Íslendingaþættir Tímans - 16.11.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 16.11.1983, Blaðsíða 5
 u NG Ólafur S. Magnússon Fæddur 18.07. 1918 Dáinn 18.10. 1983 Miili ofanritaðra dagsetninga eru rúm 65 ár. Hálfsjötugur lést vinur minn og gamall félagi, Ólafur S. Magnússon, kennari við Lækjarskólann í Hafnarfirði síðustu þrjá áratugina eða nálægt því. Mér finnst Ólafur hafa dáið um aldur fram. Hér féll maður sem skilað Itefur drjúgu ævistarfi, og mun betur að því vikið síðar í þessari minningargrein. Hann var hugsjónamaður. Mér er bæði Ijúft og skylt að minnast Ólafs S. Magnússonar við leiðarlokin. Ég mun fyrst og síðast minnast hans sem óvenju vökuls hugsjóna- manns. Kennslu hans í grunnskóla, sem hann stundaði yfir fjörutíu ár. kann ég lítt frá að greina. Um það munu aðrir fjalla, sem meiri kunnugleika hafa þar á. Þó veit ég, að hann hefur þar verið samviskusamur, líkt og við annað sem hann tók sér fyrir hendur. Óiafur Sigmar Magnússon, eins og hann hét fullu nafni, var innfæddur Reykvíkingur. Voru foreldrar hans Magnús Jónsson sjómaður og kona hans Margrét Einarsdóttir. Magnúsi man ég eftir sem öldruðum manni og illa förnum af gigt eða kölkun í mjöðmum. Hann var einn af þeim, sem af komst, er togarinn Skúli fógeti strandaði við Reykjanes fyrir hálfri öld. Margréti, móður Ólafs, man ég ei eftir, en hún lést 1947, sjötug að aldri. Ólafur var snemma námfús. Hann nam við kvölddeild Gagnfræðaskólans í Reykjavík vetur- inn eftir ferminguna. Við Alþýðuskólann í Reykjavík stundaði Ólafur svo nám 1935-36. En nokkuð samtímis tók hann að leggja stund á nám í alþjóðamálinu esperanto hjá meistara Þórbergi - þeim eldhuga. Mátti segja, að snemma beygðist þar krókurinn til þess sem verða vildi hjá Ólafi. En alla ævi síðan var hann með hugann við framgang þessa merkilega tungumáis. Framhalds- nám í esperanto stundaði Ólafur svo hjá Ivan H. Krestanoff 1938. Var hann þá þegar, tæplega tvítugur aðeins, orðinn með lærðustu esperantist- um hérlendis. Og lengi er hægt að bæta við sig í flestri kunnáttu. Ólafur tók kennarapróf í esper- antó í Helsingör 1946. Mun það fátítt meðal landa vorra. Hér var fyrst og fremst um hugsjónamál að ræða, en ekki brauðstrit eða Ieið að því marki. Ólafur vissi, að til þess að geta lifað og unnið að h'fvænlegu starfi þurfti hann að afla sér sér- menntunar á einhverju sviði. Hann lagði á kennarabrautina og lauk prófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1939. Var kennsla síðan aðalstarf hans, lengst í Hafnarfirði, eins og fyrr sagði. Einnig var hann kennari í Reykjavík og skólastjóri > Vík í Mýrdal í 5 ár. 1948-53. Fundum okkar Ólafs bar fyrst sarnan haustið 1945, er ég gerðist félagsmaður í esperantistafé- laginu Auroro. Félag það stofnaði Ólafur, ásamt nokkrum áhugasömum esperantistum. Var hann lengi formaður þess, eða um aldarfjórðung samtals. Þegar þetta var, var Ólafur formaður •slendingaþættir félagsins og brennandi í andanum. Fundir voru haldnir öðru hvoru, lengst af í Aðalstræti 12. Man ég marga áhugasama félaga þar, eins og Ólaf Þ. Kristjánsson, Ingimar Óskarsson, Árna Böðvars- son og Guðrúnu Einarsdóttur frá Skeljabrekku, en hún kenndi mér fyrstu orðin í málinu. Of langt mál yrði að telja upp alla þá eperantista, karla og konur, sem þarna blönduðu geði og ræddu saman á esperanto, hver vitanlega eftir sinni getu. Ég fann fljótt, að Ólafur S. hafði fullt vald á þessu tungumáli. Þá þegar tók hann saman ísl. esper- antó orðasafn, sem mörgum kom að miklum notum, þótt það væri ekki ríkulega frágengið að ytra búningi. Vafalaust hefur Ólafur ekki grætt á útgáfu þess, fremur tapað fé. En honurn var hugsjónin fyrir öllu: að esperantó yrði eign sem flestra. Auðveldara tungumál fyrirfinnst ekki á jarðríki. En auðvitað þarf nokkuð að hafa fyrir því að læra það. Enginn sem einu