Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 7
Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað sjötugur Ég frétti það um daginn að þú værir að verða sjötugur, Krummi. Pá varstu reyndar í blindbyl inní Krepputungu á leið frá Kverkfjöllum að koma frá því að búa í haginn fyrir vetrarferðir. Maður sem staðið hefur inn á Fljótsdalsheiði í allt sumar og verið þar mælingamaður, verkfræðingur og verkstjóri í senn og lagt vegi í þágu virkjunar- rannsókna, fer létt með svona ferð. Auk allra þessara starfa á heiðinni heldur þú uppi húmorn- um á vinnustað ef ég þekki þig rétt. Og ég veit að þú kemur, eins og vant er, til okkar hérna í Kaupfélaginu á Egilsstöðum og kastar með mér tölu á bækurnar. Þegar líða tekur á vetur tekur þú til við að lesa höfuðbók K.H.B. þótt ég viti reyndar að þér finnast margar bækur skemmtilegri aflestrar en hún. Hrafn á Hallormsstað er þeim minnisstæður sem kynnast honum, og kemur þar margt til. Hann er þekktur fyrir hnytfin tilsvör og hressileg- an málflutning á mannamótum, og vísur sem eru ortar fyrir augnablikið, en hafa margar orðið' fleygar. Hann er náttúrubarn fram í fingurgóma og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna á ferðalögum. Á öræfum og til fjalla er hann á heimavelli og er þá ekki verið að fárast yfir smámunum. Hrafn er félagsmálamaður og honum hefur verið falinn hinn margvíslegasti trúnaður á þeim vettvangi. Má þar til dæmis nefna að hann var oddviti sinnar sveitar um arabil, sýslunefndarmað- ur, endurskoðandi kaupfélags Héraðsbúa. Marg- víslegur trúnaður hjá verklýðssamtökunum m.a. seta í miðstjórn A.S.Í. og í FramsóknaTflokknum hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa og setið í Við ræddum eitt og annað, reyndar stóð til að þetta væri rétt upphafið, því hann stakk uppá því að við skrifuðumst á, hann virtist hafa gaman af stíllistinni og áhuga á nánari kynnum. Ég var sem sagt farinn að hlakka til að bréf færi mér að berast að vestan, þegar þessi frétt barst alveg óvænt. Guðmundur var glaður í hjarta sínu yfir nýútkominni hljómplötu með söng Karlakórs þeirra Dalamanna. Par átti hann bæði lag og ljóð, gott sýnishorn, sem ég hafði áhuga á að heyra. Pví var það að við skrifuðum Óskalagaþætti sjúklinga hjá útvarpinu, og óskuðum eftir að fá að heyra fyrrnefnt lag, með kveðju til vina og sjúkraliðs. Vel getur verið að þetta hafi komið í útvarpinu þó framhjá mér hafi það farið. Vegna þess að ég hafði góð orð um að skrifa vini mínum Guðmundi, skrifa ég þessi kveðjuorð nú, svo ég bregðist honum ekki með öllu, þó leiðir skilji að sinni. Með kærri þökk fyrir góð kynni kveð ég þennan heiðursmann og bið honum fararheill. Ástvinum hans sendi ég samúðarkveðju. Valgarður L. Jónsson Frá Eystra-Miðfelli miðstjórn hans um tíma. Hann er félagshyggju- maður eins og þeir gerast bestir, og ákafur talsmaður samvinnu og samhjálpar á öllum sviðum. Hann á sér draum um þjóðfélag þar sem menn eru ekki hver í sínu horni rneð sérhyggju sína heldur taka sameiginlega á málum. Það sem einkennir Hrafn -ásamt flciru er hjálpsemi hans og greiðvikni. Hann er ætíð reiðubúinn til þess að gera mönnum greiða án þess að leiða hugann að launum fyrir erfiði sitt. f lífsskoðun hans er samúðin með þeim sem minna mega sín ríkur þáttur, og honum hitnar í hamsi þegar óréttlæti ber á góma og ráöamönnum eru þá ekki vandaðar kveðjurnar fyrir