Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Blaðsíða 3
Arnþór Árnason f rá Garði Fæddur 28. október 1904 Ðáinn 19. október 1983 Vinur okkar Arnþór Árnason frá Garði í Mývatnssveit er nýlátinn. Hann andaðist í sjúkra- húsinu í Hafnarfirði. Minningarathöfn um han fór fram í Fossvogskapellu í Reykjavík 26. okt. s.l., en jarðsettur var hann í sjnni ástkæru fæðingar- sveit og fór jarðarförin fram frá Skútustaðakirkju. Við kynntumst þeim hjónum Arnþóri og Helgu fyrst árið 1948 er þau komu til Vestmannaeyja'og þá í blóma lífsins með börn sín Ásrúnu Björg og Árna Jón, en son höfðu þau misst kornungan. Arnþór var ráðinn kennari við barnaskóla Vest- mannaeyja, en áður hafði hann haft með höndum stjórn Heimavistarskólans á Lúndi í Öxarfirði og minntust þau oft dvalar sinnar þar. Á heimili þeirra í Viðey við Vestmannabraut varð brátt gestkvæmt. Samkennara hans komu þangað mikið og var þá. oft spilað brigde á kvöldum og málin rædd. Helga var fyrirmyndar húsmóðir og bar gestum esperantónámskeið fyrir byrjendur. Aðstoðaði Ólafur þá nafna sinn við kennsluna. Árið 1946 lauk hann kennaraprófi í esperantó í Helsíngör. Hafði hann frá þeim tíma haldið öðru hverju námskeið í málinu einkum í Reykjavík. Fjölmörg- um trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir esperant- ista og sótti mörg alþjóðaþing þeirra á erlendri grund, annaðist útvarpskennslu í esperantó um skeið og bréfanámskeið. Hann gekkst fyrir stofn- un Esperantistafélagsins Aúroro í Reykjavík 1944, formaður þess 1944-49, varaformaður síðan. Ritari Sambands íslenskra esperantista frá endur- stofnun þess 1949. Ritstjóri Voco de Islando (meðstj.) 1949-50 og 1958-60. Hann þýddi mikið úr íslensku á esperanto, þ.á.m. ýmislegt úr fagurbókmenntum okkar. Ólafur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1939, kenndi síðan við ýmsa skóla. Var hann skólastjóri barnaskólans í Vík í Mýrdal 1948-53, en þá gerðist hann kennari við Barna- skóla Hafnarfjarðar sem hann síðan kenndi við til æviloka, eða um 30 ára skeið, að þrem árum undanteknum er hann var forstöðumaður Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar á árunum 1976- 79. Margs góðs er að minnast í kynnunum við Ólaf S. Magnússon og margt að þakka. Fyrir hönd samkennara hans og samstarfsfólks við Lækjarskóla eru honum færðar alúðar þakkir fyrir samstarfið og samfylgdina um langt árabil. Við kveðjum góðan og trygglyndan félaga og sendum ástvinum hans, eiginkonu, börnum og ððrum nákomnum ættingjum hans, okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum honum guðsblessunar á ókunnum stigum. Þorgeir Ibsen íslendingaþættir sínum heimabakaðar kökur. Heimilið prýddu útsaumaðir og ofnir reflar, púðar og ýmis konar handavinna. Enda hafði helga verið tvo vetur í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað. Brátt fór hún líka að vinna utan heimilis og fljótlega keyptu þau sér hús við Hásteinsveg 34 Vestmannaeyjum og allt virtist leika í lyndi, en þad ró ský fyrir sólu, Helga veiktist hastarlega. í þeím veikindum eignaðist hún stúkubarn, sem skírt var Helga og sæmdar hjónin Margrét Guð- mundsdóttir og Guðsteinn Þorbjörnsson ólu upp sem sitt eigið barn. En það var eins og gleðin vildi ekki víkja úr húsi þeirra Arnþórs og Helgu. Strax þegar rofaði til byrjuðu aftur að koma gestir og Helga kom brosandi til dyra, spilin voru tekin fram, lágu reyndar alltaf á borðinu, enda spilað flest kvöld. Og það voru bakaðar lummur og manni fannst eins og gleðin ríkti þar á ný. Pá sýndi Arnþór best að hann var vinur sem í raun reyndist, nærgætinn við konu sína og raunar ljúfari en maður átti von á, því stór var lundin það duldist engum. Arþór vár mikill húmoristi og gleðimaður, þó hann væri líka mikill alvörumaður. Söngmaður var hann líka og minnisstætt er okkur, þegar við stóðum við gamla orgelið heima hjá okkur og sungum saman af hjartans list, Helga með sinni björtu rödd og Arnþór með sinni fallegu bassa- rödd. Þar voru ljóðin sungin til enda og engu erindi sleppt, því kunnátta þeirra á ljóðum var mikil. Enda var Arnþór skáld gott og unun að heyra hann flytja Ijóð sín sjálfan. Þegar Arnþór hætti að kenna, fór hann að binda inn bækur fyrir sjálfan sig og aðra og átti hann firna mikið af bókum, enda hafði hann alltaf mikið yndi af þeim. Hann hafði einnig mikinn áhuga á ættfræði og raunar var hvers konar fræðimennska honum í blóð borin. Við leiðarendann þökkum við Arnþóri allar ánægjustundirnar, sem við áttum með þeim hjónum og biðjum Guð að blessa Helgu og börnin þeirra, en sérstaklega biðjum við Helgu blessunar, því okkur finnst, að hún hafi svo mikið misst. - Jóhanna Herdís Friðrik Pétursson Kristján Loftsson bóndi Vefðu mig nú vínarörmum þínum, vœrð og rósemd gefðu huga mínum. Þú ert þreyttum sætur þessar lóngu nætur, þér ífaðmi býrþú óllu bœlur. Alltoffáir þakka þó sem skyldi þína hvt'ld og unaðsríku mildi. Efþú oss ei g'tstir, erum vér brotnir kvistir, laufin fólnuð, lifsins kraftar misstir. Ó hve heitt þig þráir ellin þunga. Þú ert líka vórður barnsins unga. þitt er því að sinna, það - efværð skalfinna - njóta verður náðarhanda þinna Lífsins fortjald dýrðarheima dylur, dána vini líkams augum hylur. En þeim Edens-lundum upp þú lýkur stundum. Opnar hlið að ástvinanna fundum. (Halla L. Loftsdóttir) Þú ert horfinn augum mínum afi, en þú hverfur aldrei úr huga mínum, því þú hélst í hönd mína æskuárin. Þú ert kominn í hóp vina þinna, konu, dætra og sona. Guð blessi minningu þína. Guðbjörg Jóhannsdóttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.