Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Blaðsíða 2
bandsins. Var fulltrúi þess hér í allmörg ár og sótti nokkur þing þess í ýmsum löndum. Hann var ritari undirbúningsnefndar 62. Alþjóðlegs þings esperantista sem haldið var í Reykjavík 1977. Ólafur var kennari að mennt, lauk kennaraprófi 1939. Svo vildi til að þessi fyrrverandi kennari minn og ég áttum eftir að verða bekkjarbræður er við stunduðum báðir nám í framhaldsdeild Kennaraskóla íslands 1970-1971. Minnist ég góðs samstarfs við Ólaf þá eins og endranær. Ólafur átti með vissum hætti heimilishamingju sína esperanto' að þakka. Hann og kona hans, Gerda Harmina (fædd Leussink) frá Lochem í Hollandi kynntust vegna kunnáttu beggja í alþjóðamálinu. Börn þeirra tvö, Margrét Sólveig og Einar ásamt tengdabörnum og bamabörnum eru nú Gerðu til styrktar á erfiðum stundum. fslenskir esperantistar, sem notið hafa samstarfs við heiðurshjónin, Gerðu og Ólaf, og gestrisni á heimili þeirra, bera fram þakkir á þessari stundu. Daginn áður en Ólafur lést fékkst hann við að þýða 36. kaflann í Njáls sögu. Þar er stórt höggvið eins og víðar í þeirri bók. Nú hefur stórt skarð verið höggvið í raðir íslenskra esperantista og verður vandfyllt. En Ólafs S. Magnússonar verður ekki minnst á verðugri hátt en með öflugu starfi hreyfingar okkar. Gerðu, börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum vottum við dýpstu samúð. Hallgrímur Sæmundsson form. íslenska esperantosambandsins Á kveðjustundu hvarflar hugurinn til liðinna ára, stríðsáranna 1939-45. Á tímum þess hildar- leiks kynntumst við Ólafur S. Magnússon fyrst, höfðum báðir hrifist af þeirri hugmynd að þjóðir heims ættu að taka upp eitt sameiginlegt hjálpar- mál sem engin þeirra gæti eignað sér öðrum fremur. Ólafur hafði lært esperanto á unglingsárum sínum, fyrst á námskeiði hjá Þórbergi Þórðarsyni og síðan hjá Ivani H. Krestanov frá Búlgaríu sem hér var á ferð skömmu fyrir stríð. Nú var Ólafur orðinn virkur félagi í alþjóðasamtökum esperant- ista sem þá höfðu aðsetur sitt í London, en á þessum tímum áttu hugsjónir eins og alþjóðlegt og hlutlaust hjálparmál ekki upp á pallborðið hjá stjórnendum heimsins - og eiga raunar ekki enn. í ríki foringjans þýska var alþjóða- og jafnréttis- hyggja á borð við þá sem esperanto boðar að sjálfsögðu bönnuð, og í raun einnig í stórveldinu sem stóð mest í nasistum. Það var á þessum tímum sem Ólafur, þá ungur kennari í Reykjavík, var nægilega bjartsýnn til að hefja á ný merki esperantohreyfingarinnar á íslandi, semja og gefa út á eigin spýtur bréfanám- skeið í esperanto, sannfærður um að innan skamms ætti eftir að birta til í samskiptum þjóða þegar skipt hefði verið um forystu. Slík bjartsýni var alla tíð einkenni Ólafs, enda vann hann alþjóðamálshugsjóninni alla ævi, þegar tóm gafst frá kennslu og öðrum daglegum skyldustörfum. Síðasta fund esperantista sótti hann fyrir tveim vikum í Esperantistafélaginu Aúroro í Reykjavík. Hann var stofnandi þess félags, safnaði á stofnfundinn í apríl 1944 nemendum sínum og nokkrum öðrum sem til náðist. Hann var fyrsti formaður þess og driffjöðrín árum saman - „la motoro" eins og einhverjir erlendir gestir orðuðu það, en þeir hafa margir komið á félagsfundi og verið víða að. Heima hjá Ólafi í Bergstaðastræti 30 B mátti kalla miðstöð hreyfingarinnar hérlend- is. Þá bjó hann hjá foreldrum sínum, Magnúsi Jónssyni sjómanni frá Eyrarbakka og Margréti Einarsdóttur frá Stokkseyri. Magnús var einn þeirra tíu manna sem björguð- ust af tuttugu og fimm manna áhöfn þegar togarinn Jón forseti fórst á Stafnesi í febrúar 1928. Á heimili þeirra Margrétar og Magnúsar var gott að koma. - Ef tirlifandi systir Ólafs er Sólveig Jóna húsfreyja á Húsatóftum á Skeiðum, en þriðja barnið, Sigríður, dó tveggja ára. Ólafur ferðaðist töluvert erlendis og notaði þá esperanto eftir þörfum, þótt hann hafi að sjálf- sögðu verið fullfær í fleiri málum. í einni slíkri ferð kom hann til Hollands og sagði þar frá íslandi á fundi esperantista í smábænum Lochem. Þar var þá stödd ung stúlka, Gerda Leussink, sem fylgdist af athygli með þessari frásögn um eyjuna norður í höfum. Hjá henni vaknaði áhugi á landi og þjóð, og af þeim áhuga spruttu síðar kynni sem leiddu til þess að þau Gerða gengu í hjónaband 1953. Hjónavfgslan fór fram í Vestmannaeyjum, á esperanto. Þar þjónaði þá sr. Halldór Kolbeins, forseti Sambands íslenskra esperantista, en Ólafur var þá ritari þess, hafði verið helsti frumkvöðull að endurstofnun þess 1949. Að öðru leyti eru störf Óiafs fyrir esperantohreyfinguna rakin nánar í öðrum