Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Blaðsíða 5
Elín Pálsdóttir frá Skúmsstöðum Fædd 9. nóvember 1900 Dáin 24. október 1983 Mánudaginn 31. október var jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík Elín Pálsdóttir frá Ég votta börnum hennar, stjúpbörnum og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. En við eigum öll svo góðs að minnast um góða konu sem víða skilur eftir sig stórt skarð. Guð veri með ömmu minni. Olga og fjölskylda Ástvinakveðja Hvert starfsem er unnið af heilum hug veitir hjartanu fögnuð og yl. Sú hönd sem stjórnast af drengskap og dug leitar dáðríkra athafna til. Þœr konur, sem hljóðlátar vinna sín verk og vaxa þó kjór séu hörð. Við þœr er öll þjóðin í þakkarskuld, þeirra líf er sem gróandi jörð. ! bernsku þú áttir þinn bjarta draum þínar barnslegu fagnandi þrár. En lífið er átak við storma og straum, þótt stundum sé himinn blár. Þér framtíðin birtist með brekku í fang, í brattanum lágu þín spor. Þú sigraðir - vina, þín lund var svo létt, þar Ijómaði sólskin og vor. - Og dagarnir veittu þér verkefni mörg, þú vannstfram á síðasta kveld. Við starfsgleðiþína, jafnvel bifuðust björg, það var bjart við þinn hugsjóna eld. En ekkert gat lamað þinn listrœna hug þótt lífsbrautin oft vœri þröng. Þú gekkst þína œfi með œsku við hlið og umvafin Ijóðum og söng. Þin starfsgleði veitti þér guðlega gjöf, sem göfgar og bœtir hvern mann. Hver hugsjón fœr byggt sínar brýr yfir höf, breytir auðnum í gróandi rann. Og aldrei var talað um tíma né rúm, þitt takmark var bjartari sýn. Af manndóm og kœrleika vannst þú hvert verk þar vitna um handtökin þin. Þú varst árdagsins vinur og birtunnar barn því brosir hver minning í dag. Og ylur þess liðna vermir áranna hjarn, vekur ómþýtt og fagnandi lag. En þeir sem áttu sitt athvarf hjá þér njóta ylsins, þótt komið sé haust. ' hljóðlátri b'cen berast þakkir til þin fyrir þolgœði, drengskap og traust. Valdimar Hólm Hallstað Skúmsstöðum á Eyrarbakka, ekkja Gunnars Krist jánssonar, vélstjóra og járnsmiðs, sem í langa tíð hafði járnsmíðaverkstæði á Mýrargötu 10 í Reykjavík. Löngum og á stundum ströngum ævidegi er lokið. Elín fæddist aldamótaárið á Skúmsstöðum og voru foreldrar hennar hjónin Páll sonur Páls bónda í Ferjunesi í Flóa, Jónssonar frá Gáddastöðum á Rangárvöllum, og Jónína Jónsdóttir, bónda á Skúmsstöðum. Var Jónína af hinni alkunnu Víkingslækjarætt og má rekja ætt hennar víða um sveitir Árnessýslu. Elín var elst 7 systkina og lifa enn fjögur þeirra. Tuttugu og þriggja ára gömu giftist Elín Sigurði Pálssyni frá Óseyrarnesi og bjuggu þau fyrst í Nesi í Selvogi og síðan að Laufási á Eyrarbakka. Þeirra samvistir urðu skammar því Elín missti mann sinn eftir tveggja ára sambúð og var hjónaband þeirra barnlaust. Þá fluttist Elín til Reykjavíkur. Þar kynntist hún síðari manni sínum, Gunnari vél- stjóra, og gengu þau í hjónaband 1928. Var sambúð þeirra hin farsælasta og eignuðust þau þrjú börn, Sigurð vélstjóra, Kristján prentara og Unni húsfreyju, sem óll lifa og kveðja nú ástúðlega móður í hinsta sinn. Gunnar hafði frá barnæsku stundað sjómennsku í fjörðum vestur en flutt til Reykjavíkur og lokið vélstjóra- og járnsmíðanámi hjá Ólafi Jónssyni, sem eldri Reykvíkingar nefndu gjarnan Óla galdramenni vegna kunnáttu hans og leikni í meðhöndlun þeirra maskína, sem útgerðarmenn voru að setja í báta og skip á fyrstu áratugum aldarinnar. Gunnar