að láta slíkt viðgangast. Það er ekki hægt að skrifa afmælisgrein um Hrafn án þess að nrinnast á bókasafnið hans, það er sérkapítuli. eitt það besta hér Austanlands og þótt víðar væri leitað. Við höfum stundum spjallað um þessa söfnunarnáttúru og ég hef spurt sem svo hvort það sé nokkurt einasta vit í að vera að safna þessu að sér. Hann hefur svarað því til að þetta sé sinn háskoli, í bókunum geti hann leitað sér þekkingar þegar honum býður svo við að horfa. En auk þess hefur Hrafn yndi af að umgangast bækurnar og gera þær vel úr garði. enda er í safni hans að finna margan dýrgrip, og marga áritaða vinargjöf frá skáldum sem hann liefur kynnst um dagana. Það er áreiðanlega misjafnt hvað það er sem gerir menn eftirminnilega persónuleika. Hvað Hrafn snertir er það áreiðanlega glaðvært fas, sem er umbúðir um það mikla og ólgandi skap sem inni fyrir býr og hans góða hjartalag. Auk þess er maðurinn þvílíkt hörkutól að hann gengur fram eins og þrítugur maður í alls konar volki í byggð og óbyggð, þrátt fyrir það að hann hafi ekki gengið heill til skógar hvað heilsufar snertir um árabil. Ég vona það vinur, að þú eigir góða daga framundan, og ég veit að þú verður áfram eins og þú ert núna, átt enga óvildarmenn, skammar íhaldið rækilega, en spilar þó Lomber við eigendur Moggans, heldur áfram að vera „trúboðinn meðal heiðingjanna í Framsóknarflokknum", og lætur mcnn ekki komast upp með að úthúða Rússum. Ekki kæmi mér á óvart þótt þú yrðir kominn á nýjan snjósleða þegar líða tekur á vetur og renndir þér á honum á Hvannadalshnjúk, eða bankaðir upp á hjá húsráðendum á Hveravöllum á útmánuðum, eftir að hafa rennt þér Gæsavatna- leið „milli hrauns og hlíða" og norður fyrir Hofsjökul eða yfir hann. En sjötugsafmæli eru áfangi í lífinu jafnvel fyrir þá sem alltaf eru ungir í anda og ég flyt þér með þessum línum innilegar kveðjur frá mér og minni fjölskyldu og þakka allt gott fyrr og síðar. - Jón Kristjánsson Eiríkur Framhald af bls. 8 Þótt skipt hafi oft um skin og skúrir í slíkum ferðalögum, þá skilja þau eftir í huganum ljúfar minningar, ekki hvað síst um samferðafólk sem æ síðan er tengt vináttuböndum, Éiríkur er einn af stofnendum Sjálfsbjargar, landssamtaka fatlaðra. Þátttaka hans í uppbygg- ingu og mótun Sjálfsbjargar á fyrstu árum samtak- anna mun lengi búa í hugum þeirra, er þar komu við sögu, Mörg eru orðin ferðalögin hans út um lands- byggðirnar til hinna ýmsu félagsdeilda flytjandi baráttu- og hvatningarmál til félaganna, um að standa saman til varnar í lífsbaráttunni. Eiríkur hefir unnið samtökum fatlaðra mikið gagn um dagana enda hans hjartans mál, að vegur þeirra verði sem mestur. Hann gegndi gjaldkerastarfi í Landssamtökunum yfir 20 ár. Nú síðustu árin hefir liann byggt upp og skrásett bókasafn Sjálfs- bjargar. Eiríkur á vafalaust ríka skapgerð, hefir ákveðn- ar skoðanir um menn og málefni. vill vinna að málum með lempni ogsamningum, en ekki hörku. Nú er Eiríkur hættur að sækja á brattann og býr sig undir ævikvöldið í friði og ró. Hann er ennþá vel ern, hvikur í hreyfingum og lætur spaugsyrði fjúka þegar tilefni gefst til. Það er ósk okkar félaganna í Sjálfsbjörg í tilefni þessara tímamóta að ópengin spor megi verða ánægjuleg. Heilsa og hollvættir gæti hans í hvívetna og vaki yfir vegferðinni. Hulda Steinsdóttir Islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.