Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞATTIR Miðvikudagur 9. nóvember 1983 — 42. tbl. TÍMAIVIS Leifur Grímsson Fæddur 14. ágúst 1896 Dáinn 25. október 1983 Síðasta sunnudag á sl. vetri var ég við fermingu í Reykjavík . Ég veitti því athygli, að fyrir framan mig í kirkjunni sat stór og gerfilegur gamall maður. Ég þekkti fljótlega, að þetta var gamall sveitungi minn og vinur úr Dölum vestur. Þegar hann stóð upp undraðist ég ég hversu beinn hann var í baki, þótt hann væri 87 ára og hefði unnið hörðum höndum alla sína löngu starfsævi. Þetta var Leifur Grímsson, sem andaðist hér í Reykja- vík 25. okt. sl. Hann hét fullu nafni Sigurvin Leifur. Fæddur var hann 14. ágúst 1896 í Teigi í Hvammssveit, Dalasýslu. Foreldrar hans voru Grímur Sigmunds- son, bóndi í Teigi, og kona hans, Ingigerður Sigurðardóttir. Þegar Leifur var 2ja ára fór hann í fóstur að Kýrunnarstöðum í Hvammssveit til fósturforeldra móður sinnar, Ásgeirs Jónssonar og Þuríðar Einarsdóttur konu hans. Hjá þeim dvaldist hann til fermingar. - Leifur minntist ætíð fósturforeldra sinna með mikilli hlýju og þakklæti. - Ég minnist þess, að Leifur sagði eitt sinn við mig á þessa leið: Hjá þeim hlaut ég það veganesti, er reyndist mér best á lífsleiðinni. Það var mér mikil gæfa að alast upp á þeirra góða heimili. - Þegar Leifur var kominn á níræðisaldur rakti hann minningar sínar 'um fósturforeldrana og Kýrunnarstaðaheimilið í grein, sem birtist á sl. ári í „Breiðfirðingi". ársriti Breiðfirðingafélagsins. - Ekki mun hafa verið mikið um það á þessu tímaskeiði, að fermingarbörnin fengju gjafir. Ég man þó, að Leifur sagði mér frá einni fermingargjöf, er hann fékk. Það var spánnýr hnakkur. sem vafalaust hefur komið sér vel fyrir hann að eiga. En alvara lífsins tók fljótt við. Þegar Leifur fermdist, voru fósturforeldrar hans orðnir háaldr- aðir og urðu að bregða búú Hann varð því að fara að vinna fyrir se'r og fór strax daginn eftir ferminguna á bóndabýli i næstu veit. þar sem hann var ráðinn vinnumaður. þótt ungur væri. Næstu árin stundaði Leifur margvíslega sveitavinnu og sjósókn. Um möguleika til framhaldsnáfns var ekki að ræða. Þann 22. ágúst 1920 kvæntist Leifur Hólmfríði Sigurðardóttur Gíslasonar, heimasætu úr Hvammssveitinni. Hún var dugnaðarforkur og myndarkona og reyndist Leifi hinn ágætasti lífsföru- nautur. Ungu hjónin hófu strax búskap og bjuggu á ýmsum stöðum í sýslunni^Iengst á Ketilsstöðum í 10 ár og í Arnarbæli 4 ár. Árið 1934 verða þáttaskil í lífi þeirra hjóna. Þau fluttu þá úr Dölum að Galtarvík í Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Þarna bjuggu þau í 22 ár og munu hafa unað sér vel. Fjárhagur þeirra fór nú batnandi, en hann hafði á stundum verið nokkuð erfiður. enda barnahópur- inn stór og oft erfiðir tímar fyrir bændastéttina. í Galtarvík braut Leifur mikið land til ræktunar. Sýnir það vel dugnað þeirra hjónaT því að jafnhliða búskapnum stundaði Leifur allmikið sjósókn. Annríki var því jafnan mikið. Börn þeirra voru nú uppkomin eða komin vel á legg. Þau reyndust dugleg eins og foreldrarnir og hjálpuðu brátt mikið til við búskapinn. Hinir nýju sveitungar Leifs fengu fljótt mikið álit á honum. Margvísleg trúnaðarstörf hlóðust því bráttá hann. m.a. var hann oddviti sveitar-sinnar í mörg ár. Á meðan Leifur var í Galtarvík tók hann til sín aldraða forcldra sína. Ingigerði og Grím. Nutu þau þar góðrar umönnunar á ævikvöldinu, ekki síst hjá tengdadótturinni. Árið 1956 selur Leifur eignarjörð sína, Galtar- vík, og flytur með fjölskylduna til Reykjavíkur. Þar fékk hann fljótlega vinnu í Trésmiðjunni Víði og vann þar fram undir áttrætt. Það var happ fyrir Leif að fá slíka vinnu. Hann var mjög lagtækur og hafði yndi af að fást við trésmiði. Síðustu árin, þegar hann var hættur að vinna utan heimilis, stytti hann sér stundir við að smíða ýmislegt smálegt, sem einkum tilheyrði gamla tímanum, t.d. lífil orf, hrífur og trog. Leifur bar hinn háa aldur mjög vel, ekki síst að því er snerti minnið. Þegar hann var um áttrætt, fór hann kynnisferð á gömlu æskustöðvarnar, að Kýrunnarstöðum. Hann reyndist þá muna vel örnefni, sem hann hafði lært fyrir allt að 70 árum, og gat hjálpað mikið til við að semja örnefnaskrá umjörðina.. Leifur var vel að manni ger bæði til hugar og handa. Hann var trygglyndur og framúrskarandi geðprúður. Veifiskati var hahn enginn í skoðun- um, m.a. var hann einlægur samvinnumaður alla tíð. Hólmfríður, kona Leifs andaðist 1, febrúar 1968. Börn þeirra Leifs og Hólmfríðar eru þessi: Jóhannes, gullsmíðameistari, kvæntur Magneu Aldísi Davíðsdóttur. Ásgerður Þuríður, húsfreyja, gift Ebeneser Guð- jónssyni. Sigmundur,verkamaður, kvæntur Guðbjörgu Jó- hannsdóttur. Sigurður, rafvirkjameistari, - Ingiríður Helga, húsfreyja. Hákon Hólm, bifreiðastjóri. - Grímur, rafvirkja- meistari, kvæntur Önnu Jeppesen. - Öll eru börnin búsett í Reykjavík, nema Grímur, sem býr á Húsavík. Barnabörn Leifs og Hólmfríðar eru nú 23 og barnabarnabörnin 35. Alls eru afkomendur orðnir 65. Leifur kvæntist öðru sinni 15. maí 1971 danskri konu, frú Herthe Hansine Gabriele. Hún er myndarleg húsmóðir, hefur búið nyinni sínum hlýlegt heimili og reynst honum góður félagi á ævikvöldinu. Hiklaust má segja, að Leifur væri mikill gæfu- maður. Hann var lengst af heisluhraustur og sívinnandi til hins síðasta. Ætíð var hann fremur veitandi en þiggjandi. Hann naut góðs og farsæls

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.