Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 5
Hólmfríður Guðvarðardóttir Fædd 5. desember 1895 Dáin 10. inaí 1983 Þó liðið sé á tímann frá því að ég stóð við gröf Hólmfríðar Guðvarðardóttur föðursystur minnar, hefur sífellt búið í huga mér að minnast hennar með nokkrum orðum. En margar ástæður hafa verið í vegi að ég kæmi því á þar til nú. Hólmfríður var fædd að Ósbrekku í Ólafsfirði 5.12. 1895. Foreldrar hennar voru þau sæmdarhjónin Guð- finna Stefanía Jónsdóttir og Guðvarður Guð- mundsson. Seinna flutti Hólmfríður með foreld- rum sínum og systkinum að Garði í sömu sveit. Á Garði var tvíbýli og bjuggu foreldrar okkar á hálfri jörðinni á móti föðurforeldrum sínum. Sú fyrsta aðhlynning sem frænka mín veitti mér, var er ég fluttist á öðru ári yfir í rúmið til hennar er bróðir minn fæddist. Þá varð hann að fá það pláss við móðurbrjóst er ég hafði áður notið. Ég man ekki mikið eftir þeirri breytingu sem við mig var höfð, svo ung var ég. En smásaman þroskaðist það með mér hve gott var að vera í skjóli frænku fyrir ofan hana í rúminu. í mörgárfór þaðsvo aðégsvafhjáhenni. Þegar ég var barn og unglingur átti ég oft við vanheilsu að stríða. Man ég það að oft á næturnar tók hún mig er ég átti erfitt. sat þá uppi í rúminu með mig hallaði rnér að sér og huggaði mig og hlúði að. Þannig var það alla tíð ef ég þurfti til hennar að leita, þá var alltaf huggun og hjálp frá henni að vænta. Svo var það með okkur öll systkinabörn hennar. Við áttum hana ætíð að sem góða og fórnfúsa frænku. Lengi var Hólmfríður í föður- húsum, og vann þá foreldrum sínum. Eftir 'að mótum standa skákir fram á nótt. Næturdrollið hentaði illa árrisulum bakaranum. Því var þátt- taka Guðmundar í kappmótum stopulli en efni stóðu til. Samt tók hann þátt í kappmótum öðru hverju fram á síðustu ár. Guðmundur var mikill hraðskákmeistari og mun hafa verið fyrsti hrað- skákmeistari íslands, árið 1946. Guðmundur var heiðursfélagi í Taflfélagi Reykjavíkur og Skák- sambandi íslands. Heimili Dóu og Mumma á Vesturgötu 46 var í senn ógleymanlegt og óútskýranlegt. Þetta var heimili hamingjusamra hjóna og mannvænlegra barna þeirra, miðstöð skáklífs í borginni, griða- staður skákmanna og annarra vina þeirra og kunningja. Hér voru allir velkomnir, gestrisnin takmarkaiaus. umhyggjan og umburðarlyndið ómælanlegt, lífsnautnin og kímnin í hávegum höfð. Hér leið öllum vel, Óvenjulegur skilningur húsbóndans á manntafli og húsmóðurinnar á mannlífi, laðaði okkur unglingana í Taflfélaginu að þessum sælureit, sem gárungarnir kölluðu ..Hótel Skák". Nú þegar Guðmundur er allur fyllir hugann þakklæti fyrir liðna tfð, Blessuð veri minning Guðmundar Ágústssonar. Ingvar Ásmundsson. íslendingaþættir móðir hennar missti heilsuna, og varð seinna rúmföst þar til yfir lauk, stundaði Hólmfríður hana af mestu alúð og nákvæmni, ásamt því að sjá um önnur verk sem heimilinu tilheyrðu. Nokkur ár bjó hún með föður sínum eftir að móðir hennar lést. Gestkvæmt var á Garði og mikið spilað á spil í þá daga, sérstaklega yfir veturinn. Fannst okkur krökkunum bróðurbörnum Hólmfríðar að það væri eins og jólaundirbúningur svo var tilhaldið er væntanlega gesti bar að. Oft fengum við systkinin að njóta góðs af þessu veisluhaldi. Gestrisni og allur verklegur myndarskapur var Hólmfríði í blóð borin. Seinna urðu þáttaskil í lífi Hólmfríðar, er hún flutti frá Garði og systursonur hennar Nývarð Ólfjörð, sem fóstraður var þar upp, kvæntist og tók við búinu. Fyrst kom Hólmfríður til Grímseyjar. eftir að hún flutti frá Garði. Þá var ég sem þessar línur rita orðin búsett