Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 8
Ólafur Guðbrandsson vélvirkjameistari á Akranesi Hinn 9. september síðastliðinn varð Óiafur Guðbrandsson, vélvirkjameistari á Akranesi sex- tugur. Ólafur er fæddur á Stokkseyri þann 9. septem- ber 1923, sonur hjónanna Valborgar Bjarnadóttur og Guðbrandar Þorsteinssonar. Hann ólst hins vegar upp hjá hjónunum Kristínu Þórðardóttur og Gesti Helgasyni að Mel í Þykkvabæ. í Þykkvabænum gekk Ólafur í barna- og ungiinga- skóla, en um tvítugt hóf hann sjósókn með sjóróðrum í Vestmannaeyjum. Árið 1946 má segja að kaflaskipti verði í lífi Ólafs Guðbrandssonar. Hann flytur þá til Akra- ness og kvænist þar konu sinni Kristínu Kristins- dóttur ári síðar. Stundaði Ólafur sjómennsku til ársins 1952 en gerðist þá vélstjóri hjá fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar. Nám hóf hann í vélvirkj- un og lauk sveinsprófi 1960. Hjá Sementsverk- smiðju ríkisins hefur Ólafur unnið frá 1968. Góð kynni okkar Ólafs hófust ekki fyrr en árið 1976. Varð maður þess fljótt áskynja, að þar fór ágætis félagsmálamaður, athugull og áhugasamur um þau málefni sem hann tók sér fyrir hendur og honum voru af öðrum falin. Hann hafði þá þegar skipað sér í forystusveit Framsóknarmanna á Akrancsi, verið fyrsti varafulltrúi flokksins kjör- tímabilið 1970—1974, en aðalfulltrúi var hann tvö kjörtímabil næst á eftir 1974-78 og 1978-82. Einnig átti hann sæti -í skólanefnd Iðnskóla Akraness og stjórn Sjúkrahúss Akraness á þessum tíma. Ólafur er því vel kunnugur bæjarmálum á Akranesi og hefur þar margt gott til mála lagt. Þó að hann hafi nú dregið sig út úr mesta skarkala bæjarstjórnar og vikið í sátt fyrir yngra fólki, eins og honum er sjálfum svo tamt að orða það, þá er hann enn þátttakandi í hinu samfélagslega starfi. Hann á nú til að mynda að nýju sæti í stjórn Sjúkrahúss Akraness. Þá hefur hann verið form- aður starfsmannafélags Sementsverksmiðju ríkis- ins og tekið virkan þátt í félagsstarfi Ijónanna á Akranesi og m.a. verið formaður félagsins (klúbbsins) um skeið. Engum þarf því að dyljast áhugi Ólafs á félagsmálum almennt og það traust sem félagar hans og samstarfsmenn bera til hans. Hann er hins vegar sérstaklega hlédrægur og sækist ails ekki eftir metorðum eða eigin frama. Hagsmunir heildarinnar, samvinna og réttlæti einkenna störf hans öll. Hann er m.ö.o. ríkulega gæddur félags- legum þroska. Þar sem Ólafur er mikill áhugamaður um ferðalög valdi hann þann kost að dveljast erlendis á þessum merku tímamótum sínum þann 9. september s.l. Ég vil því nota þetta tækifæri til að færa honum bestu þakkir fyrir samvinnu og samstarf umliðin ár og árna honum og konu hans allra heilla um ókomna tíð. Veit ég að þar tala ég fyrir munn samherja, vina og samstarfsmanna á Akranesi og víðar. ,lón Svcinsson. 85 ára Eiríkur Einarsson Eitt er það lögmál lífsins, sem hverjum einstak- lingi er áskapað, sem á annað borð hefir þvælst inn í tilveruna, en það er lögmálið - að eldast. í dag 22. okt varð góðkunningi minn og samherji um aldarfjórðungsskeið 85 ára. Með þessum fáu línum eru honum sendar kveðjur og þakkir fyrir samstarf liðins tíma, en hvorki rakin ættartala hans né æviferill. Þar sem ég veit hann manna latastan við að lesa á prenti hól um sjálfan sig, þá verður hér aðeins drepið á nokkur atriði í lífi þessa aldna heiðurs- manns, í raunsæjum skilningi, og þá helst þau, sem snúa að félagsmálum og þeim tengdum. Eiríkur Einarsson er fæddur að Þóroddsstöðum í Ölfusi 22. okt. 1898. Þar taldi hann heimili sitt um 50 ára skeið, þrátt fyrir langtíma vinnu á fjarlægum slóðum, og bendir það glöggt til þess spakmælis „að römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Eiríkur fatlaðist nokkuð á fótum þegar á unga aldri, og mun það hafa tafið nokkuð fyrir áformum hans á lífsgöngunni, því það var enginn „dans á rósum" að vera fatlaður einstaklingur í fangbrögðum við lífið frá degi til dags upp úr aldamótunum síðustu, en þrátt fyrir það tókst honum, með ótrúlegri hörku og harðfylgi, í efnaskorti og allsleysi að afla sér kennara- menntunar. Sú menntun var, einkum á fyrri hluta aldarinnar, talin góð til að byggja lífsstarf sitt á. Kennsluna stundaði Eiríkur í allmörg ár var m.a. farkennari í strjálbýlum sveitum. Kennslan varð þó aldrei hans aðalævistarf, heldur varð hlutskipti hans lengst af að hafa umsýslan með búvöruviðskiptum bænda. Nú er opinberu starfs- sviði löngu lokið og gott að geta litið yfir farinn veg með þeirri öruggu vissu, að samskiptin við lífið og tilveruna hafa verið algjörlega vammlaus. Eiríkur hefir komist yfir að sinna ótrúlegum fjölda áhugamála um dagana. Þar má einkum tilnefna söfnun af ýmsu tagi. svo sem steina og skeljasafn. sem hann hefur komið fyrir af mikilli natni og smekkvísi. Hann hefir einnig haldið til haga og skráð ýmsa gamla atvinnuhætti, safnað saman og skráð ömefni. ættartöluro.fl. Bókasafn á hann mikið oggott. því maðurinn er bókaormur hinn mesti. enda niunu bækurnar löngum hafa verið hans bestu vinir og félagar. Einn er sá þáttur ótalinn sem ekki er hægt að víkja framhjá, en það er áhugi hans á ferðalögum. Eiríkur hefir ferðast ótrúlega rnikið um dagana. Hann hefir fyrst og fremst kannað sitt eigið land. enda mun vart finnast sá vegaspotti á landabréfi sem hann hefir ekki farið um. Þessi ferðalög stundaði hann mest á þeim tímum þegar nútíma tækniþróun í vegam- álum var ekki orðin svo stór höfuðverkur stjórn- valda sem hann seinna varð. Á þeim tímum sem stórfljót landsins voru flest óbrúuð. og hugvit og útsjónarsemi þurfti til að koma sér klakklaust á leiðarenda. Framhald á bls. 7 íslendingaþaSttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.