minningargreinum. Að sjálfsögðu var heimilismál þeirra Gerðu fyrst í stað eingöngu esperanto. Hún lærði þó brátt móðurmál hans og gat fljótlega talað við tengdaföður sinn sem þá var í heimilinu hjá þeim, en hann lést 1964. Heimili þeirra var alla tíð í Reykjavík, fyrst í Hamrahlíð 9, en nú eina tvo áratugi að Skálará, Blesugróf hér f bæ. Þessi umskipti á högum Ólafs urðu að sjálfsögðu til að styrkja tengslin við esperantohreyfinguna, þótt nú kölluðu fleiri skyldur að. Börn þeirra eru tvö, Margrét og Einar, og hafa bæði stofnað eigið heimili. Maður Margrétar er Dominador Libungan og búa þau í Bandaríkjun- um. Dætur þeirra eru tvær, Berglind Gerða nfu ára og Lisa Anne sex ára. Þau Ólafur og Gerða dvöldust um tveggja mánaða skeið hjá þeim sl. sumar. Sökum starfa manns síns verður Margrét hér heima á íslandi með telpurnar nú í vetur. Þær mægður voru komnar til landsins nokkru áður en Ólafur veiktist nú og telpurnar byrjaðar að læra íslensku hjá afa sínum. Sambýliskona Einars er Jónína Margrét Davíðsdóttir og eiga þau tvo drengi, Hafstein Þór og Nóa Stein. Samvistin við fjölskylduna verður stoð Gerðu á komandi vetri. En vandamönnum og vinum er gott að minnast góðs drengs þar sem Ólafur var. Árni Böðvarsson Mánudaginn 24. október sl. var útför Ólafs Sigmars Magnússonar gerð frá Fossvogskapellu, en hann varð bráðkvaddur þriðjudaginn 18. október sl. Ólafur var ekki kvellisjúkur um dagana og telja mátti þá daga á fingrum sér sem hann hafði verið frá störfum vegna lasleika. Hann var óvenjulega hraustur og framúrskarandi stundvís og samvisku- samur í starfi. Okkur samkennurum hans og öðru samstarf- sfólki við Lækjarskóla í Hafnarfirði kom mjög á óvart hversu andlát hans bar brátt að. Glaðan og reifan kvöddum við hann í vor við skólaslit. Þau seinustu sem hann hugðist vera við, því að hann hafði sagt starfi sínu lausu, dregið skip sitt í naust, eftir langan kennaraferil. Hugði hann sér gott til glóðarinnar að leggja út á nýjar brautir og rækta áhugamál sín, einkum á sviði esperantó, en tunga sú var hans aðaláhugamál og hugsjón, og tröllatrú hafði hann á því að sú stund*kæmi um síðir að þessi snilldarlega tilbúna tunga Zamenhofs yrði í raun tunga gjörvallar heimsbyggðarinnar. Þegar sú stund rynni upp, mætti fyrst gera ráð fyrir því að örþreytt og stríðshrjáð mannkyn öðlaðist frið og lifði í sátt. Esperantó var heimilismál Ólafs og konu hans, Gerðu Harminu, en hún er hollensk að ætt og uppruna, foreldrar hennar voru Jan Peter Leuss- ink múrari, Lochen, Hollandi, og kona hans, Gerda Harmina, f. Wessels. Alheimstungan esp- erantó átti mestan þátt í fyrstu kynnum þeirra Gerdu og Ólafs. Framgangur þessa tungumáls var þeim báðum mikið hjartans mál og börn þeirra tvö, Margrét Sólveig, f. 1954 og Einar, f. 1957, drukku í sig alheimsmálið með móðurmjólkinni. Athygli vakti það á sinni tíð, aðfyrsta hjónavígsla hér á landi á esperantó var hjónavígsla þeirra Gerdu og Ólafs 18. júlí 1953. Á öllum sviðum reyndist Gerda manni sínum hin besta eiginkona, stoð og stytta í öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur. Þau hjón voru nýkomin úr Ameríkuför, þeirri þriðju til þeirrar álfu, þegar Ólafur kenndi sér nokkurs lasleika. Þau höfðu verið í tveggja mánaða heimsókn hjá Margréti Sólveigu, dóttur sinni, sem er gift þar og búsett í Kalifornfu. Úr þessari för komu þau heim 23. september sl. Við heimkomuna kenndi Ólafur fyrst þess lasleika, sem dró hann til dauða 18. októbersl. Hann hafði þó notið Ameríkuferðarinnar í mjög ríkum mæli og einskis lasleika fundið til meðan á ferðalaginu stóð. Ólafur var um margt óvenjulegur maður, atorkusamur og kappsfullur að hverju sem hann gekk og dró ekki af sér, þegar koma þurfti hlutunum í verk. Þetta þekkjum við sem störfuð- um með honum í Lækjarskóla. Hinar fornu dyggðir, stundvísi, reglusemi, sannsögli og strang- asti heiðarleiki áttu sér djúpar rætur í eðli hans öllu. Og þótt hugur hans væri mjög bundinn við esperantó sem alheimsmál og í þeim efnum hugsaði hann fremur í öldum en árum, gat engan þjóðhollari mann en hann. íslendingseðli í honum var sterkt þrátt fyrir alþjóðahyggjuna. Ungur að árum hófst hann handa við að leggja stund á esperantó. Hann var aðeins 16 ára unglingur þegar hann tók að læra það af kappi og sótti þá esperantónámskeið hjá meistara Þórbergi Þórðarsyni á'árunum 1934-36 og hjá Ivan H. Krestanov 1938. 1936 settist hann í Kennaraskóla íslands og var þá aðalhvatarhaður þess að Ólafur Þ. Kristjánsson var fenginn tjl þess að halda þar íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.