þar. Hún dvaldi í Grímsey um tíma svo lá leið hennar til Akureyrar. Þar vann hún víða fyrstu árin. Oft gerðist það að hún tók við starfi við þau . heimili sem veikindi sóttu að, ef húsmóðirin þurfti burtu að leita sér lækninga. Oftast voru þetta heimili þar sem börn þurftu umönnun þegar móðirin var ekki við. En hvar sem var vann Hólmfríður að verki með samviskusemi svo sem hún væri að vinna fyrir sjálfa sig. Hún tók að sér heimili í mörg ár. Þar var um 4 börn á unga aldri að hugsa um, ásamt öðrum heimilisverkum. Hólmfríður annaðist börnin þar sem væru það hennar eigin börn, og þótti orðið vænt um þau er henni bar óvænt frá að hverfa. Mun það hafa orðið henni viðkvæmt að fara frá börnunum og yfirgefa það heimili. En hún hafði unnið vel að því verki sem hún hafði tekið að sér og fann að vissu leyti þurfti hennar nú ekki lengur við þar. Hún gekk því óhindruð fram á veginn. og fékk sér nýtt starf. Hún bjargaði sér áfram með dugnaði og atorku og lét ekki allt fyrir brjósti brenna þó eitthvað blési á móti. Seinna keypti Hólmfríður íbúð t Laxagötu 2 á Akureyri og bjó þar meðan heilsa leyfði. Til fjölda ára vann hún við fatasaum hjá Jóni M. Jónssyni klæðskera á Akureyri. Árið 1961, þann 18. júlí gekk Hólmfríður það gæfuspor að giftast eftirlifandi manni sínum Jóhanni Guðmundssyni sem þá hafði verið ekkju- maður í mörg ár. Þá byrjaði nýr áfangi í lífi hcnnar. Þau hjónin voru að mörgu leyti áþekk að eðlisfari. Bæði gefin fyrir glaðværð og vera í vinahópi. Samhuga um að taka á móti gestum og gera öðrum greiða. Á meðan heilsa hennar leyfði nutu þau hjónin þess að fara í ferðalög. Nú átti Hólmfríður sér eiginmann sem ekki brást henni í neinu. Það var alltaf sama skjólið og hjálpsemina að finna er komið var í Laxagötu 2 hvort sem það var frændfólk eða venslafólk er þurfti hjálpar. Eða komið var á gleðistund. Ekki skemmdi maður Hólmfríðar það að systkinabörn hennar hlytu aðhlynningu hjá henni ef til þurfti. Hann var boðin og búinn að veita hjálp, svo samtaka voru þau hjónin í hugsun oggjörðum. Sérstaklega voru það við bróðurbörn hennar sem áttum alltaf athvarf hjá þeim, eins var með afkomendur okkar systkinanna. Við þökkum af hjarta alla þá hjálpsemi og minnumst góðrar frænku sem horfin er yfir móðuna miklu. Henni varorðið mál á hvíld, því til margra ára hafði heilsa hennar verið erfið- leikum bundin. Fyrir 12 árum varð Hólmfríður fyrir því veikindaáfalli er skerti bæði mál hennar og skilning. Þessa fötlun sína bar hún með þolinmæði þrátt fyrir þá erfiðleika að geta illa tjáð sig og skynjað lítið af því sem aörir töluðu í kringum hana. En hún létti sér tímann með að halda á handavinnu. Henni var handlægnin meðfædd svo eiginlegt var henni að grípa verk í hönd þó hún væri orðin fötluð. Hólmfríður var yngst af 5 systkinum, og kvaddi síðust hið jarðneska líf. Hún andaðist á fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þá 87 ára gömul. Þá höfðu þau hjónin dvalið um tímaáelliheimilinu Hlíð á Akureyri, ogþar dvelst nú eftirlifandi maður Hólmfríðar Jóhann Guð- mundsson í hárri elli 93 ára. Við biðjum honum blessunar í allri hans lífsreynslu. Guð gefi honum styrk er hann í annað sinn hefur orðið að horfa á eftir ástvini sínum og þurft að ganga einn og óstuddur á lífsbraut. Minningin um góðan ástvin gleymist ei. Ekki heldur um góða frænku. Við frændsystkinin kveðjum hana hinstu kveðju og þökkum henni fyrir allt og allt. Deyr fé, deyja frœndr, deyr sjálfr ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Aðalhciður Karlsdóttir Ö

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.