Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Qupperneq 6

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1983, Qupperneq 6
Elín Guðmundsdóttir frá Tungu — áttatíu ára minning Móðir mín, Elín Guðmundsdóttir, var fædd að Heiðarseli í Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu 31. október 1903. Jörð þessi var rýr og nefnd síðar Dalsá. Er hún skammt frá bænum Heiði í sömu sveit. Hefur nú verið í eyði í marga áratugi. Foreldrar mömmu voru hjónin Guðmundur Porleifsson og Lilja Kristjánsdóttir. Fæddur var hann árið 1854, en hún 1873. Aldursmunur þeirra var því talsverður. Ekki mun hann þó hafa sakað sambúð þeirra, enda mála sannast, að aldursmun- ur skipti minna máli en flest annað, er um hjónaband og samlíf er að ræða. Þau voru samhent í.baslinu, en vitanlega var líf þeirra baslkennt, þegar tekið er tillit til þess, að börnin urðu tíu að tölu. Tvö létust í bernsku. Annað var drengur, sem bar nafn læknisins í héraðinu, er var þá Sigurður Pálsson. Hann drukknaði í Ytri-Laxá á Skagaströnd 13. okt. 1910, og var mörgum harmdauði. Faðir minn, sem þá var vinnumaður á Höskuldsstöðum hjá sr. Jóni Pálssyni, orti daginn eftir drukknun læknisins við Laxá eftirfar- andi Ijóð: Hér stend ég einti við straumsins elfu kvika og stari á hennar œðitryllta rót og sé á jaka silfurgljáa blika, hún sundrar þeim með engin blíðuhót. Hér kveður hún sinn kuldalega braginn og Itvíldar aldrei finnur neina þörf, með foraðsafli fellur úl í sæinn og fœrir honum létruð öll sín störf. Hérfelldi þann sem fremstur stóð á verði, með fláráðskynngi hann á tálar dró. Og meinvœtt engin meira tjón oss gerði né meira skarð í vinaflpkkinn hjó. Ef hefði ég rödd í himinn að kalla, af hefndum skyldi ekki verða leyft, en lama hennar œgikrafta alla, svo aldrei framar gœti hún sig hreyft. Þetta var kannski útúrdúr. En átta af börnum Guðmundar og Lilju náðu fullorðinsaldri. Mamma var sjöunda barn foreldra sinna. Með i foreldrum sínum fluttist hún kornung að koti skammt frá Heiðarseli, er Skollatunga nefndist, en ber nú nafnið Tunga. Er það nú orðið góð bújörð fyrir ötult starf búenda þar á liðnum áratugum. Átti Helgi Magnússon frá Núpsöxl á Laxárdal og fólk hans þar stærstan hlut að máli. Helgi er nýlega látinn í hárri elli. En þó að Tunga væri kot þegar foreldrar mömmu fluttust þangað, var þar þó stórum lífvænlegra að búa en í Heiðarseli, þvf örreytiskoti. Þarna bjuggu þau blómann úr búskapartíma sínum. Mamma kom snemma til vika, cn börn voru þá snemma látin vinna eitthvað. Það var nauðsyn. Mamma vann einnig á næstu bæjum við Tungu: Heiði og Veðramóti. Gætti hún þar barna þeirra Þorbjarnar og Sigurðar frá Veðramóti. Minntist mamma heimila þessara með miklum 6 hlýhug. Þetta voru mikil menningarheimili. Hafa komið frá þeim margir hámenntaðir þjóðfélags- þegnar, svo að frægt er. Þrír synir Sigurðar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur (systur Magnúsar ráðherra) urðu doktorar. Vissi ég og að börn þessa fólks báru (og bera) hlýjan hug til mömmu fyrir þá aðhlynningu sem hún veitti þeim á ungum aldri. Mamma var að vísu unglingur þegaf þetta var, en hafði þá þegar öðlast myndugleika sem nægir til að hafa stjórn á börnum. Hún var afar bráðþroska, bæði andlega og líkamlega. Fátækt var í Tungu, og kom sér vel, að börnin gátu snemma farið að létta undir með því að vinna bæði heima og að heiman. Öll voru systkinin dugleg. Skerpa var mikil. Mátti segja, að mamma herti sig við hvað eina, sem hún lagði hönd að. Hún gat ekki hangsað við neitt sem hún gerði. Henni var það gjörsamlega ófært. Systkinin ólust upp hjá foreldrum