sinni hefur lært þessa tungu, sem raunar er tilbúinn, getur nokkru sinni gleymt henni. Hann verður ævilangt tengdur henni. Eftir því sem kunnáttu minni þokaði áfram í málinu, tók ég að sækja fundi Auroro tíðar og þá um leið jukust kynni okkar Ólafs. Maðurinn var þéttur á velli og þéttur í lund. Gegnum hreyfinguna eignaðist ég marga ágæta vini, og vár Ólafur S. þar í fremstu röð. Ég var eitt sinn á námskeiði í esperantó er hann hélt fyrir almenning. Þá kynntist ég honum sem kennara. Og ég verð að segja það, að þolinmóðari og áhugasamari kennara hef ég vart kynnst. Margir þeirra, sem nú bera hreyfinguna uppi, voru nemendur Ólafs þarna og á fleiri námskeiðum, sem hann hélt í málinu. Hann starfrækti bréfa- námskeið í esperantó um árabil og þýddi og samdi kennslubréfin. Fyrirfélagssamtök íslenskra esper- antista var Ólafur síðstarfandi. Hann var mcðrit- stjóri rits, er Samband ísl. esperantista gaf út og nefndist Voco de Islando: Rödd íslands og kom út í tveimur áföngum, 1949-50 og 1958-60. Birtist þar talsvert efni, er Ólafur stóð að. Hann þýddi margar úrvals smásögur eftir ísl. höfunda á esperanto. Hann ferðaðist mikið á þing esperant- ista, sem haldin eru árlega, hér og hvar í heiminum. Stærsti draumur Ólafs og annarra ísl. esperantista rættist, er62. Alþjóðaþingersperant- ista var haldið í Reykjavík sumarið 1977. Var Ólafur þar sjálfkjörinn foringi. Hann var ritari undirbúnings- og framkvæmdanefndar þingsins. Sýnir það, hvílíkt traust menn báru til hans. Það var líka óhætt. Áreiðanlegri mann var vart hægt að hugsa sér. Mót þetta sótti mörg hundruð manns, víðsvegar að úr heimnum. Esperantistar eru alls staðar, þótt það sé nokkuð misjafnt eftir löndum. Meðesperantókunnáttunniá íslendingur auövelt með að ræða við Kínverja. Báðir standa þarna jafnt að vígi. Hvorugur þarf að beygja sig fyrir tungumáli hins, eins og oft vill verða. Slíkt er vitanlega stórkostlegt. Fyrsta landsmót esperantista hér á landi var haldið í Háskólanum haustið 1950. Þar var Ólafur svo sannarlega í forystusveit, þótt hann væri ekki forseti sambandsins. Það var Halldór Kolbeins, prestur t' Vestmannaeyjum. Persónulegasta sam- band okkar Ólafs S. verð ég að telja það, er við þýddum saman bók sumarið 1950. Það var hásumar og við fengum ekkert að gera í höfuð- staðnum, en kennaralaunin nægðu þá ekki til framfærslu ein sér. En Ólafur var ekki ráðalaus. Hann spurði mig, hvort við gætum ekki þýtt saman cinhverja fræga sögu, er þýdd hefði verið á esperantó. Ég sló til og Ólafur fann á Lands- bókasafninu söguna Vendetta (Blóðhefndin), eft- ir Honoré de Balzac. Verkinu höguðum við þannig, að Ólafur hafði bókina í hendi sér og lá þá aftur á bak á legubekk, en ég skrifaði niður og hagræddi málinu eitthvað. Ekki töluðum við annað mál en esperantó meðan á þessu þýðingar- starfi stóð. Allur júlímánuður fór í þetta. Hófum við að vísu þýðingarnar ekki fyrr en að loknum hádegismat dag hvern, en vorum síðan að fram undir kvöldmat. Að þýða bók, svo að vel fari, er ekkert áhlaupaverk. Nánar tiltekið unnum við að þessu >' herskála einum nálægt Hálogalandi. Móðir mín átti herskálann og áttum við hjón, með ungan son, innhlaup hjá henni meðan leitað var að betra húsnæði. Mér fannst gaman að vinna með Ólafi. Hann var dálítið spaugsamur. En hvernig fór svo um þessa þýðingu okkar, sem Ólafur átti vitanlega miklu meira í en ég? Loks árið 1958 kom hún út hjá Leiftri. Þýðingarlaunanna var nokkuð langt að lu'ða. Þá fengum við 2000 krónur hvorl Til þess að gera lesendum þessarar minningar- greinar nokkra grein fyrir esperantó, skal þetta skráð: Esperantó er hugsað sem alþjóðlegt hálp- armál. Það er einfalt í byggingu. Höfundur málsins var pólskur gyðingur, Ludvig Zamenhof að nafni. Hann fæddist árið 1859 og lést 1917. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.