan verið að Ennisbraut 33 í Ólafsvík. Heimili þeirra var ávallt snyrtilegt og fallegt. Gestrisni var þeim í blóð borin, enda gestkvæmt þar mjög. Heimilislíf þcirra Kristjönu og Guðbrandar var afar farsælt. Þau voru samhent í störfum og lífsskoðunum. t.d. ráku þau búskap að takmörk- uðu leyti lengi vel, fyrst og fremst sér til ánægju til að hafa samband við sitt gamla býli og skepnurnar. Bæði höfðu þau ánægju af söng. Guðbrandur starfaði í Kirkjukór Ólafsvíkur og tók einnig þátt í söng í Brimilsvallnakirkju meðan Kristjana var þar organisti. Áhugasöm voru þau um bindindismál. Traust voru þau í fylgi sínu við Framsóknarflokkinn, það fylgi þakka ég þeim nú við fráfall Kristjönu, svo og þá miklu gestrisni er ég naut á heimili þeirra í mínum stjórnmálaferða- lögum þar vestra. Guðbrandur var hreppstjóri í Ólafsvík frá 1936. Kristjana lagði sitt af mörkum til að létta honum starfið í sambandi við gestakomu þá er því fylgdi. Ekki síst meðan skattanefndir störfuðu. Fimm börn áttu þau Kristjana og Guðbrandur, af þeim dóu tvö í bernsku. Það var þeim mikið áfall. Þá kom hið létta skap Kristjönu þeim að miklu liði. Þau þrjú börn þeirra er náðu fullorðins- aldri eru öll á lífi. Þau eru Kristjana, búsett á Sauðárkróki, gift Magnúsi Sigurjónssyni, forseta bæjarstjórnar þar. Guðbrandur Þorkell, einnig búsettur á Sauðárkróki, fulltrúi kaupfélagsstjór- ans á Sauðárkróki, kvæntur Droplaugu Þorsteins- dóttur, Sigþór búsettur í Ólafsvík, kvæntur Sigur- björgu Kristjánsdóttur. Hann er einn af þremur eigendum bifreiðaverkstæðis, er þeir reka í Ólafsvík, og starfar við það. Öll eru börn þeirra Kristjönu og Guðbrandar farsælt manndómsfólk. Af sex börnum þeirra Sigþórs og Kristbjargar, er Þórheiður nú ein á lífi. Allir synir þeirra dóu ungir. Sigþór, faðir Kristjönu og Ingibjörg, móðir mín, voru alsystkini. Góð vinátta var með þeim. Svo var einnig með okkur börnum þeirra, sem ég minnist nú með þakklæti. Sérstaklega minnist Guðríður, systir mín, vináttu Kristjönu, en þær bjuggu í nágrenni fram til síðari ára og vinátta þeirra alla tíð jafn trygg, Ég enda þessar línur með því að færa Guð- brandi, börnum þeirra Kristjönu og öðrum nán- ustu ættingjum, innilegar samúðarkveðjur okkar Margrétar. Halldór E. Sigurðsson Þeir sem skrifa minrdngar- eða afmæiisgreniar í íslendinga- þætti, eru vinsamlegast beðnir að skila vélrituðum handritum íslendingaþaSttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.