Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 1
• \. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 2. nóvember 1983 - 41. tbl. TÍMANS Ólafur E. Bjarnason verkstjóri, Eyrarbakka Fæddur 18. janúar 1893 Dáinn 2. október 1983 Þann 2. okt lést að Grund í Reykjavík Ólafur E. Bjarnason fyrrv. verkstjóri að Þorvaldseyri á Eyrarbakka. Útför hans var gerð frá Eyrarbakka- kirkju 8. okt. að viðstöddu fjölmenni. Ólafur var fæddur á Eyrarbakka 13. jan. 1893. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir, er lengst bjuggu að Eyvakoti á Eyrárbakka. Hún var systir Svanhildar í Túni, sem var móðir sr. Sigurgeirs biskups og Þorbjargar á Stað, sem var móðir Sigurðar Óla Ólafssonar kaupmanns og álþm. á Selfossi og þeirra systkina. Ólafur var yngstur þriggja bræðra. Elstur var Sigurður, sem dó tæplega þrítugur þá Jón múrari á Eyrarbakka og s/ðar Selfossi. Ólafur naut ágætrar kennslu í barnaskólanum á Eyrarbakka, en sá skóli hafði starfað í meir en hálfa öld, þegar Ólafur steig þangað sín fyrstu spor. Hann átti góðar endurminningar um skólann og fór lofsamlegum orðum um kennara hans, svo sem háttur er góðra nemenda. Ólafur las mikið, og var'vel að sér um flesta hluti, þótt námið yrði ekki lengra. Síðan tóku störfin við til sjós eða í landi eftir árstíðum. Hann var snemma eftirsóttur til starfa, sökum dugnaðar og karlmennsku. Árið 1916 kvæntist Ólafur ungri stúlku, sem hét Jenny Jensdóttir frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka. Hún var elst þriggja barna Jens S. Sigurðssonar vegaverkstjóra og Margrétar Ólafsdóttur konu hans. Heimili sitt stofnuðu þau að Þorvaldscyri og við það hús, var Ólafur jafnan kenndur. Hefst nú mikil ogmerk saga. því börnin urðu alls 12-fædd á árunum 1917-1942. Þau eru þessi talin í aldursröð:Sigrún gift Stefáni Jónssyni bifreiða- stjóra. Selfossi. Bjarni bifreiðastjóri á Selfossi. Hann lést 1980. Var kvæntur Margréti Friðriks- dóttur. Sigurðuf skipstjóri í Vestmannácyjum kvæntur Málfríði Matthíasdóttur. Ólafur húsá- smíðameistari Reykjavík kvæntur Arndísi Þórð- ardóttur. Eggert skipasmíðamcistari Vestmanna- eyjum. Hann lést 1981. Var kvæntur Hclgu Ólafsdóttur. Sigurður Bjarnason. Hann lcst 18 ára gamall. Guðbjörg gift Guðbirni Frímannssyni bifreiðastjóra. Selfossi. Margrét gift Ragnari Böðvarssyni vkm. Eyrarbakka. Bryndís gift Krist- jáni Gunnlaugssyni flugmanni Reykjavík. Guð- rún gift Herði Thorarenscn skipstjóra. Eyrar- bakka. Sigríður gift Erling Ævar Jónssyni skip- stjóra. Þorlákshöfn. Áslaug gift Kjartani Kjar- tanssyni fangaverði. Reykjavík. Auk þess ólu þau upp sonardóttur sína Margréti Ólafsdóttur sem er gift Jóni I. Sigurjónssyni verkstjóra, Eyrarbakka. Afkomendur Ólafs eru nú rúmlcga 90. Jenny andaðist 1964,mjögumaldurfram. VarþaðÓlafi mikið áfall. Það var almannarómur að Jenny hafi verið mikil móðir barna sinna og frábær húsmóðir. Hreinlæti. reglusemi og glaðlegt viðmót, ein- kenndi barnahópinn á Þorvaldseyri. Þótt þröngt hafi verið í búi þar sem annarsstaðar á kreppuár- unum eftir 1930, bar barnahópurinn á Þorvalds- eyri það aldrei utan á sér. Enda þótt Ólafur hafi verið duglegur