Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 3
Hjalti Jónsson verkstjóri Fæddur 6. október 1912 Dáinn 5. október 1983 Sumir eru þeirrar skoðunar að haustið sé árstíða fegurst, og við sem sáum varla sumar þetta árið, höfum fengið ríkulega umbun með dásemd- um haustsins. En haustið minnir okkur líka á gang lífs og dauða, þegar haustlaufin falla og jörðin sölnar. Öll viljum við að laufin og grösin lifi sem lengst, en við vitum líka að sú barátta tekur enda. Þegar um vini og vandamenn okkar er að ræða, þá gengur okkur erfiðar að sætta okkur við gang lífsins. Hvers vegna einmitt núna? spyrjum við þegar kallið kemur. Eitt slíkt kall kom þegar móðir mín kvaddi vin sinn Hjalta Jónsson á Landakotsspítala 5. október sl. Ári fyrr höfðum við lifað hans sjötugasta afmælisdag í dýrlegum afmælisfagnaði í glæsilegu, nýreistu félagsheimili Karlakórs Keflavíkur. Þá ómaði söngur gleðinnar, í dag kveðja söngbræður í sorg. Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í Islendingaþætti eru vinsamlegast beðnir að skila vélrituðum handritum Það var ekki mulið undir Hjalta og systkini hans, þegar þau voru að alast upp austur á Héraði í byrjun þessarar aldar. Þegar Hjalti var níu ára og átti heima á Unaósi, féll faðir þeirra, Jón Mikaelsson, frá og fjölskyldan var flutt til Djúpa- vogs. Síðan sundraðist barnahópurinn, en Hjalti fluttist með móður sinni, Arnfríði Eðvaldsdóttur, til Norðfjarðar. Upp úr fermingu var svo eini kosturinn að halda á sjóinn og þau urðu um síðir nærri fjörutíu árin á sjónum. Síðustu árin var svo Hjalti verkstjóri hjá Aðalverktökum í Keflavík, en áður hafði hann lengi átt heima í Sandgerði. Þessa hörðu lífsbjargarsögu sem algeng var á fyrri hluta þessarar aldar þekkir fæst ungt fólk, en hún minnir okkur á hve stutt er síðan örbirgðin stóð við margra dyrog lítið mátti út af bera, hvað þá ef fyrirvinnan féll frá. Og það var ekkert dregið af sér, hvorki á síld, togara, þorskanetum eða við beitningu. Hjá einni útgerðinni féll ekki úr einn dagur í heil þrettán ár. Heilsa og þrek er kannski besta gjöf hvers manns og þess naut Hjalti ríkulega, þar til sjúkdómurinn stórtækasti tók í taumana. En lífið er ekki aðeins saltfiskur. Stundir gáfust Hjalta til að vinna að félagsmálum sjómanna og verkafólks, og jafnaðarstefnan varð honum eðli- legt lífsviðhorf. Svo kallaði söngnautnin hann í raðir Karlakórs Keflavíkur, þar sem þeir feðgar, Hjalti og sonur hans Óli Þór voru einar traustustu stoðirnar í starfi kórsins. Kynni af Hjalta hófust fvrir aðeins tæpum áratug, þegar leiðir hans og móður minnar lögðust saman. í lífi beggja höfðu skin og skúrir svo vissulega skipst á, en nú var eins og þau byrjuðu nýtt líf og yrðu ung í annað sinn. Það var farið í ferðalög innanlands og utan, oft í hópi félaga í Karlakór Keflavíkur, tengsl við vini og ættingja efldust og heimilið og garðurinn í Karfavoginum tóku stakkaskiptum með hverju ári, því alltaf var hægt að finna sér ný verkefni sem bæði unnu að af lífi og sál. Það bar því oftast eitthvað nýtt fyrir augu, þegar vesturbæingarnir komu í heimsókn í hina skjólsælu voga. Þessar heimsóknir voru ekki síst stundir þess yngsta í fjölskyldunni, það varð ævintýri barnsins að koma í gula húsið þeirra ömmu og afa. Þessi fallegu samveruár þeirra Önnu og Hjalta verða okkur ættingjum þeirra og vinum kær og lærdómsrík. Hamingjan verður ekki mæld í árum, metrum eða krónum, heldur augnablikum lífsins. Hvíldu í friði, vinur. Reynir Ingibjartsson Kveðja frá Karlakór Keflavíkur Við fráfall Hjalta Jónssonar er horfinn af sjónarsviðinu einn traustasti félagi Karlakórs Keflavíkur. Hjalti söng í kórnurn frá árinu 1971. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1975, en sótti allar æfingar þrátt fyrir það. Hann var traustur en hlédrægur. Hann var boðinn og búinn til að leggja sitt af mörkum til félagsstarfsins. Á meðan söngstjóri Karlakórsins var búsettur í Reykjavík, voru það ófáar ferðir sem Hjalti lagði á sig sérstaklega með hann til og frá Reykjavík. Hjalti var vel hagmæltur. (ferðalögum kórsins komu iðulega smellnar vísur frá Hjalta um það sem fyrir augu bar eða þá um einhverja úr hópnum. Hjalta vantaði aðeins dag til að ná 71 árs aldri, hann hélt upp á 70 ára afmæli sitt í Félagsheimili Karlakórsins, og fór vel á því. Það var fyrsta samkvæmið sem haldið var í húsinu, og við það tækifæri hefði kórinn átt að færa Hjalta veglega gjöf, en það fór á annan veg, því þau Anna Magnúsdóttir og Hjalti Jónsson, færðu Karlakórnum í staðinn peningaupphæð að gjöf. Þannig hefur hugur þeirra verið til Karlakórsins í áraraðir. Um leið og við Karlakórsfélagar þökkum Hjalta Jónssyni fyrir ógleymanlegar samveru- stundir, sendum við Önnu Magnúsdóttur, Óla Þór og hans fjölskyldu, hugheilar samúðarkveðj- ur. Fallinn í valinn vinur er vinirnir allir hann trega. Mannsins þessa minnumst hér og munum hann æfinlega. Pá hinsta kallið kemur kunnum við engin svör. Lausnarinn Ijúfi semur leiðsögn í slíka för. Gakk þú nú, vinur, á föðurins fund fylgi þér bœnanna kraftur. Pótt leiðir skilji nú um stund við sameinumst allir aftur. ^lendingaþættir Kórfélagi 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.