sínum, að Jónasi einum undanskildum, en hann ólst upp að miklu leyti í Sveinskoti á Reykjaströnd. Jónas var næstyngstur systkinanna, fæddur 1910. Jónas er látinn fyrir nokkrum árum, ókvæntur og barnlaus. Mamma var ekki mikið í barnaskóla. í Skarðs- hreppi var þá farskóli og kennt á nokkrum bæjum í hreppnum. Einn vetur kenndi henni þar Harald- ur Björnsson frá Veðramóti, síðar þjóðkunnur leikari. Haraldur lauk kennaraprófi ungur, en sneri sér að verslunarstörfum, fljótlega. Nam síðar leiklist í Kaupmannahöfn og stundaði hana lengi í höfuðstað landsins, um skeið með fullri kennslu við skóla þar. Þegar mamma var að alast upp í Tungu var Sauðárkrókur verslunarstaður- inn, smáþorp aðeins. Þar fermdist mamma 1917. Sr. Hálfdán Guðjónsson, síðar vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi fermdi hana. Svo vill og til, að hann skírði mig, sá ágæti kennimaður. Síra Hálfdán var prestur næstum hálfa öld. Mamma mundi vel margt það, sem hún lærði í fermingar- undirbúningi hjá prestinum, s.s. trúarjátninguna og fjölmarga sálma. Mamma var ljóðelsk mjög. Hún var einnig afar lagvís. Sagt hefur verið, að ljóða- og laggáfa fylgist oft að. Ég er ekki í vafa um að slíkt er rétt. Þetta er svo náskylt. Mamma spilaði á orgel ung, en átti ekki hljóðfæri heima annað en litla, einfalda harmóniku. Spilaði hún stundum á hana danslög í litlu baðstofunni á Sneis. Einnig söng hún oft lög heima. Hún fór stundum á dansleiki, sem haldnir voru í dalnum. Ekki minnist ég þess, að pabbi færi á slíkar skemmtanir. Hann dansaði aldrei og hafði ekkert yndi af tónlist annarri en kveðskap. Þegar ljóðið Dalakofinn eftir Davíð Stefánsson var komið á prent, áttu ekki allir fé til að kaupa bókina sem Ijóðið birtist í. En fólk dó ekki ráðalaust. Það skrifaði ljóðið upp. Gekk það þannig í afskriftum. Man ég, að mamma skrifaði ljóðið upp eftir einhverjum og söng það hástöfum heima. Dala- korfinn heillaði alla, enda býr þetta ljóð yfir þokka, sem hrífur fólk, ekki síst á æskuskeiði. Mamma féll mjög í skuggann fyrir pabba. Hann var áberandi maður, gáfaður og skarpur, hún hlédræg og undirgefin. Þannig voru raunar allflest- ar konur þá. Konum á þessum tíma var ekki ætlað að standa.í sviðsljósi. Þær voru bundnar eigin- manninum, stóðu við hlið hans og áttu að stuðla sem mest að framgangi hans á öllum sviðum. Guðmundur Frímann, rithöfundur og skáld á Akureyri, getur í minningabók sinni: Þannigerég - viljirðu vita það, kynna sinna við forel.dra mína, er þau bjuggu að Refsstöðum á Laxárdal hið fyrra sinn, en þá átti Guðmundur heima í Hvammi í Langadal hjá foreldrum sínum og fór gangandi beint yfir fjöllin upp að Refsstöðum. Um móður mína segir Guðmundur Frímann m.a. þetta: „Ég sá Elínu aðeins einu sinni. Mér virtist hún á allan máta hin geðfelldasta kona, prúð og hæglát í framgöngu björt yfirlitum og vel í meðallagi snotur. Elín var elskuleg kona í kynnum og við Svein líkaði mér ágætlega." Um móður mína segir Rósberg G. Snædal (1919-1983) rithöfundur og skáld, nágranni okkar lengi, í bók sinni, Skáldið frá Elivogum og fleira fólk þetta meðal annars: „Hún var dugleg, skapgóð og umhyggjusöm húsmóðir og reyndist honum (þ.e. föðurmínum)góðurlífsförunautur.“ Um störf mömmu lætur Rósberg þetta flakka: „Kona hans gekk jafnan að slætti með honum, en mjög var þá orðið sjaldgæft að konur færu með orf og Ijá. Elín kona hans var afar gefin fyrir alla útivinnu, einkum heyskap, og hamhleypa við hvert það verk, er hún gekk að. Var hún þó hvorki stór kona né burðamikil, en einstaklega skörp og ósérhlífin." íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.