Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 2
Errnl Ágústsson borgardómari Fæddur 11. septembcr 1926 Dáinn 5. október 1983 ■ 'Þann 5. þ.m. andaðist í Lajidsspítalanum Emil Agústsson, borgardómari, eftir uppskurðog stutta legu. Hann var fæddur hér í Reykjavík 11. september 1926 og voru foreldrar hans hjónin Ágúst Ólafs- son, verkstjóri frá Hamri í Borgarhreppi á Mýrum og Jónína Bjarnadóttir frá Minnabæ í Grímsnesi. Þau hjónin bjuggu lengst af að Sólvallagötu 52, Reykjavík. Ágúst var um árabil farmaður á skipum Eim- skipafélags íslands, eða -allt frá 1917 og síðan verkstjóri hjá sömu útgerð þar til 1967, að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ágúst varð bráðkvaddur 10. september 1982 en Jónína kona hans fórst í umferðarslysi haustið 1979. Leifur heimilislífs og átti góða lífsförunauta. Að leiðar- lokum gat hann litið yfir stóran og gjörvilegan hóp afkomenda. Það er trúa mín, að Leifur hafi líka átt eitt, sem margir myndu vilja kaupa dýru verði, en það var rósemi hugans. Þótt hann væri farsæll á lífsleiðinni, sneiddu ekki erfiðleikamir alveg fram hjá honum, fremur en öðrum, en hann bar gæfu til að mæta þeim með karlmennsku og jafnaðargeði. Þegar Leifur var ungur og upprennandi maður vestur í Dölum, hefur hann vafalaust dreymt stóra drauma um bjarta framtíð lands og þjóðar. Á langri ævi sá hann mafga þessara drauma rætast. Sjálfur lagði hann vissulega ríkulegan skerf til þess. Ég sendi frú Herthu, börnum Leifs og öðrum vandamönnum einlægar samúðarkveðjur. Jón Emil Guðjónsson frá Kýrunnarstöðum. 2 Þau hjónin áttu tvo syni Ragnar Georg, sem var farmaður og fórst.með Dettifossi 1945 og Emil borgardómara, er hér er minnst. Emil ólst upp með foreldrum sínum og bróður í Reykjavík og eftir að barnaskóla lauk, fór hann í Verslunarskóla íslands, og brautskráðist þaðan stúdent vorið 1947. Leiðin lá síðan í Háskólann, þar sem hann lauk lagaprófi í maí 1953. Hinn 1. júní 1953 fer hann til starfa í dómsmála ráðuneytinu og er þar til janúarloka 1955. Verksvið hans í dómsmálaráðuneytinu var að fyra yfir lögreglu og sakadómsrannsóknir og undirbúa ákæru, þar sem svo bar undir. Þetta var mikið ábyrgðarstarf og vandasamt og ég hefi heyrt af yfirmönnum hans þar, að hann hafi leyst það starf mjög vel, svo að eftir var tekið og munað. Ákæruvaldið var þá á hendi dómsmálaráðherra, en ríkissaksóknari þá enn ekki kominn, er þetta vald hefir nú. Þann 1. febrúar 1955 verður Emil fulltrúi í Borgardómi og skipaður er hann borgardómari 13. febrúar 1962 og var svo allt til þess er hann 1. júlí s.l. lét af störfum af heilsufarsástæðum, en þá hafði hann starfað í rúm þrjátíu ár. Emil hlaut námsstyrk frá Alexander Humbolt stofnuninni í Þýskalandi, en slíka styrki fá ekki aðrir en afburða námsmenn og var Emil einn af þeim fyrstu, ef ekki fyrstur íslenskra lögfræðinga að fá slíkan styrk. Nam hann tryggingarrétt í Þýskalandi 1960-1961. Emil var vel lærður lögfræðingur og fylgdist vel með öllu því er ritað var í hans fræðigrein. Hann átti mjög auðvelt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum í málum, enda hafði hann það orð á sér þegar í lagadeild Háskólans af kennara sínum í raunhæfum verkefnum, að hann væri einn sá skarpasti er þar hefði verið. Dómar Emils stóðust vel fyrir Hæstarétti. Hann var talinn réttsýnn og góður dómari af lögmönnum sem öðrum er kynni höfðu afítarfi hans. Hann var prúður, hógvær, málvar. Var mikill manna sættir og náði oft að sætta hin erfiðustu mál. Á námsárum sínum í Háskóla eða 10. septem- ber 1952 kvæntist hann Guðrúnu Vilhelmsdóttur Steinsen, bankafulltrúa og konu hans Kristínar Sigurgeirsdóttur. Konu sína missti hann 27. apríl 1953 um það bil er hann var að ljúka kandidats- prófi. Síðari kona hans var Lillin Simson, dóttir Martinus og Gerðu Simson, ljósmyndara á ísa- firði. Dætur þeirra eru: Guðrún Dröfn f. 14. júlí 1967 og Ragna Björk f. 18. maí 1969. Þau hjón slitu samvistum. Á námsárum sínum, í sumarstarfi, var Emil oft í siglingum á farskipum Eimskips. svo sem faðir hans og bróðir höfðu verið. Hann naut sjómennskunnar vel og eignaðist þar góða skipsfélaga er æ höfðu samband við hann og hittu að máli. Emil þekkti mjög vel til alls er laut að sjómennsku og kom það sér vel í starfi hans, er hann stýrði sjóprófum af þekkingu og reynslu. Þá var Emil mjög hagvirkur, smiður á skipslíkön, gerði nokkur slík m.a. af farskipum er hann hafði verið farmaður á. Er hann lét af störfum var hann kvaddur í samsæti af starfsliði Borgardóms 30. júní s.l. og gat Emil þess þá að hann gæfi Borgardómi tiltekin skipslíkön er hann hefði gert. Var þessi góða gjöf þökkuð og mun varðveitt sem best. Hin síðari ár hafði Emil átt við mikla vanheilsu' að stríða. Hann hafði oftlega leitað sér lækninga hér heima og erlendis, en ekki verður allt læknað. Okkur í Borgardómi var ljóst er við kvöddum Emil 30. júní s.I. að heilsu hanshafðimjöghrakað og hann mjög máttfarinn, en þó áttum við ekki von á að svo fljótt yfir lyki. í Hómelíum íslenskum segir um jarteinir skips. Innviður jarteinar góðgerning manna, fyrir því að svo sem innviðir remma allt skipið, svo remma góðverk hugskot manna til guðs miskunnar. Þannig var manngerð Emils. Blessuð sé minning hans. Innilegustu samúðarkveðjur til dætra hans og allra ástvina. Útför hans fer fram frá dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Björn Ingvarsson íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.