Íslendingaþættir Tímans - 16.11.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 16.11.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 16. nóvember 1983 — 43. tbl.TIMANS KRISTJÁN LOFTSSON, bóndi í Haukadal og síðar á Felli Fæddur 12. júní 1887 Dáinn 2. nóv. 1983 I Gnúpverjahreppi neðanverðum var gamalt býli, sem Hamrar hét. Jörðin var lítil, tvíbýli þar öðru hvoru og þar því fremur þröngt um bú. Síðustu ábúendur þessarar jarðar voru ung hjón, komin austan úr Fljótshlíð, Loftur Loftsson frá Tjörnum undir Eyjafjöllum og Sigríður Bárðar- dóttir frá Kollabæ í Fljótshlíð. Þetta var vorið 1887. Árið áður höfðu þau eignast dóttur í Kollabæ, er hlaut nafnið Halla Lovísa, sem kunn varð síðar fyrir ljóðagerð. En hún fluttist ekki með út í Hreppa, heldur varð eftir hjá afa sínum og ömmu. En þá um vorið, 12. júní, fæddist þeim annað barnið, drengur, sem hlaut nafnið Kristján. Hann leit dagsins ljós árið, sem örlög þessa litla býlis voru ráðin og honum eru þessar línur helgaðar. Ekki fara sögur af búskap þeirra hjóna þarna, en árið eftir fluttu þau að Dalbæ í Ytri-Hrepp og voru þar í tvö ár. Þaðan átti Kristján sína fyrstu bernskuminningu. Loftur fæðir hans ætlaði að heiman. Hesturiníi beið úti og hafði verið borið hey fyrir hann. Þá hafði drengur tekið í tauminn og teymt hann burt, en fannst að lokum úti á túni, Hggjandi á maganum á svelli, haldandi í tauminn. Eftir tveggja ára búskap í Dalbæ, fluttu foreldrar hans vorið 1890 aftur austur að Kollabæ vegna tilmæla Bárðar afa hans, sem kominn var á efri ár og hugðist nú minnka við sig eða jafnvel hætta að búa. Ekki varð nú samt úr því og voru þau þar í sambýli í tíu ár við landþrengsli og fremur þröngan kost. Börnin voru nú orðin sjö lifandi af tíu fæddum. Því varð það, að aldamótaárið 1900 var enn flutt út í Hreppa og nú að Miðfelli í Ytri-Hrepp. Það var tvíbýlisjörð en bústærðin var um 50 ær og 3-4 kýr, sem víða var títt á þeim árum. Umrætt ár varð Kristján 13 ára. En 15 ára gamall veturinn eftir fermingu fór hann fyrst til sjávar, en fékk slæma aðbúð og viðurværi, svo að hann kom létthlaðinn heim áður en tíminn var útrunninn. Um þessar mundir var nýstofnað rjómabú í sveitinni og fluttu bændurnir smjörið til Reykj- avíkur Sumarið 1905 kom það í hlut Kristjáns 16 ára gamals, að flytja fyrir föður sinn. Þá mætti hann á miðri Hellisheiði stórúm hópi bænda, sem Um miðjan túnaslátt höfðu tekið sig upp til að mótmæla öðrum eins fjárglæfrum eins og að fara að leggja síma til landsins. í Miðfelli var fjölskyldan í átta ár eða til 1907. Þá var enn breytt til og flutt á aðra jörð, Gröf í sömu sveit. Gröf var í þá daga talin fremur góð jörð, tún allstórt og engjar grasgefnar. En húsa- kynni voru þar gömul og léleg. Varð því ekki hjá því komist að byggja þar baðstofu og síðar hlöðu. Sá Kristján um alla efnisflutninga úr kaupstað og veggjahleðslu, því hann varð síðar orðlagður hleðslumaður. Þá fór hann að stunda sjó á vetrum, líkaði allvel þau verk, en þótti aðbúnaður ekki góður. Árið 1910 má telja, að yrðu þáttaskil í ævi Kristjáns. Þá um haustið komu Biskupstungna- menn að Gröf með fjárhóp. Höfðu þeir tekið að sér að reka sláturfé til Reykjavíkur, sem kaup- menn höfðu keypt fyrir austan fjall. Fyrir þeim var Jón Jónsson, bóndi á Laug. Þá vantaði tilfinnan- lega mann í viðbót.Varð það úr, að Kristján slóst í för með þeim að reka. í þessari ferð gat Jón á Laug þess við hann, að bóndinn í Haukadal, Greipur Sigurðsson, hefði dáið þá um sumarið og vantaði því ekkjuna, Katrínu Guðmundsdóttur, vetrarmann og fyrirvinnu. Varð það nú úr, að Kristján réðist til hennar, var þar um veturinn og árið eftir vinnumaður. En árið 1912 réðist svo, að Kristján tæki við skuld, sem á jörðinni hvíldi, og fengi þar með eignarhald á henni hálfri. Og árið eftir 1913, gengu þau í hjónaband, Kristján og Guðbjörg Greipsdóttir frá Haukadal og hófu búskap þá um vorið. Haukadalur er sem kunnugt er eitt af frægustu höfuðbólum þessa lands, skólsetur og landrýmis- jörð mikil. Fjárbeit var þar afbragðsgóð, þegar til jarðar náði, en vetrarríki mikið í snjóatíð, og gat þá tekið fyrir alla jörð svo vikum skipti. Túnið fóðraði 3-4 kýr, en vantaði, sem víða var í þá daga, tilfinnanlega áburð. Engjar voru reytings- samar. Búskapur hafði gengið þar saman, hjónin fátæk, stór barnahópur og húsbóndinn heilsulaus. Húsakostur allur orðinn fremur lélegur og af sér genginn. Snemma mun hugur Kristjáns hafa hneigst til búskapar, enda um fátt annað að velja á þeim tímum, framsýnn og glöggur á nýjungar á mörgum sviðum og atorkumaður að hverju sem hann gekk. Nú var hann kominn á jörð, sem talin var mikil fjárjörð og byggðist því afkoman að mestu leyti á sauðfé, og hafði hann því hug á að fjölga því eftir föngum. En til þess að svo mætti verða, varð hann fyrst að byggja upp fjárhús og hlöður með, því að annað var ekki fært. Síðar byggði hann einnig fjós og hesthús við hlöðu. Hafðí hann fjósið með fóðurgangi, sem lítt var þekkt á þeim tímum. Segja mátti, að búskapur gengi fremur vel í áttina fyrstu árin, og fénaði fjölgaði nokkuð. En ýmsar hindranir voru þar á vegi, t.d. var árferði misjafnt á þeim árum. Sumarið 1913 var einstakt óþurrkasumar sunnanlands og vorið eftir, 1914, eitt hit versta á þessari öld. Um vorið var víða mikill fjárfellir og lambadauði gífurlegur. Þá kom best í ljós, hvers virði beitin í Haukadal var, því Kristján átti 30 sauði og rak þá inn á heiði og komust þeir vel fram, og fyrir teljandi lambadauða varð hann ekki. Þetta var nú allt fremur á góðri leið og lyfti nú heldur undir, að fyrra stríðinu, sem þá var að ljúka, fylgdi hærra verðlag á afurðum, sem vonast var eftir, að héldist. En bæði skyndilegt verðfall eftir stríðið og slæmt árferði kom í veg fyrir, að svo yrði. Veturinn 1919-20 lagðist snemma að og varð einn hinna erfiðasti og snjóþyngsti, sem elstu

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.