reyndist meistaranum ekki síðri í þeirri kúnst, og gerðist hinn mesti völundur í allri vélsmíði og svo fór að hann keypti verkstæði og hús meistara síns, rak síðan lengst af verkstæðið að Mýrargötu 10 og bjó þar einnig með konu sinni og börnum. Það varð því oft gestkvæmt og ónæðissamt á heimili þeirra Elínar, því margir áttu erindi við húsbóndann á öllum tímum sólarhringsins og tvennt var ætíð til staðar á því heimili, greiðvikni og lipurð smiðsins, sem úr hvers kyns vanda greiddi, og gestrisni og ljúf- mennska húsfreyjunnar, sem aldrei brást þeim sem að garði bar. Sjómennskan reyndist of ríkur þáttur í eðli Vestfirðingsins til þess að Gunnar yndi alfarið við störf í landi. Hann var vélstjóri Gottu í hinum alkunna sauðnautaleiðangri til Grænlands 1929, sem var í rauninni hin mesta háskaför og munaði oftar en einu sinni hársbreidd að hið litla skip slyppi ekki úr greipum hafs og ísa. Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari gerðist Gunnar aftur vélstjóri á fiskiskipi, sem sigldi með fisk til Englands og bauð óvopnað kafbátahættum og ógnum illviðrisnátta birginn. Vélstjórar að störf- um djúpt niðri í skipi voru einmitt þeir, sem minnsta lífsvon áttu ef árás var gerð og þótt ágóða von væri mikil var lífið lagt að veði. Elín var þannig ein þeirra kvenna sem kvöddu ástvini sína í upphafi hverrar ferðar án nokkurrar vissu um að líta þá aftur lífs, en börn og heimili í þeirra forsjá á meðan. Það er spurn sem vert er að velta fyrir sér hvorir hafi þurft á meiri kjarki að halda, þeir sem máttu búast við tundurskeytinu hverja stund, eða þær sem í landi biðu þess að skip kæmi af hafi. Hvorugt þeirra hjóna ræddi þessi mál gjarnan, en frá kunnugum fékk sá sem þessar línur ritar að vita að Gunnar brast hvorki kjark né jafnaðargeð, hvort sem hann gekk á hólm við hvítabirni og hafís norðurfrerans eða sinnti skyld- ustörfum í vélarrúmi innan um tundurdufl og kafbáta. Og glaðbeitt viðmót Ellu duldi vel þær áhyggjur sem sjómannskonan hlaut a'ð stríða við undir niðri. Atvik réðu þvf að undirritaður kynntist þeim Gunnari og Ellu, eins og hún var jafnan nefnd í vinahópi, á síðari hluta ævi þeirra og var þar tíður gestur í meira en tvo áratugi. Blómaár Ellu voru þá gengin hjá en ekki leyndi sér að hún hafði verið yngri hin fríðasta kona og ætt'ð var hún kát og spaugsöm og elskuleg fyrír að hitta, þó heilsa og þróttur væri á förum. Tónlist var hennar yndi. Söng hún í fjölmörg ár í kirkjukórum sem ung stúlka austur á Eyrarbakka m.a. undir stjórn hins mikla tónlistarvinar sr. Ólafs Magnússonar í Arnarbæli og í Reykjavík snillingsins dr. Páls ísólfssonar. Gunnar, mann sinn, missti Elín 1980. Hann hafði þá fyrir nokkrum árum misst heilsu sína og orðið óvinnufær. Fluttu þau þá austur að Selfossi til Unnar, dóttur sinnar, og tengdasonar. Varð Elín þá fljótlega að leggjast á sjúkrahús og bíða í nærri áratug þeirra endaloka sem nú eru komin. Hve ástúðlegt var með þeim hjónum má sjáaf þvíaðhverndag, hversusemviðraði, reyndi Gunnar að heimsækja konu sína á sjúkrahúsið, þó heilsa hans sjálfs leyfði það engan veginn, uns hann sjálfur var allur, en verði endurfundir handan hafsins dökka þarf vart að efast hver þar hefur á ströndinni lengi beðið. Þessum fáu orðum fylgir þakklæti til þeirra hjóna fyrir liðin ár og innilegar samúðarkveðjur til syrgjenda. Egill J. Stardal 'slendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.