og forsjáll heimilisfaðir er móður- hlutvcrkið gífurlegt á heimili. þar sem 13 börn alast upp á erfiðum tímum, þegar hver varð að sjá um sig sjálfur. án allrar opinberrar aðstoðar. Heimilið á Þorvaldseyri komst vel af. Þar réði mestu dugnaður og hagsýni þeirra hjóna og samheldni fjölskyldunnaf. Vitanlega er þetta afrek. sem fáum er fært að vinna, en má gjarnan vera haft rheiðri. Ungur að árutn gcrðist Ólafur verkstjóri hjá Vegagcrð ríkisins. Hóf hann störf sín norður í Húnaþingi 1928 og starfaði hjá vegagerðinni til 1944. Ekki var þetta fast starf. heldur vinna frá því snemma á vorin og fram á haustið. A'ð vetrinum þurfti hann að sjá sér fyrir vinnu annarsstaðar. Var þá oftast farið til sjós. Mcðal verkefna hjá vegagerðinni, sem Ólafur stjórnaði á þessu tímabili, var vegur um Eldhraunið austur á Síðu. Varnargarðar meðfram Markarfljóti að vestan, frá brúnni og inn í Fljótshlíð og vegurinn suður Ölfusið, sem er hluti af svonefndum Krísu- víkurvegi. Þar bar fundum okkar saman vorið 1936. Ég hafði að vísu þekkt hann frá barnæsku, en nú vann ég undir hans stjórn næstu þrjú sumrin. Mitt hlutverk var að taka „akkorð" í undirbyggingu vegarins og veita forustu 15-20 manna liði vaskra manna, sem að því vcrki unnu. Þá voru engar vinnuvélar komnar til sögunnar. Handverkfæri og hestakerrur var það sem unnið 'var með. Ofaníburðurinn var fluttur á hestvögn- um og við það vann 10-15 manna hópur. Vega- kanturinn yar hlaðinn úr snyddu eftir snúru og þess vandlega gætt að fláinn væri 1 á móti 1,50. A þessum árum (1936-38) var byggður vandaður vegur frá Núpum í Ölfusi og suður á melana ofan við Grímslæk. Mér er samstarfið við Ólaf þcssi sumur ákaflega minnisstætt, og eftir það var sú vináttutaug á milli okkar, sem aldrei rofnaði, þótt samfundir væru strjálir. Hann var mjög fær verkstjóri og hafði öðlast mikla reynslu af byggingu vandasamra mannvirkja við erfið skilyrði. Hann var stjórn- samur og vel virtur af starfsmönnum sínum. Úrræðagóður og traustur, ef eitthvað bar upp á og fylgdist vel með öllum verkum. Reglusamur og vandaður í öllum viðskiptum. Honum mátti treysta í einu og öllu. Mér er minnisstætt eitt atvik sérstaklega frá þessum árum, sem dæmi um það, hvað Ólafur gat verið skjótur að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma og tryggja með því að leiðindamál hefði engin eftirköst. Réttlætið og þeir sem minna máttu sín, áttu þar öruggan málsvara. Vegagerðinni var hann trúr starfsmaður og hafði áhuga á því, að sem mest sæist eftir þá fjármuni. sem hann hafði til umráða. Geir vega- málastjóri kom öðru hvoru í heimsókn til að líta eftir verkinu og ræða við Ólaf. Var mér kunnugt um það, að hann bar fyllsta traust til Ólafs og mat hann mikils. Árið 1944 var kominn frysfihúsarekstur á Eyrarbakka. Þá hættir Ólafur hjá vegagerðinni og gerist verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eyrarbakka. Því starfi gengdi hann lengi. Jafnframt hafði hann nokkurn búskap og garðrækt, svo sem algengt var á Eyrarbakka á þeim árum og lengi áður. Ólafur var ekki þeirrar gerðar að sækjast eftir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.